Alþýðublaðið - 14.01.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.01.1966, Blaðsíða 9
 m Nýr veitingasalur í Hótel Holti í gær var opnaður nýr veit- asalur í Reykjavík í Hótel Holti vlð Berg£.taðastræti, en hótelið er Við hliðina á og yfir hinni vel þekktu kjötbúð Síld og fiskur á sama stað. Eigandi beggja fyrir tækjanna er Þorvaldur Guðmunds son veitingamaður og kaupmaður m.m. Þorvaldur hefur rekið Hótel Holt nú í tæpt ár, eða frá 12. febrúar í fyrra, er Norðurlanda ráðsfulltrúar komu til Reykjavík ur í fyrra, og fengu inni í Holti Á þessu tímabili hefur gistirými nýtzt um 68%, en á hótelinu eru 36 gi tiherbergi með 64 rúmum. Herbergin eru ýmist eins eða tveggja manna og einnig er þarna „1« úffaravSta", eða íbúð, sem bæði hefur verið notuð af ný giftu fólki og eins af útlendum hjónum. Eins manns herbergin kosta 325 krónur yfir nóttina, en svítan, sem er dýrust kostar 980 krónur. Öll herbergin eru með salerni og baði, sima, útvarpi og möguleikum fyrir sjónvarpi. Þá er í hverju herbergi eitt eða fleiri málverk eftir íslenzka listamenn, allt frummyndir. Má þar nefna Þorvald Skúlason, Jóhannes Kjar- val, Gunnlaug Scheving o.fl. Á göngum eru höggmyndir og lág myndir eftir Ragnar Kjartansson í Glit, Hring Jóhannesson, Jón Benediktsson, Jón Gunnar Árna son ofl. Hinn nýji veitingasalur verður ásamt aðliggjandi vínstúku, opinn almenningi frá því á morgnana Framhald á 10. síffu. söfnunin styður einnig landa- fræðikunnáttu safnarans. Tökum t.d. þetta frímerki, sem við sjáum hér mynd af. Ef til vill tökum við fyrst eftir ártöl- unum 1815—1965. — Af þeim getur safriarinn ráðið, að merkið er gefið út til að minnast ein- hvers, er gerzt hefur fyrir 150 árum. Hvað myndi það vera? Jú, neðst á frímorkinu stendur: Orr ustan við New Orleans. Og sjálf myndin á merkinu er af hermönn um sem geysast fram með brugðn um bröndum. — Þá er að slá upp í sögu Bandaríkjamanna og stað- næmast við árið 1815. Styrjöldin 1812—1815 hefur oft verið nefnd annað frelsisstríð Bandaríkjanna og því lýkur einmitt með þessari orrpstu við New Orleans 1815. Bretar sóttu að borginni með átta þúsund manna liði, mest sjóliði. Hershöfðingi ameríkutnanna þarna var Andrew Jackson. Hann og liðsmenn hans veittu Bretum snarpa mótstöðu, þótt lið hans væri meir en helmingi færra að höfðatölu. Lokin urðu þau, að Bretar biðu mikinn ósigur og hörfuðu til skipa sinna eftir mik- ið mannfall. — Hið kynduga við þessa orrustu var það, að hún var í raun og veru óþörf með öllu. — Friðarsamningar höfðu nefnilega verið undirritaðir 15 dögum áður. Það gerðist í Ev- jrópu, en fjarskiptatæknin var' ekki eins hraðvirk þá, sem nú til dags. — J.ackson hershöfðingi varð, eftir þennan lokasigur eins konar þjóðhetja í Bandaríkj unum og 1828 var hann kosinn forseti. Hann gegndi því embætti tvö kjörtímabil. Framhald á 10 síffu. ÞAKJÁRN ÞAKPAPPI MÚRHÚÐUNARNET GLUGGAPLAST BÁRUPLAST SVARTUR SAUMUR GALV. SAUMUR BEYKIPARKET EIKARPARKET PARKETLÍM PARKETLAKK VIÐARÞILJUR EGILL ÁRNASON ’Slippfélagshúsinu. Símar 14310 - 20275. Kaupfélagsstjórastarfið viff Kaupfélagr Norffur-Þingeyinga, Kópaskeri, er laust til umsóknar og veitist frá 1. maí næstk. Umsóknir um starfiff ásamt upplýsingum um menníun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra S.Í.S., Gunnarí Grímssyni. Sam- bandshúsinu, fyrir 15. febrúar. STJÓRN KAUPFÉLAGS NORÐUR ÞINGEYINGA. • • A-0 Hvort sem nafnið á bílnum yðar byrjar á A eða Ö eða einhverjum staf þar á milli, þá framleiðum við áklæði á bílinn. Klæðum hurðarspjöld. Klæðum sæti. Sími 10659 — Hringbraut 121 Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f. h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógeta- úrskurði uppkveðnum 13. þ. m., verða lögtök látin fram fara fyrir vangreiddum útsvörum og kirkjugarðsgjöldum, álögðum við auka- álagningu í nóvembermánuði 1965, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, að átta dögum liðn- um frá birtingu þessarar auglýsingar verði gjöldin eigi 'að fullu greidd innan þess tíma. Yfirborgarfógeti'nn í Reykjavík, 13. jan. 1966. Kr. Kristjánsson. ÚTSALA á öllum KJÓLAEFNUM verzlunarinnar stendur yfir. Komið, skoðið og gerið góð kaup meðan úrvalið er mest. Verzlunin Dísafoss Grettisgötu 57. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. janúar 1966 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.