Alþýðublaðið - 26.01.1966, Page 15

Alþýðublaðið - 26.01.1966, Page 15
Bæjarstjórn Framhald af 6. síðu hann fékk útmælda 1787. Þar væru nú komnar 5 verzlanir í stað 3ja áður, og tuttugu íveruhús með 34 fjölskyldum og 214 manns.. Orðrétt segir í bænaskránni að lokum: „Að innbúar verzlunarstaðar- ins geti borið sig sem félag sér virðist meðfylgjandi útdráttur af hreppsbókinni að bera með sér, hvar sameiginlegar útgiftir hrepps- ins í sex ár hafa að meðaltali ver- ið 70 vættir 28 fiskar, og inngjöld frá verzlunarstaðnum 40 vættir 20 fiskar.” . Bænaskráin var undirrituð nöfn um 29 karla og 5 kvenna og send Jóni Sigurðssyni, alþingismanni ísfirðinga og fékk hann Halldór Kr. Friðríksson til að flytja málið á Alþingi 1863, þar eð hann gat þá ekki sjálfur mætt þar. Afgreiddi Alþingi málið í bæn arskrárformi til konungs, og féllst hann á, að það skyldi ná fram að ganga þann 23. okt. 1863. Var amt manninum í vesturamtinu falið að annast framkvæmdir. Skyldu íbú- ar Eyrarhrepps kvaddir saman til fundar og málið allt reifað fyrir þeim. Að því loknu skyldi velja sex manna nefnd til þess að semja reglugerð um bæjarstjórn á ísa- firði og stofnuð byggingarnefndar. Skyldi þessi nefnd hafa til hlið- sjónar reglugerðir varðandi Akur- eyri frá 6. jan. 1857 og 29. ágúst 1862, en þá hafði verið komið þar á byggingarnefnd og bæjarstjórn. Þegar Alþingi kom saman 1. júlf 1865 var öllum undirbúningi Iokið og stjórnarfrumvarp til reglu gerðar um verzlunarstaðinn ísa- fjörð kaupstað og um stjórn bæjarmálefna þar og frumvarp til opins bréfs um að stofna bygg- ingarnefnd á kaupstaðnum ísafirði voru lögð fyrir þingið. Þeir Jón Sigurðsson og Halldór Friðriksson sendu konungi álits- gjörð um reglugerðina. Böktu þeir sögu málsins enn og meðferð þess á Alþingi og skýrðu síðan frá því, að þingið beiddist þess, að frv. fengi lagagildi. Það dróst þó til 26. janúar 1866, að Kristján konungur 9. stað- festi reglugjörðina og gaf út opið bréf um byggingarnefnd á ísafirði. Þess vegna er dagurinn í dag tal- inn eitthundraðasti afmælisdagur bæjarstjórnar ísafjarðar. Það gerist margt og breytist á skemmri tíma en 100 árum, en þeg ar gerðir þeirra manna, er stóðu að stofnun þessa bæjarfélags, eru skoðaðar í Ijósi sögunnar, þá er ótvírætt, að þeir hafa með gjörð- um sínum lagt traustan grundvöll að því, sem síðar hefir orðið. Þeir voru bjartsýnir og stórhuga, og gerðu sér ljósa þá ábyrgð, sem á þeim hvíldi. Þingmaður kjördæm- isins á þeim tíma, Jón Sigurðsson forseti, fylgdist vel með framför- unum hér, og tvímælalaust gætir á hrifa hans í ýmsu sem fram fór. Og hann var hreykinn af ísfirð- ingum eins og fram kemur í hinu kunna Ávarpi hans til Sunnlend- inga um fiskverkun frá 1873. Telur hann í ávarpinu verkun saltfisks- ins hér vera til fyrirmyndar, og þessvegna fái ísfirðingar 4 eða 5 dölum meira fyrir hvert skippund en Sunnlendingar, og af þessu vill hann láta þá síðarnefndu læra. Okkur skortir að vísu heimildir um gerðir bæjarstjórnar ísafjarð- ar frá 1866—1905, eins og ég vék að áðan, en vitum þó, að það var tekið af stórhug og myndarbrag á framfaramálum eins og bygg- fngu barnaskóla, kaupum á bæjar- landi af prestsetrinu Eyri, lagn- ingu vatnsveitu, stofnun slökkvi liðs, skipulagsmálum, stofnun spari sjóðs, byggingu sjúkrahúss og öðru því, sem til heilla horfði fyrlr bæjarbúa. Samfara þessu fjölgaði íbúum ört og atvinnuvegimir blómguð- ust, eins og þeir menn höfðu von- að. sem treystu því og trúðu, að eigið frumkvæði ísfirðinga væri þeim hollast í blíðu og stríðu, eða eins og þeir orðuðu það í bæna- skránni til Alþingis: „að sérhvert félag, og þar á meðal innbúar þessa verzlunar- staðar, og til þess að blómgvast og taka framförum, þarf stjórn- encLur eða oddvita, sem sjái um félagsins þarfir, sem frumkvöðlar úrræða í bágindum, og gangist fyrir samtökum og fyrirtækjum, sem miða til sameiginlegs gagns,” ■ Þeir sáu vonir sínar rætast. Um aldamót var risinn hér á Skutuls- fjarðareyri einn af blómlegustu bæjum landsins. Skip voru á förum héðan milli landa, hingað kom fyrsta gufuskip- ið, hér var fyrst sett vél í fiski- bát, byggð fyrsta hafskipabryggj- an og hvergi var verkaður eins góður saltfiskur. Sparisjóðurinn, sem stofnaður var 1876 var orðinn stærsti sparisjóður landsins árið 1904, þegar hann gekk inn í útibú Landsbankans, sem þá var stofnað hér. ísafjörður var á þessum árum ein mesta útflutningshöfn lands- ins. Síðan hafa skipzt á góð ár og erfið ár í sögu bæjarins, og ekki alltaf ríkt sú eining, sem æskileg hefði verið meðal bæjarbúa. í dag virðist mér þetta breytt til hins betra, og afmælisósk min til ísfirðinga á þessari hátíðar- stundu er sú, að þeim megi sem lengst takast að varðveita eining aranda og trú á framtíð ísafjarðar eins og ríkti í hugum þeirra 34ra karla og kvenna er undirrituðu bænarskrána til Alþingis þann 28. febrúar 1863, og lögðu grundvölí- inn að ísafjarðarkaupstað. B. F. Steiniðjan h.í. Sími 472. ísafirði. Sér um: Allskonar byggingafram- kvæmdir, múrhúðun og trésmíði Rekur: Trésmíðaverkstæði, Röra- og steinsteypu Framleiðir: Glugga, hurðir og hvers- konar innréttingar. Út- veggjaholsteina, hellur, innveggjaplötur og allar tegundir stein-röra. Ruddu veginn Framhald úr opnu. | sem mest voru umdeildar, er Al- þýðuflokkurinn knúði þær frara. Dómur sögunnar verður hinsí vegar sá, að árin milli styrjald-í anna hafi ísfirðingar undir for- ustu jafnaðarmanna skrifað einni athyglisverðasta kafla í stjórnmála sögu þjóðarinnar. i t ' • i Auglýsið í AlþýSablaðinu ■\ Landsbanki íslands OTIBÚ A Isafirði Annast öll bankaviðskipti innan lands og utan. Útibúið kappkostar að veita viðskiptamönn- um sínum sem fullkomnasta þjónustu. ★ AUKIÐ SPARNAÐINN OG TRYGGIÐ EIGIN AFKOMU OG FRAMTÍÐ ÞJÓÐARINNAR. Útvegsbanki Islands UTIEÚIÐ Á fSAFIRÐI Öniiumst öil venjuíeg bankaviöskipti innanlands og utan. l-X' Ábyrgð ríkissjóðs er á öllu sparifé í bankanum. ALÞÝDUBLAÐIÐ - 26. janúar 1966 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.