Vísir - 21.11.1968, Qupperneq 5
5
ANDRl H.F., HAFNARSTRÆTI 19, SÍMl 23955
Prestone
Stýrisvafningar
Uppl. 34554
Er á ýinnustaÖ
í Hœðargarði 20
ERNZT ZIEBERT
VÍSIR . Fimmtudagur 21. nóvember 1968.
-FI kerfi frá SONY:
Tónlistartímaritin Hi-Fi NEWS og High Fidelity hata
gefiö Sony magnaranum TA-1120 frábæra dóma. Há-
marksorka er 160 w á kanal. Sony framleiöir einnig
plötuspilara tónarm og tónhöfuð og 5 gerðir af hátölur-
um. Eigum fyrirliggjandi alls konar tengisnúrur, hljóö-
nema, stereo heymartæki, segulbandsspólur.
*
0ð
J. P. Guðjónsson, Skúlagötu 26. simi 1-17-40
LAUKHÝÐX.
50 gr. álúnsband
100 gr. laukhýði
Laukhýðið er lagt í bleyti
yfir nótt í kalt vatn, álúnsband
ið soðið í leginum í klst. Koní-
aksgulur litur fæst eftir þessa
blöndu. Til þess aö fá dekkri
litbæl á band af laukhýðislegi
er 2 gr. af koparvitriol bætt í
löginn.
Yfirleitt þarf 8 gr. af álúni
á 50 gr. af bandi eða 16 gr. á
100 gr. af bandi.
Ljósgulan lit má fá fá með
100 gr. af bandi á móti 25 gr. af
laukhýði og 16 gr. af álúni.
GULVÍÐIR.
100 gr. álúnsoðið band, 100
gr. gulvíöir. Af þessum Iegi fæst
gullinn litur með grænleitum
blæ.
* Bíleigendur!
1 Bílstjórar!
' Allff hækkar
ég fiækka
Nýtt verð á
stýrisvafningum
fólks-bíla, 200 kr.
vörubPa, 250 kr.
Seljum líka efni,
kr. 100 á bíl.
GREAS EATER
Htueyðir
Fitueyðir hreinsar véiar,
vinnuföt bílskúrsgólf o- f!.,
betur en flest önnur hreinsiefnl-
Leiðarvísir fylgir.
FÆST Á ÖLLUM HELSTU
BENSÍNSTÖÐVUM
„Það bullsýður
berjalynginu44
a
Hér sjóða þær krækiberjalyngið, og önnur heldur á gulvíði,-
sem hún setur í annan pott.
Hjördís Bjartmarsdóttir kenn-
ari á námskeiðinu.
sem birtast hér á eftir. Eftir að
jurtimar hafa verið tíndar er
bezt að hengja þær upp í grisju
og láta golu leika um þær, þá
eru þær settar í pott með vökva
og viöeigandi reglum beitt til
þess aö fá litinn fram. Lögurinn
er síaður og bandið soðið í um
klukkustund í litunarleginum,
þá er bandið hengt yfir slá eða
kústskaft og þurrkað. Oft er
álúnsband nefnt í uppskriftun-
um en álún er efni, sem litfest-
ir og er álúnsband band, sem
soðiö er fyrst í álúni í klst., áður
en það er sett í sjálfan iitunar-
löginn. Auðvitað má gera ráð
fyrir að pottamir taki lit eftir
að jurtimar hafa verið soðnar í
þeim en þá er hægt að hreinsa
með klóri og sápuefni.
Hér koma svo að lokum
nokkrar uppskriftir handa þeim,
sem gætu hugsað sér að reyna
að lita band upp á eigin spýtur
eða vilja vita hvemig farið er
að því að fá lit á bandið.
— Litið inn á jurtalitunarnámskeið
Heimilisiðnarfélags Islands
Tjað bullsýður á krækiberja-
lynginu", segir ein á nám
skeiðinu, um leið og hún vind-
ur sér fram frá rjúkandi pott-
innm. Kvennasíðan leit inn á
jurtalitunarnámskeið Heimilis-
iðnaðarfélags íslands um daginn
til þess að forvitnast um það
hvemig það fer fram og til að
kynna lesendunum þessa nýj-
ung 1 heimilisiðnaði.
Heimilisiðnaðarfélagið tók
þetta námskeið upp í fyrravet-
ur eftir að námskeið í tóvinnu
og listvefnaði hafði farið fram
á vegum félagsins í nokkur ár.
Þá má segja að hringurinn sé
farinn, þ.e.a.s. fyrst er kennt
hvemig vinna megi ullina og
spinna úr henni, þá er komið
að því að bandið er litað og vefn
aðurinn rekur lestina. Auðvitað
er hverjum sem er frjálst að
sækja námskeiðin hvert út af
fyrir sig og taka ekki þátt í
nema einu þeirra. Hins vegar
mun það vera svo, um margar,
að þegar þær eru byrjaðar á
einu námskeiðinu vilja þær fara
á það næsta og þá er eins gott
að byrja í réttri röð.
Frú Gerður Hjörleifsdóttir
skýrði okkur nokkuö frá nám-
skeiðstilhöguninni. Námskeiðið
er þrjú kvöld í viku, alls 40
kennslustundir og er kennt í hús
næði Heimilisiðnaðarfélagsins
sem það hefur á leigu að Fjöln-
isvegi 14 frá kl. 8—11 á kvöldin.
Kennslugjaldið er 2 þús. krónur.
Yfirleitt eru 6-7 konur f
flokki. Mest er notað af innlend
um jurtum við litunina og smá
vegis af eríendum og sömuleið-
is af innfluttum erlendum kem-
iskum efnum. Gerður segir, að
nokkrar konur úr félaginu hafi
farið í haust að safna jurtum,
en bezt sé aö tína þær í gróand
anum, það er að segja um há-
sumar en þá gefa þær bezta
litinn. Það er fróðlegt að hevra
hvaða jurtir það eru, sem eru
notaðar til litunar. Hver skyldi
hafa ímyndað sér, aö illgresi
eins og njóli gefur af sér falleg-
án lit og margar jurtanna er
hægt að sækja út f garðinn hjá
sér og svo er það spennandi
við þetta, að konurnar vita ekki
hvaða litur það er endanlega,
sem þær fá úr pottunum hjá
sér þar sem jurtimar malla því
þótt jurtimar séu tíndar á svip-
uðum árstíma eru alltaf mismun
andi litbrigði í þeim.
Ef við teljum upp nokkrar jurt
ir, sem gefa af sér fallega liti
má nefna gulviði, beitilyng,
krækiberjalyng, bláber, reyniber
og hægt er að lita upp úr lauk-
hýði, sem gefur koníaksgulan
lit.
Kennari á námskeiðinu er
Hjördfs Bjartmarsdóttir, sem er
náskyld Matthildi Halldórsdótt-
ur, Garði í Aðaldal, sem hef-
ur einna mest fengizt við jurta-
litun hérlendis.
Um 70 litategundir voru unn-
ar á námskeiðunum f fyrravetur
og sá Kvennasíðan sýnishom
þeirra á námskeiðinu og eins í
sýnishornabók, sem hver kona
fær eftir námskeiðið meö leið-
beiningum. Það var ekki ör-
grannt um það, að okkur fynd-
ust íslenzku litimir hafa eitt-
hvað safaríkt og fallegt við sig,
sem verksmiðjuunnir litir hafa
ekki í eins ríkum mæli. Eins
þykir okkur ekki ólfklegt, að
konumar haldi áfram við að
lita eftir aö námskeiðinu, lýkur
— þá f ýmsa handavinnu. Þetta
er lífrænt og skemmtilegt tóm-
stundastarf.
Hjördís gefur okkur nokkrar
upplýsingar um jurtalitunina
sjálfa og uppskriftir aö litum,
SÖLUBÖRN ÓSKAST
Dagblnðið VÍSIR