Vísir - 16.12.1968, Síða 7
V í SIR . Mánudagur 16. desember 1968.
1 9
*
Jjað er áliðið kvðlds. Hiónin á
Helgafelli, hinum sögufræga
stað, hvar talið er víst, að Guð-
rún Ósvífursdóttir hafi beinin
borið, taka það ekki illa upp
eða telja til skorts á háttvísi
þótt okkur beri þar seint að
garði: Síðast, þegar ég lagði
þangað leið mina, mim ég hafa
staðið um klukkan átta á hvfta
sunnudagsmorgni á efstu snös
fellsins helga eftir að hafa fylgt
settum reglum um uppgöngu.
— — — Hinrik bóndi Jó-
hannsson er þrem árrnn betur
en sextugur, fæddur í Drápu-
hlíð 1905. Það býli er nú í eyði.
Foreldrar hans voru Jóhann
Magnússon og Ingibjörg Þor-
steinsdóttir. Hún var ættuð úr
HúnaþingL Faðir hennar Þor-
steinn Bergmann Arason frá Þor
kelshóli í Vestur-Húnavatns-
sýslu, flutti þaðan að Hrafna-
björgum i Hörðudal í Dalasýslu
og svo þaðan út 1 Helgafells-
cvétt.
fjegar ég var tveggja ára
fluttu foreldrar mínir frá
Drápuhlíð að Hofsstöðum og
þar ólst ég upp.
Meðan ég var innan við ferm
ingaraldur var búskapur rekinn
að fyrri tíma hætti, pállinn og
rekan helztu jarðyrkjuverkfær-
in. Víðast voru híbýli manna
torfbæir, þó var komið timbur
hús hér á Helgafelli og einu eða
tveim býlum öðrum.
Föður minn missti ég ungur
og var eftir það hjá móður
minni, yngstur 13 systkina, þar
til um fermingu, þá fór ég að
vinna fyrir mér.
Á kreppuárunum eftir 1930,
vildi ég stofna heimili en það
var ekki auðvelt. Fé var hvergi
að fá, og vinnumennskan gaf
ekki mikla möguleika til fjár-
munamyndunar.
Áriö 1933 kvæntist ég Ragn-
heiði Þorgeirsdóttur á Helga-
felli. Þorgeir haföi búið þar á-
samt konu sinni, Ingibjörgu
® VIÐTAL
DAGSINS
er við Hinrik Jóhanns-
son, bónda á
Helgafelli
Björnsdóttur, allan sinn búskap
og á undan honiun faðir hans
Jónas Sigurðsson. Þorgeir var
athafnamaður og bætti mjög
jörðina sérstaklega að húsa-
kosti. Stóðu byggingar hans
þangað til við Ragnheiður byrj-
uðum hér búskap 1936. Má vel
segja að það séu handaverk okk
ar og bama okkar sem hér gef
ur að líta.
Þegar við byrjuðum var bú-
stofninn ekki stór. Ég átti 19
kindur um vorið og um haustið
keyptum við kú.
— Og hvemig er þetta nú?
— Hér em nú 17 kýr og um
200 fjár. Handa þessum grip-
um fæst heyfóður af ræktuðu
landi.
— Helgafell er sögufrægur
staður. Mótast viðhorf ykkar
nokkuð af þvi?
Hinrik Jóhannsson bóndi og kona hans, Ragnheiður Þorgeirsdóttir.
augnamiði að ná silungi þang-
að. Eitthvað örlítið mun ganga
í vatnið en til engra nytja nú.
— Er harðviðrasamt hér á
Helgafelli?
—Ekki verður það sagt. —
Norðanáttin er mjög góð að
vetri til, eru hér oft svokölluð
veðramæti og því sjaldan mikl-
ar fannir í byggð. Vestan og
sunnanátt eru óhagstæðari.
Sumarlönd fyrir sauðfé era af
skornum skammti, því fjöll era
nakin hið efra. En meöan fé var
beitt, gátu talizt hér dágóðir
vetrarhagar.
— Og hvemig lítur þú svo til
yfirstand&ndi tíma?
jþað verður ekki á móti því
mælt að tækifæri era fleiri
nú en áður var. Grónir bændur
geta haft það gott, en byrjunin
er erfið. Menn gera miklar kröf
ur, leggja í miklar framkvæmd
ir og þurfa því að fá mikið. En
þótt nú sé óneitanlega hart í
ári og ýmsar blikur á lofti þá
hefur þjóðin komizt fram úr
meiri erfiðleikum en hún nú á
við að glíma.
Framtíðin veröur bezt tryggð
með samstöðu þjóðarinnar. Það
kann aldrei góðri lukku að stýra
I fótspor Snorra goða
Tjað má kannski segja, að fain
sögulega erfð hafi á ein-
hvem hátt tengt okkur sem hér
búum fastar við jörðina. Þó sér-
staklega konu mfna, er hér gekk
sín spor allt frá bemsku til
fullorðinsára. Þó mun hennar
tiyggð við staðinn fyrst og
fremst byggjast á þvf að hér
var heimili foreldra hennar og
einnig afa og ömmu.
Þó skipaðist svo á tímabili að
jörðin varð annarra eign en okk
ur tókst að fá hana aftur og
vona ég að okkar fólk megi i-
lengjast hér.
— Era ekki margar sagnir
bundnar þessum staö?
—Jú, eflaust er það og virö-
ist mörgum hugleikið að kynn
ast ýmsu hér. Ferðamanna-
straumur er mikill, og flestir
ganga hér á fellið.
— Er nú ekki að þessu tals-
verður átroðningur fyrir heim-
ilið?
—Þetta hefur sitt gildi, sér-
staklega síðan ég fór að slaka-
á og get gefið mér tlma til að
rabba. Það veitir mikinn fróðleik
og ánægju að hafa kynni af
fólki víða að.
— Það eru reglur um það
hvemig ganga skuli á fellið?
Já, fyrst er gengið að leiði
Guðrúnar Ósvífursdóttur,
sem er hér austan við bæinn,
rétt norðan kirkjugarðsins. Frá
því er gengið eftir mjóum stíg
sem liggur upp fellið meðfram
lægð, sem nefnd er Djúpidalur.
Á leiðinni má hvorki tala né líta
við. Þannig er gengið að grjót-
byrgi, sem er á háfellinu. Þar
staðnæmast menn og snúa and-
litinu f austur og bera fram ósk
sína.
Byrgi þetta er taliö vera hlaö
ið af Snorra goða.
Þegar þessari athöfn er lokið
geta menn ræðzt við og notið
útsýnis af fellinu, og er mál
vftt til allra átta, og er mál
sumra, sem þar hafa komið
enda þótt víðföralir séu, að
Helgafell sé einn fegursti sjón
arhóll á landi hér.
1 norðri og norðvestri sér tun
Brelóafjörð og yfir til Barða-
strandar, allt vestur að Skor og
Bjargtöngum. 1 austri inn til
Skarðsstrandar, Fellsstrandar
og Dala. Og svo í suður til Snæ
fellsnesfjallgarðsins, og ber þar
hæst Hreggnasa og Grfmsfjall.
— Veiztu til,að hreyft hafi
verið við leiöi Guðrúnar Ósvíf-
ursdóttur?
— Já, það var grafið í leiðið
rétt fyrir síðustu aldamót, þar
-fundust einhverjar minjar. —
Gröfin var svo hlaðin innan með
grjóti, sem tekið var úr fell-
inu og um búið vandlega. Síð-
an er leiðið friðlýst og óhreyft.
— Virðist þér þeir sem hér
koma vita mikiö um staðinn?
Cumir vita mikið, aðrir vilja
fræðast. Enn aðrir vita grát
lega lítið enda þótt menntamenn
kallist.
Margt ungt fólk, sem hér kem
ur virðist lfta á gönguna sem
mjög alvarlega og mikilsverða
athöfn, er það framkvæmir með
hátíðleik, jafnvel talsvert um-
fram eldra fólk.
Flestar hópferðir sem hér
koma og eins sumarleyfisfólk,
Iætur ekki hjá Ifða að ganga á
fellið.
— Eru engin eggver eða veiði
skapur sem tilheyrir Helga-
felli?
— Það hefur verið hér dálítið
æðarvarp, en það gengur mjög
til þurrðar og veldur þar mestu
ágangur veiðibjöllu.
Hér úr vatninu liggur lækur
sem sagt er að Sæmundur Hólm
haft látið grafa til sjávar í því
ef hver höndin er upp á móti
annnarri. Og nauðsynlegt fyrir
hvem og einn að gera sér Ijóst
að hann ber sinn hluta ábyrgðar
innar á ástandinu á hverjum
tfma sé hánn vaxinn til þátttöku
í þjóðmálum.
—Þú sagðir áðan Hinrik, að
þú byndir vonir við að þfnir arf
takar festu hér rætur. Telur þú
það vænlegt hlutskipti?
— Einn sonur okkar er farinn
að búa hér á móti okkur. Við
hugsum gott til þess og treyst-
um því að vel famist, og að f
framtfðinni verði einhvem að
hitta á Helgafelli, sem þar
heima geti rakiö ætt sína í
nokkra kynliði.
ÞJW.
Tveir eigendanna I nýju verzluninni að Laugavegi 10, Öli Bieltvedt og Hlöðver Vilhjálmsson.
Búðin er skreytt einkar haganiega af Guðbergi Auðunssyni, auglýsingateiknara, með ýms-
um frægum skemmtikröftum sjónvarpsins, — Virginíumaðurinn sést t.d. með fi þessarl mynd.
Fyrir nokkru opnaði ný sjón-
varpstækjaverzlun að Lauga-
vegi 10 í Reykjavík, Nesco. Eig
endur verzlunarinnar tjáðu
blaðamanni Vísis að þeir litu
björtum augum til framtíðar-
innar þrátt fyrir efnahagsvand-
ræðin, sem að steðja.
Verzlunin selur Kúba sjón-
varpstæki frá Þýzkaiandl, en
Generaí Electric mun vera eig-
andi þeirrar verksmiöju. Tækin
hafa verið seld talsvert hér á
landi að undanfömu einkum þó
norðanlands.
Kúba-sjónvarpstækin eru seld
að auki f Vfði, Laugavegi 166,
Raforku f, Austurstræti og í *
Sjónvarpshúsinu á Akureyri.