Vísir - 29.11.1968, Síða 2

Vísir - 29.11.1968, Síða 2
VÍSIH . Föstudagur 29. nóvember 1968. Röag steha í dómaramálum getar oriii okkar hættaleg ÞAÐ verður ekki ofsög- um sagt, að dómarastörf eru vanþakklát í íþrótt- unum hjá okkur, einkum þó í handknattleik. Það eina, sem þeir dómarar fá, sem fást til að dæma, er skítkast og jafnvel svívirðingar frá leik- mönnum félaganna. Tilkoma tveggja-dómara-kerf- isins hefur síður en svo bætt þetta. Það eina sem gerist er það að nú fá tveir sinn skammt af svívirðingunum í stað eins áður. í fyrrakvöld varð ég vitni aö þessu eftir leik KR og FH. Þessi leikur fór þannig fram að aldrei gat verið vafi á að Hafn- arfjarðarliðið sigraði meö mikl- um mun, — jafnvel dómari hefði vart getaö breytt nokkru þar um. Samt gerðist það eftir leikinn að dómararnir fengu yfir sig þvílíka romsu af ónotum og ill- yrðum að vart verður þagað yfir. Þetta gerðu tveir forystu- menn í handknattleiknum, sem ættu að vita betur, þeir ættu að vita aö ENGUM á aö líðast að veitast þannig að mönnum, sem allir vita að reyna að gera sitt bezta. Nú segja dómarar að Hafnar- fjaröarliðin tvö séu eiginlega í sérflokki varðandi þessar sí- felldu kvartanir. Ekki veit ég neinar sönnur á því, — en hins vegar sést oft ýmislegt misjafnt frá leikmönnum og forráðamönn um Reykjavíkurliðanna líka. En þetta vekur upp spurningu: Hvers vegna er enginn dómari úr Hafnarfirði í 1. deild? Þetta er undarlegt, því 2 liö eru úr þessum „handknattleiksbæ" í 1. deild, bæði mjög góð og eru í efstu sætum deildarinnar sem stendur. Þaö er allt önnur saga aö dómarar hér standa hvergi nærri nógu vel í stykkinu. Það er líka greinilegt að tveggja- dómara-kerfið hefur ekki gert annað en spilla árangri dómar- HAFSTEINN VERÐUR EINVALDUR Hafsteinn Guömundsson úr Keflavík er fyrsti „einvaldurinn" í íslenzkri knattspymu Nú á hann ásamt knattspymuforystunni með Albert Guömundssyni á odd- inum að gera tilraun til aö hefja íslenzka knattspyrnu upp á annað og betra stig. Landsliðið á t.d. ekki að fá vetrarsvefninn langa. Sunnu- dagsmorguninn 8. desember á landsliðiö að leika æfingaleik gegn einhverju Reykjavíkurfélaganna, þann fyrsta, en ekki síðasta í vet- ur. Albert Guömundsson kallaöi stjórn sína saman til fyrsta fund- arins í gærdag. Þar var m. a. á- kveðið að mótanefnd skuli aöeins skipuö einum manni, sem velur og sér um liöið að öllu leyti. Vart getur þessi tilraun misheppnazt, Kasfað & sunnudags- morgnum IÍASTÆFINGAR stangaveiðimanna eru í fullum gangi í íþróttaliöll- inni í Laugardal alla sunnudagsmorgna kl. 10.20 til 12.00. Stanga- veiðifélögin í Reykjavík og Hafnarfirði standa saman að þessum kastæfingum, en auk kastæfinga og kastleiðbeininga kynnast menn þar veiðiflugum, nöfnum þeirra og stærðarnúmerum. Þátttaka í æfingunum er öllum heimil, eftir því sem húsrými leyfir, en nánari upplýsingar og áskriftir eru hjá kastnefndarmönnum stangaveiði- félaganna og á æfingunum. svo djúpt var íslenzk landsliðs- knattspyrna sokkin. Sama verkaskipting verður á stjóm KSÍ og verið hefur, einnig var sama mótanefnd kjörin. Ungl- inganefndin verður skipuð Áma Ágústssyni og Erni Steinsen, sem skiluðu svo happadrjúgu starfi í sumairer leiö, en Hafsteinn Guð- mundsson verður og í nefndinni sem eins konar tengiliður við A- landsliðið. Ekki hefur enn verið gengið frá skipan dómaranefndar. anna enn frekar, þeir valda þessu kerfi, þar sem tveir menn þurfa að vinna saman. alls ekki, hvernig sem á því stendur. Vandamál dómaranna verða ekkj leyst með illkvittnislegri framkomu í garö þessara manna, sem kauplaust leggja á sig þetta starf, sem nauðsyn- legt er að sé unnið til að leikir fari yfirleitt fram. Það er hlut- verk handknattleikssambands- ins að vinna að enn frekari kynningu milli dómaranna og dómarastarfsins. Dómarar þurfa aö komast utan til að kynnast því sem þar er að gerast, dóm- arar hér heima þurfa að hittast reglulega til að bera saman bækur sínar o. s. frv. E. t. v. gera ekki allir sér ljósa hættuna, sem annars skapast. Leikmenn þurfa að „læra á dómarana", því enginn túlkar reglurnar eins, munurinn ;oft stórkostlegur. í öðru lagi verða landsliðin okkar alltaf að leika handknattleik „úr öðrum heimi“, við getum aldrei leikið eins og alþjóðareglur gera ráð fyrir, við verðum einangraðir í alþjóðasamstarfi. Þetta eru aðal- hætturnar af því, sem er að gerast í dómaramálum okkar. Við þessari hættu verður aö sporna. — jbp — Styðjum landsliðið! I © „STYÐJUM LANDSLIÐIГ. Eitthvað í þá áttina verður áletr- 1 unin á- merkjum, sem áhorfendum að æfingaleikjum vetrarins í I knattspyrnunni verða seld, því að búast má við að knattspymu- I unnendur flykkist til að sjá æfingaleikina, sem fram eiga að fara i í vetur milli landsliðsins og félagsliða. j © Það er ekki aðeins að þannig verði aflað nauðsynlegs fjár til æfinganna, — heldur er það fyrst og fremst til að vekja þá vakn- ingu meðal áhugamanna, sem til þarf. Það er ekki nóg að eiga 11 1 góða knattspymumenn, það þarf einnig sterkan bakhjarl, þar sem I áhorfendur eru. ! • Því fleiri sem eiga eftir að bera þessi merki í vetur, þeim mun | betra, því þá er augljóst að fleiri og fleiri styðja það starf, sem . unnið er, endurreisn íslenzkrar knattspymu úr dauðadáinu — jbp — Svefnherbergishúsgögn Eik og tekk og hvítmaluð r»o l->öí lir» Simi-22900 Laugaveg 26 Hroðkeppni í körfuknnttBeik á Akureyri Körfuknattleiksráð Akureyrar hélt hraðmót í körfuknattleik um síðustu helgi. Úrslit urðu sem hér segir: 4. fl. karla: Þór—K.A. 6:4. 3. fl. karla: Þór-a—K.A.-b 28:5. K.A.-b—Þór-b 23:9. Þór-a —Þór-c 27:2. K.A.-a—Þór-a 5:4. 2. fl. kvenna: Þór-Í.B.A. 23:4. 2. fl. karla: Þór-S.A. 14:2. Meistarafl. karla: Þór —Í.M.A. 27:18. Þór—K.A. 40:22.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.