Alþýðublaðið - 29.01.1966, Síða 9

Alþýðublaðið - 29.01.1966, Síða 9
ÖLL ÞJQÐIN ER EIN VERKAMANNA- FJÖLSKYLDA Suður-Vietnams en þeir sýna nú? Því að þeir halda baráttunni á- fram„ þótt manntjón þeirra með al hermanna og óbreyttra borg ara sé svo gífurlegt, að það mundi nálgast milijón manna, ef Banda ríkin gildu hlutfallslegt afhroð. Manntjón hers Suður-Vietnams er um það bil tífalt meira en það, sem við urðum fyrir í Kóreu. Þegar stjórn, sem á í höggi við kommúnista — eins og í Kína og á Kúbu — nýtur ekki lengur stuðnings þjóðarinnar, gufar her afii hennar upp, þrátt fyrir yfir burði í fjölda. í S.-Vietnam hefir hins vegar farið svo, að hersveitum stjórnarinnar fer fjölgandi og þær verða sífellt herskáari. Enginn atkvæðamaður í stjórn málum eða áhrifamikil stjórnmála samtök í Suður-Vietnam hefir, síð an Diem var steypt af stóli, snú izt á sveif með Viet Cong eða verið gegn því að halda áfram bar áttunni. Loks er svo vitnisburður þeirra, sem greiddu atkvæði sitt með fót unum, milljón flóttamanna, sem farið hafa frá Norður-Vietnam til Suður- Vietnam eftir Genfar-samn inginn 1954, og þau hundruð þús unda, sem aðeins á árinu 1965 fluttust frá svæðum Viet Cong- manna til þeirra svæða, sem eru undir yfirráðum stjórnarinnar. Þjóð og her Suður-Vietnams hafa fyllilega réttlætt stuðning Banda aríkjanna-, með því að halda áfram að bera hita og þunga þeirrar baráttu, sem þessir aðilar eiga eft ir til að tryggja sjálfstæði sitt. Svo er hamingjunni fvrir að þakka, að í Saigon og Washington eru menn ekki aðeins ráðnir í að ráða niðurlögum innrá',arsveitanna heldur hafa menn og fullan skiln ing á giidi stiórnmálaleas stuðn ings þ.ióðarinnar í þágu sjálfstæðis baráttunnar. í Ijós hefir komið í Suður Viet nam þótt þjóðin eigi í ægilegri styrjöld að togstreitan og ókyrrð in, sem hafa einkennt. stjórn lands ins, síðan Diem var steypt af stóli hafa bæðj leitt til breyttrar þunga miðju valdsins og tilrauna til að öðlast nýtt jafnvægi með bví að taka tillit til óska og hugðarefna búddista og kaþójskra, stjórn málaleiðtoga, herforingja, stúd- enta, ýmissa trúarfélaga og íbúa einstakra héraða. Leitin að slíku jafnvægi kemur ekki í staðin fvrir stíórnmálareslu er einnig hefir miðað í bá át.t. Þótt það virðist yfirleitt hafa farið framhjá almenningi, var efnt til bæjar- og sveitarstjórnarkosn- inga í landinu í maímánuði siðast liðnum. Þeir 'pm með heim fvlgd ust, segja, að þær hafi farið fram •heiðarlega og fvrir oonum t.jö'd um, og frambjóðendur voru ör uggir fulltrúar almennines oe skoð ana lians. Meira en hálf millión manna var á kiörskrá og yfir 70 % neyttu atkvæðisréttar s-'us. t Norður -Vietnam finnsr iutanieoa ekki minn'-ti vottur lýðræðislegs stjórnmálastarfs. Örlög Vietnamluía eru Banda- ríkjamönnum p!ns mikilvæe og nr lög annnrra hióða. sem við höf um á liðnum árum hiá’nað til að verjast kúgnn. Á'standið í Asíu nú er í rauninni mjög svipað hví, sem Framhald á 10. síðu. ÞEGAR Verkamannafélagið Dagsbrún hélt hátíðlegt 60 ára afmæli sitt fyrr í vikunni, var Eggert G. Þorsteinsson félags- málaráðherra staddur á ísafirði á aldarafmæli kaupstaðarins. Gat hann því ekki þegið boð Dags- brúnar um að sækja afmælishátið félagsins. í þess stað sendi hann félaginu kveðju, sem Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður, las í hófinu. Kveðjan var á þessa leið: Eggert G. Þorsteinsson ÞVÍ er mikið haldið að fólki um þessar mundir, að hvers konar sérhæfing og iðnmenntun, sam- fara stórlega auknum véla- og tækniframförum, geri hin almennu verkamannastörf sífellt ónauðsyn- legri. Víst hafa orðið miklar breyt- ingar í atvinnumálum þjóðarinnar á starfstíma Dagsbrúnar. Störf og starfshættir allir hafa tekið miklum framförum í flestu tilliti, en aldrei hefur áður verið jafn- mikil eftirspurn eftir starfskröft- um Dagsbrúnarmanna. Hvaretna má heyra og lesa um þann ótta og kvíða, sem ríkir meðal þeirra, sem eru í forsvari fyrir hvers kon ar atvinnurekstri, um að íslenzkir verkamenn séu of fáir. Allt þetta sannar okkur, svo ekki verður um villzt, að þjóðin þarfnast, þrátt fyrir stórmerkar tækniframfarir síðustu áratuga, um ófyrirsjáan- lega framtíð allrar og óskertrar starfsorku íslenzkra verkamanna. Verði störf verkamanna ekki talin nauðsynleg, þá er vá fyrir dyrum þjóðarheildarinnar. Að minnsta kosti er reynsla okkar sfi frá liðnum árum, að hafi verið atvinnuleysi meðal þeirra, þá var um leið öðrum starfsgreinum hætt. Frumkvæði Dagsbrúnarmanna að stofnun islenzkra verkalýðs- samtaka og forysta þeirra síðan í nálega hálfrar aldar starfi verður ekki véfengd. Til íslenzkra verka- lýðssamtaka má svo aftur rekja flestar þær umbætur, sem átt hafa sér stað á undanförnum ára tugum í félagsmálum þjóðarinnar, áleiðis að félagslegri samhjálp og náungans tilliti. Fáir munu hafa komizt hjá því að heyra þær raddir minnimáttar- kenndar, sem ættu að tilheyra for- tíðinni einni, er segja: ,,Ég er bara verkamaður.” Hvað er íslenzka þjóðin öll? Er hún nokkuð annað en ein verka- mannafjölskylda, þótt einstakling- arnir innan hennar, gegni um óá- kveðinn tíma mismunandi hlut- verkum á heimilinu? Öll eigum við að minnsta kosti til verkamanna og sjómanna að telja og eigum að vera hreykin af. Það er persónuleg skoðun mín, að þjóðin þarfnist nú sem áður allra sinna verkamanna, og þótt einhverjir þeirra hafi á hendi forsvar fyrir atvinnurekstri, verð- ur þörf þeirra ekki minni við það, því á þróttmiklum og víðsýnum mönnum í þeim efnum, verður einnig ávallt mikil þörf. Þessi stóra þjóðarfjölskylda á svo sem heild að sjálfsögðu mest undir því, að samkomulagið á heimilinu verði sem bezt, ekki sízt þegar setið er til borðs. Undir friðsamlegri sambúð eig- um við öll mikið, þótt allt verði ekki fyrir þann frið unnið, svo sem afnám réttar okkar hvers um sig, til að spyrna gegn yfirtroðslu og órétti og ranglátri skiptingu þess sem aflast. I nafni ríkisstjórnarinnar flyt ég Verkamannafélaginu Dagsbrún þakkir fyrir unnin störf á liðnum starfsárum og óska því farsældar í öllum framtíðarstörfum, meðlim- um sínum og alþjóð til heilla. SMURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 BíIIinn er smurður fljótt og vel. SeUum allar teguadir af smurnlíu Auglýsið í Áiþýðublaðinu Áuglýsingasíminn 14906 Skrifstofumúður Viljum ráða nú þegar skrifstofumann til að amnast verðlagningu og tollafgreiðslu vara. Starfsmannahald S.Í.S 1 ‘i Ford umboðið Sveinn Egilsson hf. SÍMI 2 2 4 6 6 í - i . ; 1 Rafgeymar í enska Ford-bíla. Loftnetsstengur, læstar. Hvítir felguhringir 13 og 14 tommu. Framlengingar á pedala fyrir kermslubifreiðar. 1 Skrifstofumaður óskast I 1 Umsóknir með upplýsingum um menntun : og starfsreynslu sendist Skipaútgerðinni. Skipaútgerð ríkisins. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. heldur fund, mánudaginn 31. janúar kl. 8,30 s. d. í Alþýðuhúsinu. Fundarefni: Kristinn Gunnarsson bæjarfulltrúi talar um bæjarmál — Félagsstörf — Bingó — Kaffidrykkja. Stjórnin. Sálarrannsóknarfélag íslands heldur fund mánudaiginn 31. janúar n.k. kl, 20,30 í Sigtúni (Sjálfstæðishúsinu). Dagskrá: Erindi flytur dómprófastur séra Jón Auðuns. Á undan erindinu flytja tónlist óperusöngvararnir frú Sigurvejg Hjaltested og Guðmundur Guðjonsson með undirleik Skúla Halldórssanar tónskálds. Stjórnin. Verzlunarmaður Viljum ráða mann til afgreiðslu í varahluta- verzlun, nú þegar eða sem fyrst. Starfsmannahald S.Í.S. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. janúar 1966 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.