Vísir - 29.11.1968, Side 1

Vísir - 29.11.1968, Side 1
HANNIBAL HÆTTI VIÐ AÐ HÆTTA! Lýðræðissinnar s algerum meiri- hluta við stjórnarkjör & s ASI ■ Þau óvæntu stórtíðindi urðu við stjórnarkjör Alþýðusambands íslands, að Hannibal Valdi- marsson lét tilleiðast og gaf kost á sér til endur- kjörs sem forseti sambandsins til næstu fjögurra ára. Fékk hann 209 atkvæði lýðræðissinna, en Eð- varð Sigurðsson, frambjóðandi kommúnista, féklc 130. Á sama hátt var Björn Jónsson kosinn vara- forseti með 201 atkvæði. Eðvarð var enn í framboði og hlaut 142. Lýðræðissinnar kusu einnig úr sínum röðum 9 aðra fulltrúa í miðstjóm, en létu leifum Alþýðubandalagsins eftir fjóra fulltrúa. Þingi ASÍ lauk um sjöleytið í morgun, og hafði staöiö alla nóttina og frá hálf tvö í gærdag. I hinum vistlegu húsakynnum Hótel Sögu var mikið bruggað. Klukkan hálf þrjú í nótt var loks komið að stjómarkjöri, og var þá fundi frestaö um hálfa klukkustund. Sá hálftími reynd- ist þó um tveir og hálfur tími. Foringjar einstakra flokka og flokksbrota settust að 'samn- ingsgerð um kosningarnar. Á meðan dottuðu þingfulltrúar í sætum sínum eða gerðu sér gott af því, er barinn hafði á boð- stólnum, en hann var opinn alla nóttina. Kommúnistar reyndust frá upphafi ósamvinnuþýðir og vildu ekkert vita af fyrri félaga sínum, Bimi Jónssyni, sem lík- legastur var talinn að erfa tign Hannibals. Er lýðræðissinnar reyndu að sameinast um Björn, settu Alþýðufloltksmenn fram kröfu um fjóra fulltrúa í mið- stjóm úr sínum rööum í staö þriggja, er tillaga var um. Al- þýðuflokksmenn flestir höfðu skilað auöu í atkvæöagreiðslu um kjör forseta þingsins í byrj- un þess. Eftir krákustígum bárust fréttir um fundi forystumann- anna sín á milli og með helztu flokksmönnum sínum. Gekk á ýmsu, unz Alþýðuflokksmenn komu fram kröfu um áskorun til fráfarandi forseta ASl, Hannibals, um að hann gæfi kost á sér, þrátt fyrir ítrekaðar Umbrot á jarðhitasvæðinu v/ð Námaskarð í fyrrinótt myndaðist mikill j boranir. Áður hafði verið boruö j tók hún að gjósa, og var þá gufuhver í Námaskarði í Mý- : þarna í grenndinni hola til að fá i reynt að dæla í hana vatni til vatnssveit, en skammt þar frá . orku fyrir túrbinur kísiliðjunnar. 1 að ná gosinu niður. voru menn að starfi við jarð- 1 Áður en tókst að virkja holuna i M-~> 10. síða Gufusprengingin við Mývatn í fyrradag. Snæbjöm Pétursson, fréttaritari Vísis, tók myndina. neitanir hans um það. Varð það ofan á. Hannibal lét tilleiðast. Var þá ljóst, að tvær fylkingar mundu mætast við kosningam- ar. Fulltrúar allra lýðræðisflokk- anna báru fram uppástungu um Hannibal. Voru það þeir Sig- urður Guðmundsson, Alþfl., Óskar Jónsson, Framsfl., Pétur Sigurðsson, Sjálfstæðisfl. og Tryggvi Helgason frá Akureyri, fylgismaður Björns Jónssonar. Snorri Jónsson stakk upp á Eðvarö fyrir hönd félaga sinna. Hannibal Valdimarsson flutti stutta ræðu og kvaðst ekki hafa getað talað skýrara en hann gerði um það, að hann hygðist færast undan framboði. Nú væri verkalýðshreyfingunni vandi á höndum, og mnndi hann taka kjöri, gæti það orðið til að skapa nauðsynlega samstöðu um vandamálin. Væri þó miklu ráð- legra að fá yngri mann til starf- ans. Við kosninguna fékk Hannibal 209 atkvæði, en Eðvarð 130. 13 seðlar voru auðir, en einn 6- gildur. Lýðræðissinnar stungu upp á Bimi Jónssyni sem varaforseta, en Snorri Jónsson mælti aftur fyrir Eðvarð. Bjöm fékk 201 atkvæði, en Eðvarð 142. 8 seðl- ar voru auðir og tveir ógildir. Þá stakk meirihlutinn enn upp 10. sfða. .y.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.W.'.V.V.V.W.VAV.WiWA l Græðgi í minn- \ | ingarpeninginn | ;■ — Salan takmörkuð við fimm stk. á mann í Margur virðist siá sér leik á borði til þess að verða ríkur með þvi aö safna 50 kr. minning arpeningnum, sem gefinn verð- ur út núna þann 1. desember. — Svo mikiö het'ur verið pantað af peningnum hjá Seðlabankan- um, að því er Vísir fékk upplýst hjá stlóm bankans í morg- un, að orðið hefur að takmarka pantanir. — Nokkrir einstakling ar hafa viljað panta stórar fúlg ur af peningnum, en ekki feng- ið. Stærri nantanir hafa veriö skornar niður og þar sem pen- ingurinn verður til sölu í bönk um og sparisjóðum er í ráði að takmarka söluna bannig aö hver viðskiptavinur fái aðeins fimm peninga. Upplag peningsins er 100 þús. stykki og hann mun gilda sem greiðslumynt, auk þess að vera minnispeningur. Hann er teikn- aður af þeim Þresti Magnússyni og Hilmari Sigurðssyni og sleg inn hjá Royal Mint í London. Hann er 30 mm í þvermál, úr nikkel og vegur 12,5 gr. Hægt veröur að fá peninginn í sérstökum öskjum í afgreiðslu Seðlabankans, Hafnarstræti 10. Talsvert mun þegar vera búið að panta hjá Seðlabankanum ajj peningnum, en ekki fékkst upp- gefið í morgun hversu mikHl hluti þess er farinn. '.V.W. '.W.V

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.