Vísir - 29.11.1968, Side 12
VISIR . Föstudagur 29. nóvember 1968.
Charles fann hverja taug í líkama
sínum, hvem vöðva strengjast til
hins ýtrasta og kaldan svita spretta
út á enni sér. En hann fór sér
samt ekki óðslega í neinu. Mældi
með augunum nákvæmlega bilið að
kjáikabarði unga mannsins, sem
starði á hann eins og augun ætl-
uðu út úr tóftunum. Charles fann
kaldan svitann spretta út á enni
sér. Og hann fann það á sér, að
þetta uppgjör mundi verða til þess
að veita því útrás, sem hafði verið
að safnast fyrir hið innra með hon
usn áHt kvöldiö.
„Charles ...“ kallaði einhver úti
við dymar, þá rödd hafði hann
;ekki heyrt fyrr um kvöldið, karl-
imannleg rödd, glaðleg, en um leið
; jx-óttmikil og ákveöin. „Charles ..”
kallaði sama röddin öðru sinni enn
þróttmeiri og ákveðnari en áður.
„Hættið þessu, í öllum hamingju
bænum.“
Og maðurinn, sem röddina átti
mddist gegnum þvöguna, og gerð-
ist enginn til að hindra hann. Hann
var klæddur upplituðum, bláleit-
um verkamannafötum, mikill vexti
og kraftalegur, en brosið, sem lék
um varir honum virtist í algerri
andstöðu viö þá alvöru og spennu
sem magnaði andrúmsloftið í
kránni. Hann gekk að Charles,
hratt unga manninum frá, eins og
hann væri einhver óábyrgur snáði,
sem ekkert mark væri takandi á.
„Hvað gengur á fyrir þér, Bud“,
sagði hann viö unga manninn. „Ef
þú þarft endilega að koma ein-
hverju illu af stað, þá skaltu at-
huga þaö einhvem tima seinna. Ég
á nefnilega erindi við Charles.“
Svo laut hann að Charles og mælti
lægra. „Má ég aldrei af þér nokkra
stund líta, án þess aö þú verðir
þér úti um einhver vandræði
kunningi“.
Hann lagði hramminn á öxl
Charlesar og leiddi hann brott, og
ÝMISLEGT ÝMISLEGT
Tökuro aC okXui avers Kontu uiuror
og sprengivinnu 1 búsgrunnuro og ræs
um. Leigjuro út loftpressur og sdbi
sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats
sonat AlfabrekkL viC Suðurlands
braut simt W435
það var eins og allur baráttuviljj
gestanna hefði að engu oröið, um
leið og þetta raddmikla og bros-
milda tröll sýndi sig. Þegar þeir
voru komnir út fyrir, tók hann aft-
ur til máls, og glettnin glampaði 1
augum hans. „Viltu fá enn eina
málsókn á þig kunningi? Þú ætt-
ir aö vita það að þú mátt ekki
berja neinn. Sá sem verður fyrir
hnúum þínum, rýkur óöara með
þaö fyrir dómstólana og krefur
þig skaðabóta. Ég var að lesa það
í blöðunum, aö náunginn, sem þú
skeyttir skapi þínu á héma síðast
sé heldur en ekki farinn á stúf-
anna.. .“
Kalda útiloftiö hafði róandi áhrif
á Charles. Það lá við sjálft að
honum fyndist sem allt þaö, er
borið hafði fyrir hann inni í kránni,
væri ekki annaö en Ijótur draumur,
og nú, þegar þessi sterklegi náungi
hafði rumskað við honum, langaöi
hann til að taka þátt í glaðlyndi
hans og hlæja að öllu saman.
„Það fellur mér alltaf vel við
þig“, sagði tröllið, „að þú getur
alltaf séð gamansömu hliðina, á
hverju sem gengur. Annars er ég
iþér alvarlega reiður, þú hefur ef-
; laust grun um hvers vegna“.
Þeir gengu á brott frá kránni
inn í hliðargötu, og Charles lét
tröllið ráöa ferðinni, „Mér kemur
það ekki á óvart“, sagði hann glaö-
lega. „ Það viröast allir reiðir mér
þessa dagana ....“
„Þú ert sami, gamli Charles”,
sagði maðurinn og gaf honum
bylmingshögg á öxlina. „Ekki það
að ég sé þér ekki reiður enn —
það kemur mér alltaf í slæmt
skap, þegar menn vilja ekki tala
við mig. Og þessi einkaritari þinn,
sem svarað hefur í símann, er sá
klaufalegasii lygari sem ég hef
nokkurn tíma látið ljúga að mér“.
Og nú virtist þetta brosmilda
tröll allt í einu verða ein af þeim
persónum, sem boriö hafði fyrir
Charles í hinum skuggalega draumi
Hann minntist orða barþjónsins ..
Preston er inni í hliðarherberginu
og það eru víst ekki neinar smáupp
hæöir, sem þeir spila um. „Ég var
ekki við í verksmiðjunnj í dag“,
304 35
TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR
FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA
'ÚRVAL AF AKLÆÐUM
tAUOAVIS 42 - SlM110825 HEIMASlMI 83834
BOLSTRUN
Svefnbekkir f úrvali ð verkstæðisverBi
GÍSLI
JÓNSSON
Akurgerði 31
Smi 35199.
Fjölhæt tarðvinnsluvél ann-
ast lóðastandsetnlngar. gref
húsgrunna, holræsi o.f!.
svaraöi hann, og bætti við upp á
von og óvon „ .. .Preston.“
„Þaö er ekki dagurinn í dag, sem
ég á viö“, svaraði hinn og þaö
leyndi sér ekki, aö Charles hafði
getið rétt til nafnsins. „Þetta hefur
gengið þannig fyrir sig í hálfan
mánuð. Ekki þaö, að ég hef líka
hringt heim á setrið, og það verð
ég að segja Logan gamla til hróss,
að hann er svo leikinn í listinni, að
maöur freistast til að trúa honum,
þótt það liggi í augum uppi, að
hann sé að skrökva."
„Ég skal koma því á framfæri við
hann“, sagði Charles.
„Það gleður mig, hvað þú tekur
þessu vel, enda þóttist ég vita það
einungis ef ég næöi tali af þér..“
„Hvað annað get ég gert?“ spuröi
Charles, í von um, að hinn yrði til
þess að skýra málið, smám saman.
„Jú, þú hefðir vitanlega getað
látið bankann kæra mig fyrir lög-
reglunni og látið taka mig fast-
an, og það geri ég ráð fyrir, að
hver maður hefði gert, annar en
þú“. Og nú brá fyrir ásökun í
róm hans. „Því hefðj ég aftur á
móti ekki þurft að kvíða, ef þú
heföir aðeins gefið mér tækifæri
til að ræða málið við þig í síma.
Það er þess vegna sem ég er þér
reiður, skilurðu ...“
En Charles skildi ekki neitt
í einu, og hann þorði einskis að
spyrja af ótta viö að vekja þá grun
með manninum. Ef til vill var það
réttast, hvarflaði sem snöggvast
að Charles, þá mundi þessi náungi
geta boriö vitni minnishvarfj hans,
ef lögfræðingurinn þyrfti á því að
halda. En hann hikaði samt við það.
Maðurinn beygði allt í einu af göt
; unni upp að fornfálegu húsi, sem
i stóð á illa hirtri garðsflöt, og var
| að öllu leyti eins og aðrir kumbaid
j ar þama í hverfinu, að svo miklu
| leyti, sem séð varð í myrkrinu.
Preston opnaði útidyrnar, og þeir
komu inn í myrkan gang. „Að sjálf
sögðu geymi ég stofnana, svo það
þarf ekki neinn vafi að leika á um
upphæðina hvíslaöj hann. „Og þú
þekkir mig það, að þú veizt, að þú
mátt treysta því að ég greiði þér
Bilar af öllum gerðum til sýnis og sölu í glæsilegum sýningarskóla
okkar oð Suðurlandsbraut 2 (við Hallarmúla). Gerið góð bílakaup —
Hagstæð greiðslukjör— Bílaskipti. Tökum vel með farna bíla í um-
boðssölu. Innonhúss eða utan.MEST ÚRVAL— MESTIR MÓGULEIKAR
m HR.KRISTJÁNSSDN H.F,
II M R 11 11 I fl SUÐURLANDSBRAUT 2, VID HALLARMÚLA
U IYI □ U 11 I T) S(MAR 35300 (35301 _ 35302).
T
A
R
Z
A
H
Áfram gakk, halalausi. Ta-den konung-
ur bíður. Stanzið, hann tilheyrir mér.
Færðu þig, Ju-ra. 1 þetta skipti hefurðu
engin afskipti af málunum.
Dömur
athugið
Eigendaskipti hafa orð-
ið á Stjömu-hárgreiðslu
stofunni, Laugavegi 96.
Nú er rétti tíminn að
fá sé? permanent og
litun fyrir jólin. Eig-
um permanent fyrir
allt hár.
Næg bflastæði. —
Góð þjónusta.—
Reynið viðskiptin
Svava Kristinsdóttir
Fró
Brnuðskálanum
Langholtsvegi 126
Köld borð
Smurt brauð
Snittur
Coektailsnittur
Brauðtertur.
Brauðskálinn
Sími 37940
Hásbyggjendur
Reynslan hefur þegar sannað,
að með þvf að bjóöa út smfði
innréttinga, hafa húsbyggjend-
ur oft sparaö mikið fé og fyrir-
höfn.
Nú er víða skortur á verk-
efnum og þvf hagstætt að leita
tilboða.
H.F. ÚTBOÐ OG SAMNINGAR
Sóleyjargötu 17.
Sími 1.35.83.
B 82120 m
rafvélaverkstædi
s.melsteds
skeifan 5
Tökum að okkur:
fl Mótormælingar
S Mótorstillingar
fl Viögerðir á rafkerfi
dynamóum og
störturum.
II Rakaþéttum raf-
kerfið
Jarahlutir á staönum.
j&aa vtreÍKgl A
Óvinir okkar Ho-donamir með svarta
feldinn eru á ieiðinni að ráðast á borg
okkar. Þú ferð með her okkar... og ef
Jad-ben-otho, halalausi guðinn, hjálpar
Ho-dununum...
... Við munum komast að raun um
það, hvort hjarta sonar guðs okkar getur
staðizt spjót okkar.
AUGLÝSIÐ í VISB
CSjlvíifeiÆSSSLi'SiS
aa raa&knskicotaassk
wNXBsæA£sæEai3asattS!*&.