Alþýðublaðið - 29.01.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.01.1966, Blaðsíða 7
Sótbíásturinn frá díesel-bílunum „Eftir að sett voru ákvæði um að díesel-bílar ekki viegi spúa frá sér reyk og sóti takmarkalaust, hafa bifreiðaeftirlitsmenn og lög- regla athugað um 4000 díesel-bíla. Við athugun kom í Ijós, að út- blásturinn frá 30—40% þessara bíla var óhreinni, en reglurnar sögðu t.il um, og varð því að líta á þá sem hættuleg tæki í umferð- inni.” Er þessi klausa tekin úr ís- lenzku blaði? Nei, að sjálfsögðu ★ í Noregi hefur verið komið á fót sérstökum skóla, sem gegna á því hlutverki, að kenna mönnum að aka í snjó og hálku og hvernig á yfirleitt að hugsa um bila á vetr- um og hvað gera þarf svo menn þurfi ekki að óttast að bilar þeirra ekki fari í gang í kuldaköstum. Aðsókn að skólanum hefur verið mjög mikil og mun meiri en bjart- sýnustu menn þorðu að vona. ★ 26 ára gamall Bandaríkja- maður Butch Sum hefur sett nýtt hraðamet í bifreið sinni. Hann ók með 654 kilómetra hraða á klukku- stund, og er það 10 kílómetrum hraðar en Donald Campell ók, er hann setti hraðamet í fyrra. Það œtti ekki að þurfa að taka jþað fram að billinn, er hann ók var ekki af neinni venjulegri gerð, heldur sérstaklega smíðaður og knúinn 4 Chrysler mótorum. ekki. Bílafjöldinn einn gefur til kynna að svo er ekki, og svo hefur heldur ekki heyrzt, að bifreiða- eftirlitið íslenzka, eða lögreglan hafi gert sérstakar ráðstafanir gegn hinum ótalmörgu díeselbíl- um sem spúa hér reykjarsvælu og sóti yfir allt og alla, í trássi við reglugerðarbann. Það þótti ýmsum tími til kom- inn þegar ákvæði voru sett í reglu gerð um útblástur díesel-bílanna. En þótt fallegt sé og gaman að eiga margvísleg reglugerðar- ákvæði á prenti, þá er harla lítið gagn í þeim, ef ekki er einu sjnni gerð tilraun til að framfylgja þeim. Greinarstúfurinn hér að ofan er tekinn úr norska Arbeiderbladet fyrir nokkrum dögum og sést þar, að Norðmenn hafa tekið þessi mál fastari tökum, en nokkurn mann hér virðist dreyma um. Enda hafa menn þar gert sér ljósa þá hættu, sem stafar af þessum skítuga útblæstri díeselbílanr.f J og gerðar eru ráðstafanir til vernd- ar almenningi. Er það til of mikils mælzt, að framfylgt sé reglugerðarákvæðum í þessum cfnum? Ef til vill er það svo. Meðan yfirvöld hér láta sig hafa það, að þegja þunnu hljóði um ýmsan öryggisbúnað í sam- bandi við bifreiðar og láta það jafnvel viðgangast að öryggis- belti séu tekin úr flest- um bandarískum bílum, sem hing- að eru fluttir, er þess líklega ekki að vænta, að öllum reglugerðar- ákvæðum sé framfylgt. <xk>ooooooo<x>ooooooooooooooooóooo Bifreiðaeign og vegakerfi Eftirfarandi töflur eru teknar úr ræðu, sem Egill Gests- son formaður samstarfsnefndar tryggingarfélaganna hélt á umferðarmálaráðstefnunni um sl. helgi: , Fjöldi ibúa á hvern bíl: Ár íbúar á bíl 1915 6.000 1930 75.9 1940 47.1 1950 13.4 1960 8.2 1965 5.6 Ár Ibúar Bifreiðir Akfærir vegir 1915 90.000 15 500 1930 109.000 1430 2.500 1940 112.000 2600 5.400 1950 144.000 10700 7.900 1960 177.000 21600 10.900 1965 194.000 34500 12.100 oooooooooooooooooooooooooooooooo Eins og sjá má á þessari mynd hefur Mercedes Benz árgerð 1966 tekiff talsverðum breytinsum, en Benz verksmiffjurnar breyta ekki á hverju ári, tins og ýmsar affrar bíiaverksmið'jur heldur Iíður ævinlega lengri tími, oftast um 5 ár milli þess sem stórbreytingar eru gerffar. Meira til gamans en verulegra nota! Á umferðarmálaráðstefnunni, er haldin var að Hótel Sögu um sið- astliðna helgi kom margt fróð- legt fram. Meðal annars hélt Egill Gestsson formaður samstarfsnefnd ar tryggingafélaganna erindi þar sem hann vitnaði í ýmislegt úr bók Guðlaugs Jónssonar lögregluþjóns, „Bifreiðir á íslandi,” þar sem ítar- lega er greint frá umræðum á Al- þingi um aðdraganda þess er fyrsta bifreiðin var keypt til íslands. Ekki voru allir á einu máli um fjárveitingu til bifreiðakaupanna og sagði þá einn háttvirtur þing- maður: „Því fæ ég eigi annað séð, að fjárveiting þessi yrði til annars en að myrða bæði fólk og fé, þar sem þessir vagnar mundu naum- lega geta verið notaðir án þess að slys yrði að .... ” Margir kvöddu sér hljóðs um þetta stórmál og ekki er meiri bjartsýni fólgin í þessum orðum annars þingmanns: ,,Ef þingið veit ir þessa fjárhæð (til að styrkja Detlev Thomsen til að kaupa fyrsta bílinn hingað til lands) þá munu verða fleiri jarðarfarir árið 1905 en nokkru sinni áður svo það yrði mesta nauðsyn að fjölga prest um til að jarða alla þessa menn og læknum, þó ekki væri til ahn- ars en að gefa dánarvottorð.” Það er sem sé augljóst af þessu, að menn voru ekki ýkja bjartsýn- ir á framtíð bifreiðanna á íslandi, en samt voru ýmsir sem gerðu sér fullkomlega ljóst hvert þarfa- þing var hér á ferðinni, og beittu sér fyrir stuðningi við það. Á árinu 1914 var samþykkt á Alþingi lagafrumvarp um notkun bifreiða, og tóku lögin gildi fyrri hluta árs 1914. Enn höfðu fjölmargir þingmenn samt megnustu óbeit á bifreiðum og öllu sem þeim fylgdi. Magnús Kristjánsson þingmað- ur Akureyringa sagði til dæmis í ★ í Ungverjalandi hefur verið tekinn upp sá siður, að birta nöfn þeirra kvenna sem gerast sekar um gáleysislegan akstur. Sagt er að •þetta gefi góða raun. ,en hins vegar fylgir það ekki sögunni hvort karl- menn séu undanþegnir þessum á- kvæðum eða ekki. Aðeins er minnzt á kvénfólk. ★ Bedford verksmiðjurnar brezku eru stærstu útflytjendur vörubifreiða í heiminum. S. 1. ár fluttu verksmiðjurnar út um 45% af allri vörubílaframleiðslu sinni. umræðum um þetta frumvarp: ,,Ég skal skjóta því hér inn í, að ég álít, að bifreiðir geti aldrei orðið nein framtíðar flutninga- tæki, sem að almennum notum yrðu hér á landi.” í fyrstu var almennt litið á bif- reiðir, sem skemmtitæki eða lúx- us og því var það að einn hátt- virtur þingmaður sagði um þær: „Þær verða ævinlega meira til gamans, en verulegra nota.” ★ Volkswagen á síauknum vin- sældum að fagna í Noregi og í des- ember s.l. voru 16,5% nýskráðra bila í Noregi af þeirri gerð, en í næsta sæti var Opel Kadett með 9,8%. ★ Tóyota verksmiðjurnar i Jap- an fengu nýlega Deming-verðlaun- in sem þar í landi njóta mikiis álits og veitt eru því fyrirtæki, sem árið áður er talið hafa haft bezt gæðaeftirlit í framleiðslu sinni og fylgzt bezt með því; að ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. janúar 1966 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.