Alþýðublaðið - 22.01.1966, Qupperneq 7
Kóleran
breiðist út
KÓLERUTEGUNDIN EL TOR
Eeni er náskj'ld hinni sígildu kól-
eru, breiddist út til vesturs árið
1965. Upp komu faraldrar í Af-
ganistan, Nepal, íran, Sovétríkj-
unura og á Filippseyjum, sam-
kvæmt upplýsingum frá Alþjóða-
heilbrigðismálastofnuninni (W-
HO). Stofnunin hefur þegar kom-
ið upp tilraunastofum og rann-
sóknamiðstöðvum til að berjast við
þennan vágest.
Frá því að WHO hóf skipulega
baráttu til að vinna bug á bólu-
sótt árið 1959 hefur hún verið
fullkomlega upprætt í 12 löndum.
Enn er hún samt útbreidd í Asíu,
Afríku og — í minna umfangi —- í
Rómönsku Ameríku. Samkvæmt
litreikningum stofnunarinnar á að
vera hægt að útrýma henni með
öllu á næstu tíu árum, og myndi
það kosta um það bil 30 milljónir
dollara (um 1300 millj. ísl. kr.).
56 af hundraði íbúanna í þeim
heimshlutum, sem ógnað er af
kóleru, eru nú ónæmir fyrir sjúk-
dóminwm, og WHO heldur áfram
baráttunni í 29 löndum, þar af
15 Afríkulöndum.
Að því er tekur til krabbameins,
beindist starfsemi Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar á árinu
1965 fyrst og fremst að
læknismeðferð og leiðum til að
hafa eftirlit með og. koma í veg
fyrir smit. Stofnunin ákvað á ár-
inu að setja upp alþjóðamiðstöð
krabbameinsrannsókna, sem hefur
aðalaðsetur í Lyon.
Meðlimatala Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar fór upp í 125
ríki á árinu 1965, en af þeim
eru þrjú aukameðlimir.
Nýlega breyttist sorg í
gleði á heimili dýralæknis
nokkurs í Danmörku, þegar
átta mánaða gömul úlfynja
kom heim einum sólarhring
eftir að hún hafði strokið
að heiman. Fjölskyldan
hafði leitað allan dag
inn að sínu óvenjulega hús-
dýri. En úlfynjan sneri sjálf
heim eftir einn sólarhring,
hefur sjálfsagt haft heimþrá
og séð eftir öllu saman. Börn
in á heimilinu voru mjög
glöð að fá leikfélagann sinn
aftur heim, og sést einn son
urinn á heimilinu, Henning,
10 ára hér á myndinni með
Lobu úlfynju.
WWWWMMMWtVWWMtW
Evrópa
háðari
EVRÓPA verður æ háðari skóg-
arafurðum frá öðrum löndum, —
einkum frá Sovétríkjunum og
Kanada. Á árinu 1964 kom t. d.
frá Sovétríkjunum yfir helming-
urinn af öllum námustólpum, ná-
lega þriðjungur hins sagaða trés,
rúmur þriðjungur trjákvoðunnar
og sjötti hluti krossviðarins, sem
Evrópuríkin fluttu inn.
Þessar upplýsingar er að finna
í nýútkomnu yfirliti yfir trjá-
vörumarkaðinn, sem Efnahags-
nefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir
Evrópu (ECE) gefur út árlega.
Sovézkt met.
Útflutningur Sovétrikjanna á
verður stöðugt
rússnesku tré
söguðum trjáviði var meiri á ár-
inu 1964 en nokkru sinni fyrr.
40 af hundraði þeirrar aukning-
ar, sem varð á innflutningi Ev-
rópuríkjanna, komu frá Sovétríkj-
unum, og komu 28 af hundraði
aukningarinnar í hlut Bretlands
eins.
Skógarhögg í Evrópu jókst ein-
ungis um 4 af hundraði milli 1960
og 1964. Samtímis jókst innflutn-
ingurinn um 63 af hundraði. En
þó að þessar tölur gefi líka til
kynna vaxandi innflutning, er sann
leikurinn sá, að innflutningurinn
nemur aðeins 4 af hundraði þess
magns sem þörf er fyrir í iðnað-
inum.
FRÍMERKJAÞÁTTUR
Flestar póststjórnir hinna ýmsu
landa heims athuga vel prófark
ir og myndamót frímerkja sinna,
áður en prentun hefst og dreifing.
Póststjórnirnar vita nefnilega vel
um það, að strax og frímerkin
hefja ferðir sínar á blöðum og
bréfum út um v:'ða veröld, eru þau
komin undir smásjá frímerkja
safnara í bókstaflegri merkingu.
Flver prentvilla á einstökum merkj
um í örkunum er skrásett og sé
um meiriháttar mistök að ræða
má vænta skarprar ádeilu. Það
var einmitt þetta, sem Austur-
þýzka póststjórnin varð fyrir árið
1956. Það voru liðin 100 ár frá
dauða hins fræga tónskálds. Rob
erts Schumanns, og vildu yfirvöld
landsins heiðra minningu hans
með frímerkjaútgáfu. Góður teikn
ari var fenginn til þess áð gera
mynd af væntanlegu frímerki.
Hann fékk sér mynd af tónskáld
inu og handskrifað nótnablað, sem
hann hugðist nota sem bakgrunn.
Teiknarinn afhenti póststjórninni
tillöguuppdrátt sinn og var gerð
frímerkisins samþykkt af öllum
þeim aðilum, sem um þetta máí
fjölluðu. Myndamótið var gert og
merkið prentað í tæka tíð. Út-
gáfudagur var auglýstur og frí
merkið selt á öllum frímerkjaút
sölustöðum. Þá byrjaði ballið.
Strax dagana næstu á eftir út
gáfu merkis þessa byrjuðu blaða
s'krif bæði frímerkjasafnara og
tónlistarmanna. Hvað meinti póst
stjórnin með því að gefa út frí
merki með mynd af Schumann og
til minningar um hann, en hafa
svo laglínur eftir Schubert! Blöðin
tóku í sama streng, þau vildu fá
að vita, livort um mistök væri að
ræða, eða hvort einhver önnur
orsök væri til þess, að Schumann
væri eignað tónverk Séhúberts,
en tónverkið, sem á frímerkinu
var bak við mynd Schumanns,
voru laglinur við ljóð eftir Goethe,
sem heitir „Wanderers Nachtiled"
Blöðin voru óspör á glósur til
píststjórnarinnar um ósöngvísi
og fleira í þeim dúr. Væri um
mistök að ræða vildu menn ia
fram hver hinn seki væri. Starfs
menn póstmálaskrifstofunnar 1
Austur-Berlín urðu dálítið tauga
óstyrkir og var ýmsu kennt. um,
þessi mistök í útgáfu frímerkj
anna. Fljótlega kom tilkynning
um að frímerki þessi skyldu inn
kölluð. Því næst var í blaðaskrif
Um skuldinni skellt á sérstakan
fulltrúa í póstmálaráðuneytinu.
Hann var sakaður um ,ónákvæmni‘
í vali tónverks þess er á frímerk
inu átti að vera. Áð síðustu kom
svo tilkynning um útgáfu nýrra
Schumannsfrímerkja með réttum
nótum.
Þetta frímerki, sem uppnómi
þessu olli, varð fljótlega mjög
eftirsótt af frímerkjasöfnurum
og er án efa vinsælasta safnara
merkið, sem út hefur komið í Aust
ur-Þýzkalandi síðan 1956.
Róbert A. Schumann var uppi
á árunum 1810—1856. Hann var
mjög mikilvirkur tónsmíðahöfund
ur, og hefði vafalaúst orðið píanó
snillingur, en vegna slyss varð
honum einn fingur ónothæfur.
Snérj hann sér þá að fiðluleik
og tónlistarkennslu. Kona hans
var Clara Wieck, frægur pjanóleik,
ari.
Aukin framleiffsla á plötum úr
viðarteegjum.
Eitt helzta sérkennið á markaði
skógarafurða á árinu 1964 og
fyrra árshelmingi 1965 var hjn
aukna framleiðsla á plötum ú)>*
viðartægjum og verzlunin með
þær. Einkanlega er það í lönduní
Austur-Evrópu sem þessar plöfcur
og aðrar svipaðar eru notaðar í æ
ríkara mæli í staðinn fyrir tré.
í yfirlitinu er einnig mat á
markaðshorfum framtíðarinnar.
Það hefur verið gert af Matvæla-
og landbúnaðarstofnuninni (FAO)
í samvinnu við timburnefnd ECE.
A Iþjóffaflugmálastofnunin (ICAO )
tilkynnir, að á árinu 1965 hafi öll
met í sögu flugsins verið slegin.
Farþegátala þeirra flugfélaga,
sem halda uppi áætlunarflugi, var
180 milljónir, og nemur aukning-
in frá íyrra ári 16 af hundraði.
Vöruflutningar með flugvélufa
jukust einnig um 25 af hundraði,
og fjöldi flugtíma jókst um 11
af hundraði. '{
Eftir fimmtánda aðalfund stoíri-
unarinnar voru nýir meðliœir.
kjörnir í ICAO-ráðið, og af Norð-
urlandaþjóðum eiga Svíar- i'uíl-
trúa i því. Meðlimatalan fór upþ
í 110 lönd á árínu. j\
Vfnnuvélar
tH leigu. %
Lelgjum út pússninga-stevpp
nrærivélBr og hjólbörur.
Rafknúnir grjót- og múrbamr^
með bornm oer fleygrum.
Steinborvélar — Víbratorar*
fatnsdælur o. m.fí.
TÆIGAN
Sfm! 23480.
S.F.
22: janúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^