Alþýðublaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.01.1966, Blaðsíða 16
I! t mannlífs hér á jörðu er kyn j þáttavandamálið, sem á j grunnorsök í því, að skapar anum hefur láðst að gæða alla jarðarbúa litarhætti. Ég veit raunar ekki. hvort það er rétta orðið að segja láðst ! því að vafalítið hefur hann haft ákveðinn tilgang með | þessu, eins og öllum störf um sínum öðrum, trúlegast þá þann að veita meiri blæ brigðum í útlit manna með því að skifta um lit í pensli sínum annað kastið. . . Morgunblaðið. Þá er blessaður þorrinn í garð genginn og nú fer mað ur 'að éta þorramat hvenær sem maður getur. Allir íslend ingar éta þorramat af þv: að hann er svo gífurlega þjóð legur, en ætli það séu nema við gömlu mennirnir, sem étum hann af því að okkur þykir hann góður. . . Táningurinn.................. Og svo var það Óli litli sem kunni að telja og gerði það svona: Ein, tveir, þrír, fjórir, fimm, Anita Ekberg, sjö, átta, níu, tíu, . . . RITHÖFUNDAR þjóðarinnar héldu með sér fund nýlega og sam þykktu þar að framvegis skyldi enginn maður fá að lesa verk þeirra nema fyrir borgun. Hingað til hefur það verið mikið áhyggju- efni hugsandi mönnum á landinu, hvaða leiðir skyldu farnar til að fá landsmenn og þá sérstaklega æskulýðinn til þess yfirleitt að leggja það á sig að lesa bók- menntir, og nú hafa rithöfundarn- ir sem sagt fundið leiðina til þess. Menn skulu borga fyrir það væna fúlgu. En eins og allir vita, er það ætíð mest metið í þessu landi peningahyggjunnar, sem dýrast er, og þess vegna hlýtur þessi leið að vera vænleg til árangurs. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá, að sú bók getur verið vel les- andi fyrir fé, sem engin leið væri að líta á ókeypis. Annars samþykktu rithöfundarn- ir fleira á þessari ágætu samkomu sinni. Þeir samþykktu að skamma Kosygin, og er sízt vanþörf á, og þeir samþykktu að senda nýorðn- um verðlaunahöfundi sænskum heillaóskaskeyti. Sú samþykkt var þó ekki gerð alveg átakalaust, að því er blaðafregnir herma, og þykir því rétt að fara nokkrum fleirum orðum um það efni. Fyrir fáeinum árum komu Norð urlönd sér saman um það að velja tvo hina vitrustu menn úr hverju landi í nefnd, sem skyldi árlega úthluta verðlaunum fyrir beztu bókmenntaafrek síðasta árs. Þessi nefnd kom saman til fund- ar hér í Reykjavík fyrir fáeinum dögum, og ákvað þar <að veita sænsku Ijóðskáldi, Gunnai-i Ekelöf, verðlaunin. Um þetta mun að vísu hafa verið einhver ágreiningur í nefndinni, og er það ekki tiltöku- mál, því að aldrei hefur um það spurzt, að nefnd tíu vitringa gæti orðið á einu máli um nokkurn hlut. Venjan er sú, að niðurstöðurnar séu. jafnmargar nefndarmönnum. Að þessu sinni munu atkvæði þó ekki liafa fallið svo dreift, nema þá kannski í fyrstu lotu, og um úr- slitin var afl atkvæða látið skera, og sættu menn sig til þess að gera vel við niðurstöðuna,, því að vitringunum bar þó saman um, að Gunnar Ekelöf væri alls góðs mak- legur, þótt sumir vildu taka aðra liöfunda fram yfir hann. En á rithöfundafundinum um daginn kom á daginn að íslenzkir rithöfundar eru engan veginn sam mála vitringunum tíu Forráða- menn félagsins báru fram tillögu um, að Ekelöf yrði sent heilla- óskaskeyti, og gerðu að sjálfsögðu ráð fyrir að það yrði samþykkt orðalaust. En þar hafði þeim láðst að gæta þess, að rithöfundar eru sú stétt manna, sem lifir á orðum, og að sjálfsögðu þurftu félags- menn að leggja orð í belg um mál- ið. Það olli þó tiltölulega litlum ágreiningi, að skeytið skyldi sent, og kom það þó fram í umræðum, að Svíum væri alls ekki skeyti sendandi. Hins vegar olli það mikl- um og háværum deilum, hvort rétt væri að segja í skeytinu, að höfundurinn væri vel að verðlaun- unum kominn. Munu ýmsh’ rit- höfundar hafa verið þeirrar skoð- unar að réttast væri að sleppa því, enda mun þá höfunda hafa langað sjálfa í verðlaunin, þótt þeir væru satt að segja engu betur að þeim komnir en Ekelöf. Hins vegar sigr- uðu Svíavinirnir, svo að það fékk að fljóta með í skeytinu að verð- launin væru „valförtjánt”, og mun flestum hafa líkað þag vel, nema leiðarahöfundi Tímans sem fann Ekelöf það til foráttu ekki alls fyrir löngu, að hann væri ekki þingeyskur að kyni. Og má vel vera rétt að það sé mikil vöntun einum manni, ef hann er þá ekki skagfirzkur sem bætir nokkuð úr skák. En Ekelöf er hvorugt. Annars vakti það nokkra athygli á þessum fundi að samþykktin um peningamálin var gerð tiltölulega umræðulítið en hins vegar var fram og aftur klukkutímunum saman. Sannar það þá kenningu, sem sá ágæti maður Parkinson kom einu sinni fram með, að því mciri umræður fara fram um eitt mál á fundum, sem það er ómerk- ara. Hann nefnir sem dæmi, að nefnd, ríkisstjórn eða bæjarstjórn eða einhver önnur yfirvöld, geta samþykkt í einu hljóði að verja tugmilljónum eða meiru í einhverj ar atómframkvæmdir, en hins veg- ar getur sama stjórnin þvargað skuli einhver útgjöld úr kr. 5,25 í kr. 5,55. Trúlega er þessu eitt- hvað svipað farið hjá rithöfund- unum okkar. Þeir ræða ekki það, sem skiptir mestu, því að það skilja þeir ekki, heldur eyða tím- anum í að þvarga um hitt, se.m þeir skilja, upphefð og ytri frama. P.S. Væri ekki annars ráð, að ritliöfundar fengju borgað fyrir bókasafnalán eftir orðafjölda bók- anna. Þá mundu nú sumir þeirra aldeilis maka krókinn. Góða nótt, gamli vinur.. . Komdu fljótt aft. . . Hann lærir aldrei að slappa af!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.