Vísir - 16.12.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 16.12.1968, Blaðsíða 5
( V1SIR . Mánudagur 16. desember 1968. 17 ■Listir-Bækur-Menningarmál- Jón Hjartarson skrifar bókmenntagagnrýni: Alþýðleg fræðimennska 94Mi Guðlaugur Guðmundsson Reynistaðabræður 139 Ws. Tjað má kalla í nokkuð ráöizt, að fjalla á nýjan leik um örlög Reynistaðarbræðra. Svo margt hefur verið um þá atburði ritað, bæði í ljóðum og lausu máli, að erfitt mun að bæta um betur. Það er því engin furða, þótt Guðlaugur Guðmundsson fari að öllu með gát, þegar hann tekst á hendur að skrifa sögu þeirra vá legu atburða, sem gðrðust á 'Kili árið 1780. Hann kannar vel stað háttu, gerir sér ferð inn á Kjöl til þess að skoða Beinhól, tínir til allar munnmælasögur um ferðir þeirra félaga, sem kostur er á, flettir upp í veðurbókum og tínir til fleiri heimildir. Hann rekur stuttlega sögu þeirra félaga, Reynistaðar- bræðra og Jóns Austmanns í upphafi sögunnar og hnýtir aft an við hana ættartali Reynistaö arbræðra. Höfundurinn víkur hvergi frá staðreyndum í frásögninni, þar sem þær er á annað borð aö hafa. Hann rekur nákvæmlega ferðir þeirra félaga og fjárkaup á Suðurlandi, staldrar við ýms- ar sagnir, sem þar hafa geymzt. Þessum sögnum fylgir jafna römm forlagatrú. Fólk þykist sjá fyrir váleg örlög þeirra og sjálfir renna þeir grun í, hvað verða vill. Einkum er það Einar litli, sonur klausturhaldarans á Reynistað, sem finnur á sér hvílíkt feigðarflan þeir eru að leggja út í. — En ekkert tjóir að letja þá fararinnar. Þeir leggja upp á hálendið í fylgd Sunnlendinga meö feigðarspá. Frásögnin er að sjálfsögðu nokkuð bundin af þessum munn mælasögum. Höfundi er annt um að lýsa staöháttum sem ná kvæmast, kennileitum á leið þeirra og umhverfi. Verður því sagan dálítið annálsleg, en þó aldrei beinlínis þurr. Höfundur gætir þess jafna að krydda hana með líflegum lýsingum. Honum er vel sýnt um að lýsa dýrunum, kindum, hundi og hesti..— Nátt- úrulýsingar hans eru jafna trú- verðugar og aldrei yfirdrifpar. Og hann talar um veðrið eins og glöggur bóndi. Sagan er þrátt fyrir allt hvað líflegust á meöan höfundurinn gétur stuðzt við staðreyndir og munnmælasögurnar. Þegar þeim sleppir, verður hún öll iausari í reipunum. Mikið af endurtekn ingum lopinn teygöur. Það er eins og höfundurinn þori ekki almennilega að magna söguna neinum skáldskap nema þá rétt að geta í eyðurnar. En öll er frá sögnin sennileg, eins eftir að staðreyndunum sleppir. Bók þessi um Reynistaðar- bræöur er öilu frempr rituð af alþýðlegri fræðimennsKu en skáldlegu innsæi. Hún er ekki rishátt verk ^n vandað. Höf- undur er sjálfum sér trúr allt frá upphafi, heldur sig við jörö ina ef svo má segja, en leyfir sér hvergi að láta gamminn geisa. Hann er einlægur og traustur f frásögn sinni. Þessi bók er á ýmsan hátt vandaðri en hliðstæð rit um al- þýðlegan fróöleik, bæði hvað snertir meðferð söguefnis og frá gang allan. Hitt er svo annað mál, hvaða erindi þessi bók á til fólks. Hún varpar ekki neinni nýrri birtu yfir þessa atburði, svo heitið geti. Hún er öll þar sem hún er sögð, staöreyndir og sennilegar tilgátur um afdrif Reynistaðar- bræðra. — Maður hefði haldið að þessir -atburðir væru upplagt efni í dramatískt skáldverk. Ó- víst er hins vegar að fróðleiks- þyrstir lesendur hefðu sætt sig við slíka meðferö þessa efnis. Hér hafa þéir bók, sem hægt er að reiða sig nokkurn veginn á og sætta sig við. Jólaglansmyndir á jólakort LATR LANDGRÆÐSLUSJÓDS eru komin — Salan er hafin AÐALÚTSÖLUR LAUGAVEGI 7 OG FOSSVOGSBLETTI 1. Iðnaðarhúsnæði sem er á byrjunarstigi. Þeir, sem óska eftir að eignast hluta úr iðnaðarhúsnæði (um 1000 ferm.), sem er á mjög góðum stað, sendi nöfn og símanúmer til augl.d. Vísis fyrir n.k. laug- ardag merkt „Bðnaður — 909“ Aðrir útsölustaðir í Reykjavík: Vesturgata 6 Hornið Birkimelur — Hringbraut Við Seglagerðina Ægi, Grandagaröi Bankastræti 2 Laugavegi 54 Laugavegi 63 Jólabasarinn, Þverholti 5 Við Miklatorg, Eskihlíð A — Hagkaup Verzl. Krónan, Mávahlíð 25 Blómabúðin Runni, Hrísateig 1 Verzl. Nóatún, Nóatúni Erikablóm, Miðbær — Háaleitisbraut Háaleitisbraut 68 Grænmetismarkaöurinn, Síöumúla 24 Við íþróttaleikvanginn í Laugardal Blóm og grænmeti, Langholtsvegi 126 Borgarkjör, Grensásvegi 26 Viö Bústaðakirkju, Tunguvegi Árbæjarblómið ' Heimakjör, Breiðholti. í Kópavogi: Gróðrarstöðin Birkimel v/Nýbýlaveg Meltröð 8 Blómaskáíinn, Nýbýlav.-Kársnesbr. Víghólastígur 24. Birgðastöð Fossvogsbletti 1 Símar 40-300 og 40313. Greinar seldar á öllum útsólustöðum AÐEINS FYRSTA FLOKKS VARA John leCarré: LAUNRAÐ um LA6NÆTTI JOHN LE CARRÉ sýnir enn einu sinni í þessari bók, að hann er snillingur, og George Smiley mun sannfœra lesendur urn það enn einu sinni, að hann er með slyngustu söguhetjum, sem unnt er að kynnast. JOHN LE CARRÉ er höfundur metsöluhókanna: NJÖSNARiNN, SEM KOM INN ÚR KULDANUM og NJÓSNARINN í ÞOKUNNI. Bókaútgáfan VÖRÐUFELL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.