Vísir - 16.12.1968, Side 1

Vísir - 16.12.1968, Side 1
Ménwlwfmr 16. desember 7*96*8 BLAÐ 11 FOSSVOGSHVERFI Tjað vita allir, sem komu ná- lægt uppbyggingu Fossvogs hverfisins eins og það er nú, að hverfið er að mörgu leyti mikil nýjung hér á landi. Þar til kemur bæði, hvemig það er byggt upp og hvemig það var skipulagt. Þegar lóðum í hverf inu var úthlutað, var við það miðað, að einstaklingamir gætu byggt upp hús sín frá grunni og myndað með sér mörg lítil samtök um smíði húsanna, t. d. um smíði eins stigahúss i blokk, nokkurra raðhúsa í röð eða eitt og eitt fjölbýlishús. Byggingar- einingar vom yfirleitt eins litl- ar og húsagerðirnar gáfu frek- ast tilefni til. Það er óhætt að fullyrða, að tilraun þessi hafi gefizt mjag vel. Hverfið var byggt upp af miklum eldmóði og bjartsýni. T. d. náðist 1 nokkmm tilvik- um mikill byggingarhraði. Fyrstu ibúarnir fluttu í hverfið aðeins hálfu ári eftir að fyrstu grunnarnir vom teknir. Það er athyglisvert hve mik- illi hagkvæmni hefur verið hægt að koma við í mörgum tilvik- um viö smíði húsanna þarna i hverfinu, en allmörg dæmi munu vera til um mjög lágan bygg- ingarkostnað án þess að það Rætf við Manfreb Vilhjálmsson, arkitekt, um skipu/agningu hverfisins komi niður á gæðum fbúðanna. Eigendur hafa lagt mikla vinnu í fbúðir sínar, en það hefur veru lega vegið upp á móti þeim erf- iðleikum, sem hafa verið því samfara að afla fjármagns í íbúðabyggingar að undanförnu. Að vísu em nokkur dæmi um, að byggingarstarfsemin hafi stöðvazt, én ekki eins mörg og efnahagsástand undanfarins árs gefur tilefni til. Þar sem Vísir hefur orðið þess var, að allmargir íbúar hverfisins gera sér ekki grein fyrir því hvemig hverfið muni verða, þegar það er fullbyggt, þ. e. hvar hin ýmsu þjónustu- fyrirtæki verða staðsett (verzl- anir, skólar o. s. frv.) né hvern ig gengið verður frá opnum svæðum í hverfinu, leitaði blað ið til Manfreös Vilhjálmssonar, eins af þremur arkitektum, sem var falið að skipuleggja hverfið. Fossvogssvæðið þótti eitt eftirsóknarverðasta svæöi borg arinnar til byggingar, sem leiddi til þess að borgarstjóm efndi til hugmyndasamkeppni milli arkitekta á Norðurlöndum um það, hvernig þetta svæði yrði bezt notað til íbúðabygg- inga. Fram komu margar hug- myndir meðal annars um hús svo talin ein og hálf hæð. Þessi gerö húsa virtist henta vel brekk unni. Hún getur skapað skjól, útsýni og umráð vfir smágarði. Sumar tillögurnar voru ekki alls kostar raunhæfar. Þær gerðu ráð fyrir stórum heildum þar sem framkvæmdir væru á hendi eins byggingaraðila. Með reynslu samkeppninnar í huga var ákveöið að byggja þarna stuttar íbúðasamstæður, svipað og til þessa í borginni. Ein þeirra samkeppnisúr- lausna, sem einna helzt nálguð- ust þessi sjónarmið, var frá Manfreð og Gunnlaugi Hall- dórssyni. Þeir voru því fengnir til þess að vinna frekar að skipu lagi svæðisins ásamt félaga sín- um, Guðmundi Kr. Kristins- syni. Það meginsjónarmið ríkti viö skipulagningu hverfisins að halda gangandi og akandi um- ferð í hverfinu aðskildum, sagði Manfreð. Þaö er orðin viðtekin skoðun í skipulagi um allan heim að þetta sjónarmið eigi að vera ein veigamesta forsend- an, en þetta er fyrsta hverfið á Seltjarnamesinu fyrir vestan Elliðaár þar 'sem þetta er fram- kvæmt. Árbæjarhverfið, sem var skipulagt um sama leyti, >- 14. síða. 1

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.