Vísir - 16.12.1968, Side 6

Vísir - 16.12.1968, Side 6
V í S IR . Mánudagur 16. desember 1968. 18 MM —Listir -Bækur -Menningarmáí- y Jón Hjartarson skrifar bókmenntagagnrýni: TEYGÐUR LOPINN Guðmundur Frímann Stúlkan úr Svartaskógi. Skáldsaga 207 bls. Útg. Ægisútgáfan. P uðmundur Frímann hefur ver ið ið:nn við skriftir síð- ustu árin éftir langt hlé, en hann vakti fyrst athygli á sér fyrir ljóðasmíð á kreppuárunum og þótti sumt dágott eftir hann, þótt aldrei kæmist hann á bekk með stórskáldum. Guömundur hefur sent frá sér nokkur smásagnasöfn núna sein ustu árin og í ár kemur út hans fyrsta langa skáldsaga. Stúlkan úr Svartaskógi ger- ist til sveita, líklega einhvern tíma um það leyti, sem stríöinu er að ljúka, þegar vélmenningin er að hefja innreið sína í sveit imar. Sonur bóndans i Hamra- koti, tvítugur rumur, tekur skyndilega að kenna manndóms síns, hamast við búverkin og oyggir framtíöaráætlanir, sem ofbjóða karli föður hans. — Og svo pantar hann sér kaupakonu, þýzka. Þá fer heldur betur að færast líf i tuskumar. Hún er rétt eins og goðinborin dís. All ir strákamir í sveitinni verða vitlausir í henni. Þar kemur þó svo aö hún leiðir Bokka bónda son í hjónasængina. Hann bygg- ir sér hús. Og í þessu húsi fokheldu standa þau skötuhjúin í sögulok. Allt er í lukkunnar velstandi, erfingi í vændum og hamingjan í framtíðinni. í flestöllum svona ástarsög- um kemur upp eitthvert ógur- legt vandamál, sem elskendum- ir verða að yfirstfga til þess að geta notizt. — Hér er ekkert slíkt vandamál. Þetta rennur allt farsællega beint inn í höfn hjónabandsins og allir em á- nægöir með alla. — Illugi karl- sauðurinn er að vísu eitthvað að hnusa, líkast til af öfund út í soninn. Allt er þetta gott og blessað, en boðskapurinn í sögunni er ekki skóbótarvirði. Og það er svo sem afsakanlegt. Efnisþráö urinn er næsta einfaldur og margspunninn í ótal skáldsagna tilbrigðum seinni ára. —Það undrar mann hversu hægt er að skrifa svo langt mál um ekki meira efni. — Höfundurinn spinnur upp langar hugrenning- ar, sem hann lætur gera sig I persónunum til skiptis. Oftast þó í Illuga bónda f Hamra- koti. Oftast er hann að þmgla um vitleysuna í imga fólkinu. Slíkt er ekki heldur neitt nýtt af nálinni. Hins vegar býr höf- undurinn yfir sérvizkulegu orða lagi, sem oft á tíðum er skemmtilegt. En víða er frásögn in langdregin og þreytandi. Að lestrinum loknum veit maður ekkert hvað höfundurinn er að vilja með þessari sögu sinni, nema þá ef vera skyldi að skemmta lesendum sfnum. Rómantískir ástarleikir í sög- unni eru kannski til þess falln ir m.a. Spennandi getur sagan þö naumast kailazt, til þess er lopinn of teygður. Höfundur er þarna að tyggja margtuggna tuggu. Það er mergurinn máls- ins. Það ætti höfundur að taka til greina, ef hann heldur á- fram sagnasmíð sinni. Er þá kannski ekki fráleitt, að honum tækist aö reka saman þokka- legri skáldsögu. Frágangur bókarinnar er hvorki vandaöri né óvandaðri en gerist og gengur I útgáfu hér á landi. Fullmikið er þó um 6- þarfar villur og svo ambögur I máli, sem auðveldlega hefði mátt snfða af. — Ósmekklegust er þó baksíða þessarar bókar, þar sem snúizt er við óvæginni gagnrýni af bamalegum of- stopa. GÓLFTEPPAHREINSUN HÚSGAGNAHREINSUN Söluumboð fyrir; VEFARANN rEPPAHREINSUNIN BOIHOITI í Simar: 3S607 4123) ■ 34005 ** Við ryðverjum ullur tegundðr bifreiðu — FIAT-verkstæðið Látið okkur gufuþvo mótor bifreiðarinnar! Látið okkur gufubotnþvo bifreiðina! Látið okkur botnryðverja biíreiðina! Látið okkur alryðverja bifreiðina! Við ryðverjum með því efni sem þér sjálfir óskið. Hringið og spyrjið hvað það kostar, áður en þér ákveðið yður. FIAT-umboðið Laugavegi 178. Sími 3-12-40. / Félagsmenn sem greiða árgjald a) eða b) velja sér tvær eða fjórar af þessum bókum. Auk þess fá allir félagsmenn í kaupbæti nýtt hefti af bókaflokknum Myndlist: Paul Gauguin (kemur út í marz). Þeir sem kjósa bækumar bundnar þurfa að greiða aukagjald fyrir bandið, en bækur 5)—6) og myndlistarbókin verða aðeins heftar. Með því að reikna tímaritið sem eina bók kostar hver bók' (óbundin) félagsmenn tæpar 217 krónur ef þeir greiða ár- gjald a), 200 krónur ef þeir greiða árgjald b) og.aðeins 183 krónur ef þeir greiða árgjald c), og er þá myndlistarbókin ótalin. Verðið fer því lækkandi eftir því sem teknar eru fleiri bækur. Félagsliækur á árinu eru þessar: 1) Jarðfrœði, eftir Þorleif Einarsson. 2) VIðreistt í WadUöpiny, skáldsaga eftir Hjalmar Bergman, þýdd af Nirði P. Njarðvík. 3) ttm íslenzhar fomsögur, eftir Sigurð Nordal. 4) Sjödœgra, eftir Jóhannes úr Köthim. 5—6) „Pappírskiljur“ 1.—2. Bandaríkín og þriðji heimurittn eftir David Horowitz, Inngangur að félagsfræði eftir Peter L. Berger. Þrennskonpr árgjald sem félagsmenn geta valið um: a) Kr. 650,00: fyrir það fá félagsmenn Tímarit Máls og menningar ,og tvœr bækur. b) Kr. 1.000,00: fyrir það fá félagsmenn Tímaritið og fjórar bækur. c) Kr. 1.280,00: fyrir það fá félagsmenn Tímaritið og sex bækur. ITOI MAL OG V MENNING M Laugavegi 18 argus auglýsingastofa

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.