Vísir - 29.11.1968, Qupperneq 7
VIS IR . Föstudagur 29. nóvember 1968. 7
1 ö' ' ■ SS I morgun utlöiid í morgun útlönd : í raorgun útiönc í raorgun út.lönd ■D"
Wilson neitar að liafa hótað
að kveðja heim Rínarherinn
— ef markið yrði ekki hækkað
Wilson forsætisráðherra Bret-
lands hefir neitað, að hann hafi í
viðræöum við vestur-þýzka am-
bassadorinn á dögunum, hótað að
kveðja heim Rinarherinn brezka,
ef markið yrði ekki hækkað.
Wilson.
Það var ekki smálítið , sem
um þessa var birt í blöðum, m.a.
sagt að ambassadorinn hefði veriö
kvaddur á næturfund í Downing
Street og svo mikið þótt við
liggja að hann hefði komið þangað
á náttfötunum! Ambassadorinn
kom nú að vísu í „smoking“ —að
því er síöar vitnaðist — en hvaö
sem satt er eða ekki satt, gæti
það sem gerðist haft einhver eftir
áhrif, þegar Wilson fer í heimsókn
sína til Bonn snemma á næsta ári.
Wilson bar það til baka í neöri
málstofunni allgramur, aö hann
hefði haft í hótunum, og hefðu
„ósannar upplýsingar" um fundinn
komið frá Bonn. Forsætisráðherr-
ann kvað það gagnstætt öllum
venjum að skýra frá hvað geröist
á slíkum fundum, — hann hefði
rætt við ambassadora annarra ríkja
yfir 100 sinnum og „aldrei orðiö
fyrir öðru eins og þessu“.
Gremja ábyrgra brezkra aðila
stafar af því að vestur-þýzka
stjóm hafi fyrir fund fjármálaráð-
herranna tíu gert uppskátt um „lyf
seðil sinn til lækningar meininu".
En ljóst er, þótt ekki hafi veriö
um hótanir að ræða, að Wilson
mun hafa komið inn á stjórnmála-
legar afleiðingar þess, að Bonn-
stjórnin vildi ekki hækka markið
og að þau áhrif gætu leitt til þess
að taka yrði fyrir enn einu sinni
útgjöldin viö að hafa brezkar her-
sveitir í Vestur-Þýzkalandi.
Wilson kvað það sem um þetta
Bandarískt „tauga-
stríð'' gegn N-Kóreu
— til jbess oð áh'ófn Pueblo verði sleppt?
hefði verið birt hafa verið alrangt
og m.a. það, að Blankenhorn am-
bassador hefði nánast verið „rif-
inn upp úr rúmi“, til þess að koma
á umræddan fund. Það liggur ijóst
fyrir að þessi afstaða brezku stjórn-
arinnar hefir engin áhrif haft á
niðurstöður samkomulagsumleit-
ananna í Bonn og helzt hefðu brezk
stjórnvöld sennilega viljað, að ekk-
ert hefði komið fram um þaö, sem
geröist segir í skeytum frá London.
Umræddur fundur var haldinn aö-
faranótt 20. nóv. og sátu þeir fund
inn Michael Stewart utanríkisráð
herra og Roy Jenkins fjármálaráö
herra.
'hodesíudeilan
Wilson hafnar tilmælum um að afturkalla
seinustu tiHógur Thomsons
Wilson fosætisráðherra Bret-
Iands hefir hafnað tilmælum all-
margra þingmanna Verkalýðs-
flokksins um að afturkalla tillögur,
sem fram voru lagðar af Thomson
ráðherra, í viðræðunum í
Salisbury á dögunum, til lausnar
Rhodesiudeilunni.
Jafnframt endurtók Wilson, aö
stjórnin myndi ekki hvika frá áð-
ur fram lögðum grundvallar-
atriðum, en þau eru 6 og hið helzta
þeirra að skilyrði fyrir viöurkenn-
ingu á sjálfstæöi Rhodesiu sé, að
réttindi meiri
verði tryggð.
hlutans í landinu
í Zambíu hefur lögreglulið og
herlið verið sent til héraðanna, sem
liggja að portúgölsku nýlendunni
Angola.
í héruðunum hefur verið óeirða
samt, menn myrtir og hús í mörg-
um þorpum brennd.
Kaunda forseti kennir stjómar-
andstæðingum um og segir þá hafa
notað til hermdarverkanna lið þjálf
uð í Angola, en þeirri staðhæfingu
er neitað þar.
6 lönd hafa fengið vopn og
skotfæri ólöglega frá Sviss
Tilkynnt var opinberlega í gær , Slíkur útflutningur, sem hér var
í Sviss, að tveir starfsmenn vopna-1 um að ræða, var óheimill að iög-
og skotfæraverksmiðju hefðu játað
á sig, að hafa falsað gögn til út-1
flutnings á hergögnum og skot- til
færum til 6 landa. I
um.
Utflutningur þessi átti sér stað
Nigeríu, sambandsríkisins,
Egyptalands, ísraels, Líbanon,
Saudi-Arabíu og Suður-Afríku.
Það, sem út var flutt ólöglega,
var: 5000 eldfiaugar, 350 loftvarna-
byssur og 250.000 byssukúlur.
New York: Bandaríkin hafa hrundið
af stað dálitlu taugastríði gegn Norð
ur-Kóreu í von um að það leiði til
að áhöfninni af Pueblo verði skilað.
Könnunarskipið Pueblo var sem
kunnugt er tekið úti fyrir ströndum
N-Kóreu í janúar og skipið kyrr-
sett og áhöfn þess.
Bandarískir erindrekar eru að
sögn komnir til Rotterdam en þar
er verið að smíða fyrir Norður-
Kóreu tvö „móðurskip" fyrir fisk-
veiðiskip, útbúin sem „fljótandi
verksmiðjur“. Annað þessara skipa
er um þessar mundir nær tiibúið
til afhendingar og leggur brátt af
stað í langferðina frá Hollandi til
Noröur-Kóreu, en áhöfn er þegar
komin til Rotterdam til þess að
taka við skipinu.
Erindrekarnir eru sagðir gefa í
skyn, að þessi verðmætu skip
kynnu að veröa tekin á leiöinni og
ekki skiiað fyrr en aö minnsta kosti
áhöfninni af Ppeblo (82 mönnum)
veröi skilað.
Ráðstafanir Jenkins rædd-
ar / neíri málstohmri
— Við atkvæðagreiðslu sigraði stjórnin með
40 atkvæða mun
í neðri málstofu brezka þingsins
var í gær rætt um þá ákvörðun
fjármálaráðherra fyrir skemmstu,
að innflytjendur greiði fyrirfram
50% andvirði innflutnings.
Töldu málsvarar Ihaldsflokksins,
að þetta jafngilti því að knýja
innflytjendur til þess að veita rík
isstjóminni vaxtalaus lán.
Var það um ofangreint atriði.
Við atkvæðagreiðsluna um sumar
aðrar tillögur Jenkins efnahagnum
Við atkvæðagreiðslu í iok um- tu stuðnings var meirihlutinn enn
ræðunnar bar stjórnin sigur úr být j naumari, allt niður í 40.
um með sextíu og eins atkvæöis I Um 20 þingmenn Verkalýðs-
meirihluta. I flokksins sátu hjá.
Farið fram á yfirlýsingu
um, að Falklandseyjar verði
ekki afhentar Argentínu
íhaldsmenn í neðri málstofu j
brezka þingsins hafa lagt fram til- j
lögu til þingsályktunar varðandi
Falklandseyjar.
Er hún þess efnis, að stjórnin ,
lýsi yfir, að eyjaskeggjar þurfi J
ekki að óttast, að yfirráð eyjanna j
veröi fengin í hendur Argentínu, !
sem gerir kröfur til þeirra.
Tillagan er fram komin vegna
gruns, sem margir ala, um aö sam-
komulag sé á döfinni um eyjarnar,
en af hálfu stjórnarinnar var end-
urtekið, að sú stefna hennar væri
óbreytt, að eyjarnar verði ekki
afhentar Argentínu gegn vilja
eyjaskeggja.
Greinargerö um afstöðu beggja
ríkisstjórnanna er sögð væntanleg
innan skamms.
Heimshorna mil
Þessi mynd var tekin einhvers staðar skammt sunnan hinnar svo kölluðu afvopnuðu spildu á mörk-
um Norður- og Suður-Víetnam — á degi þakkarhátíðarinnar, sem árlega er i.aklin í Bandaríkjunum.
Nokkuð hefur verið um bardaga á þessum slóðum að undanförnu, en engin stórátökin. Skotið
hefur verið af sprengjuvörpum og fallbyssum frá stöðvum þar á bandarískt — og suður-víetnamskt
Iið, en það mun og hafa farið inn á spilduna til þess að eyðileggja þar herstöðvar.
; LONDON: Stewart utanríkisráð-
herra Bretlands sagði í gær í Raw-
alpindi Pakistan, að þótt Bretar
ætluðu á brott með herafla sinn
frá stöðvum austan Súezskuröar,
bæri ekki að skilja það svo, að
þeir hefðu ekki áhuga fyrir vörn-
um þcr, og þeir væru mótfallnir
bví, að utanaðkomandi veldi tækju
við því hlutverki, sem Bretar gegna
þar.
LONDON: Um 212.000 studentar
verða við háskólanám í Bretlandi á
nýbyriuðu háskólaári. Um 60.000
nýir stúdentar innrituðust.
LONDON: í Sierra Leone hafa tvö
blöð verið bönnuð og ritstjóramir
handteknir.
TEL AVIV: Flokkur 17 flugu-
manna frá Jórdaníu var í fyrra-
dag handtekinn á Hebron-landsvæð
inu og forsprakkar þeirra. I förum
þeirra voru vopn og sprengjur.
BULAWAYO: í Bulawayo, Rho-
desíu, hafa 8 Afríkumenn verið
dæmdir í 20 ára fangelsi hver, fvr-
ir að laumast inn í landið vopnaðir
í þeim tilgangi að vinna þar hermd-
arverk.
I