Vísir - 06.12.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 06.12.1968, Blaðsíða 13
V ÍS T R . Fðstudagur 6. desember 1958. Vaknar B.Æ.R. til lífsins? — viðtal v/ð Önund Björnsson form. B.Æ.R. ■ Dagana 2. og 3. nóvembcr hélt Bandalag æskulýösfé- laga í Reykjavík ársþing sitt að Hótel Sögu. Meðal annarra starfa kaus þingið nýja stjóm samtakanna og uröu miklar breytingar frá fyrra ári. Áre- líus Níelsson sem hefur verið formaður undanfarin sjö ár. gaf ekki kost á sér, en í hans stað var kosinn Önundur Bjömsson bennaraskólanemi. Samtökin munu fæstum kunn, enda hefur lítið sem ekkert boriö á starf- semi þeirra. Gjallarhom hefur þvi fengið Önund til að fræða okkur örlítið um samtökin. ■ Hverjir skipa stjóm B.Æ.R.? Þeir sem skipa stjóm BÆR auk mín erœ Baidvin Jónsson fuiltrúi, Vigfús Þór Ámason kennaraskólanemi, séra Árelíus Níelsson, Ólafur M. Pálsson sölumaður og frú Herdís Tryggvadóttir. Auk þessa situr sex martna varastjóm. ■ Hver er tilgangur sam- takanna? Mér hefur skilizt, að upphaf- lega hafi þessi samtök verið stofnuð til að reisa æskulýðs- höll, er þó ennþá sem komið er hefur aðeins verið umræðuefnið eitfc Ég álít mig líta öðmm augum á þessi samtök og til- gang þeirra en fyrlrrennarar mínir hafa gert. Þessi samtök eiga að vera tengiliður aðildar- félaga sinna við Æskulýðsráð R.V.K. fremur öllu öðm Þau eiga að vera frumkvöðull aö æskulýðsskemmtunum hér í borg og annarri uppbyggilegri starfsemi æskufólks. Það verður aldrei yfir það breitt að sam- tök sem þessi em bæði æskileg og nauösynleg fyrir svo stóra byggðarkjama sem Reykjavíkur svæðið er nú orðið. Að mínum dómi emm við tilbúnir til starfa og að koma til móts við unga fólkið, og við erum fúsir til alls þess er við álítum uppbyggi legt og heilbrigt, til að hafa ofan af fyrir æskufólki. ■ Hver er aldur samtakanna og á hverju hefur starf þeirra gmndvallazt hingað til? B.Æ.R. var stofnað fyrir tutt- ugu ámm, nánar tiltekið 8. des. 1948. Eins og áður er að vikiö mun megin tilgangur samtak- anna hafa verið að reisa æsku- lýðhöll. Af framkvæmdum hef- ur ennþá ekki orðið og mun fjárskortur að sjálfsögðu hafa þar mestu um valdið. Mér varð ljóst þegar ég tók við for- mennsku þessara samtaka, að margt en enn ógert og raunar em samtökin enn á bemsku- skeiði. Þrátt fyrir mikið og gott starf ýmissa mætra manna í þágu B.Æ.R. hefur starf þeirra nýtzt lítið eða ekki neitt, vegna ófyrirsjáanlegra öröugleika og skilningsleysis valdhafanna „fyrr á tímum“ á vandamálum æskunnar. ■ Hvað er framundan? Ársþing B.Æ.R var haldið 2. nóv. þannig að nýkjörin stjórn hefur aðeins setið í rúmar 4 vikur. Við höfum þó að sjálf- sögðu haft ýmislegt á prjónun- um þann stutta tíma sem stjómin hefur setið. Á þessu stigi málsins er erfitt að gefa glögga mynd af framtíöaráform- um, en reynt verður að blása nýju lífi í samtökin. Ég hef mik- ið velt fyrir mér hvað þarf f raun og veru til að B.Æ.R. geti starfaö eins og það á að gera og hefur átt aö gera. En sú er skoðun mín á málunum að það þurfi að endurskoða lög samtak anna alveg frá grunni og það fyrr en síöar. En vegna þessara endurskoðana verður að boða til aukaþings, sem síðan gerir þá væntanlegar lagabreytingar lög- legar. Án þeirra lagabreytinga og endurskoðana, sem hér em hafðar í huga, er ekkert hægt að aðhafast. Og aö því ó- gleymdu hefur unga fólkið í dag önnur sjónarmið og áhugamál en fyrir tuttugu ámm. ■ Hefur hinn mikli aldursmim ur stjómarmanna ekki slæm áhrif á starf- semi samtakanna? Alveg tvímælalaust. Það er erfitt fyrir menn sem eru bún- ir að berjast fyrir málefnum eins og friðarsveitum og öðm slíku allan þann aldur sem þeir hafa alið hjá bandalaginu að þurfa að sætta sig við, að þau-.-c mál gangi fyrir, sem unga fólk- ið hefur áhuga á. Svo finnst mér persónulega að ungt fólk eigi að stjórna æskulýðsfélögum GJALLAR- HORN HEIMDALLAR Ritstj. Pétur J. Eiriksson eða ekki eldra fólk en 35 ára. Svo er það yfirleitt þannig, að skoðanir þeirra eldri skerast f odda við skoöanir þeirra sem yngri eru, og þegar tvær ólíkar kynslóðir eiga að fara að starfa saman í svona samtökum, lend- ir allt í báli og brandi. ■ Er starf B.Æ.R. mikið háð æskulýðsráöi? Það þarf ekki að vera það. En ég álít að starfsvið B.Æ.R. sé einmitt að stuðla að fram- gangi æskulýðsráðs, með því að vera tengiliður aðildarfélaga BÆR og æskulýösráðs. ■ Var það nokkuð sem þú vildir koma á fram- færi að lokum? Ég vil þakka borgarstjóra og skólastjóra Iðnskólans sérstak- lega fyrir skilning á:-þeim erfið- leikum sem að okkur steðja í bili, og einnig þann velvilja sem þessir menn hafa sýJft okkur. Einnig vil ég skora á aðildarfé- lög B.Æ.R. að sýna meiri starfs vilja í þágu bandalagsins en þau hafa gert hingað til. Föstudagsgrein — 9. síöu. hugmynd um hemaðinn í land- inu. Auövitað varð fólk fyrir efnahagslegum áhrifum af hon- um, en nær allir bardagar í landinu höfðu oröiö í dreifbýl- inu, mest upp um fjöll og fim- indi og í óbyggöum dölum fmm- skóga og hálendis. Ibúar í þétt- býlinu höfðu lítið orðið varir við hætturnar, nema í skæm- liðahemaði á mjög takmarkaðan mælikvarða, sem fólst einna helzt i skemmdarverkum og sprengjutilræðum. Þetta olli því, að almenningur var frem- ur áhugalaus um stríðið, fólk frétti rétt af því, að hópur kommúnískra skemmdarverka- manna hefði þessa og þessa nótt ráðizt inn í íbúðir embættis- manna og lögreglumanna og skorið fjölskyldur þeirra á háls, og svo framvegis. Og striðið haggaði ekki meira við mönnum en aö Búddha- klerkar og alls konar sérhags- munahópar álitu sér leyfast að halda uppi þjóðarsundmng, kröfugerðum og götuóeirðum. Stjórnleysið lamaði svo flokka stjómarinnar og menn stóðu yfirleitt í þeirri meiningu, að það væri líklegast bezt að kommúnistarnir kæmust til valda, þeir myndu leysa öll þessi þjóðfélagslegu vandamál. |7n með Tet-árásinni fékk styrjöldin allt aðra mynd. Allt í einu sýndu kommúnistar sitt rétta andlit, réðust inn á þéttbýlissvæðið, rænandi og ruplandi. Aftökusveitir þeirra fóru um bæi, smöluðu fólki saman til slátrunar og auk þess voru þeir mjög sigurvissir, þótt- ust nú með þessum aðgerð- um myndu vinna lokasigur. iíama ofboðslegastar voru að- ferðir þeirra norður í bænum Hué, hinni fomu höfuðborg, bækistöð buddha-trúarmann- anna, sem höfðu veitt Saigon- stjóminni mesta mótspyrnu. Þannig áorkuðu kommúnistar að ávinna sér óvináttu og andúð búddha-trúar hópsins, sem áð- ur höfðu verið beztu bandamenn þeirra. Og eins og kunnugt er, þá unnu þeir engan sigur með þessari svæsnu árás. Að fáum dögum liðnum vom árásarsveit- ir þeirra yfirbugaðar, tók að vísu nokkrar vikur að svæla þá út úr virki því sem þeir höföu búizt fyrir í í Hué. Þar með fór fólk líka að missa trúna á að kommúnistamir myndu vinna endanlegan sigur í þessari styrj- öld, og í heild hefur síðan stöð- ugt hallað á ógæfuhliðina fyrir þeim. Síðan hefur margsinnis verið sagt frá því, að kommúnistar séu að undirbúa nýjar stórárás- ir á borgir landsins, en það hefur jafnan farizt fyrir. Vel getur verið aö sumt af þessu séu flugufregnir, sem stjómin í Saigon kemur á kreik til að efla samstöðu og vamir gegn komm- únistum, en einnig er nú talið, að kommúnistar hafi ekki haft bolmagn til slíkra árása, þar sem hersveitir Norður-Víetnama, sem sendar hafa verið inn í landið hafa orðið fyrir mjög miklu manntjóni á öllu þessu ári. Til dæmis um veikleika kommúnista er það, að áður var álitið, að Vietcong-menn myndu ekki vilja setjast að samninga- borði nema á öldufaldi nýrra hemaðarsigra í landinu. Nú hafa þeir komið til samninga og er aðstaða þeirra lakari en ætla mætti eftir þeim sigurorðum, sem þeir reyna að stappa í sig stálinu með. Þorsteinn Thorarensen. Hallbergur Hallmundsson Haustmál Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar og ber með sér sterkan persónulegan svip. Kvæði hans sýna glögglega, að hann er > í senn heimsborgari og traustur íslend- , ingur mötaður af gamalli minningu og . bundinn ströngum aga um málfar og stfl. ALMENNA BÚKAFÉLAGIÐ NÝ LJÓÐABÓK Verð til félagsmanna er kr. 135,00. Jón úr Vör Mjallhvítarkistan Mjallhvítarkistan er verk fullþroska skálds og kannski umfram allar .aðrar bækur höfundarins, mótuö af sterkri innri lífsreynslu. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.