Alþýðublaðið - 16.02.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.02.1966, Blaðsíða 7
KARLMENN, sem fást við skáldskap, vegsama löngum kon- una í ljóði. Hún er þeim tákn fegurðar og nautnar. Ástaljóðin segja því margt og spegla enn fleira. Þau eru skyggður flötur, en undir niðri svellur og gnýr ólgudjúp tilfinninga og ástríðna. Skáldkönunum er hins vegar ó- sýnna um slíka túlkun. Ástaljóð þeirra gegna ekki miklu lilut- verki í íslenzkri bókmenntasögu. Þær stelast til þeirra játhinga, sem karlmennirnir flíka. Hisp- ursleysi kvenna sannast öðru vísi en í skáldskap. Þó getur undantekninga, og koma þá vist mörgum í hug bersöglisvísur Vatnsenda-Rósu. — Hún var skemmtilega ómyrk í máli: . Seinna nafnið sonar þíns sífellt þig á minni, að oft var fáklædd eyja líns uppi í rekkju þinni. Vatnsenda-Rósa vísaði á bug þeirri blygðunarsemi, sem ein- kennir flestar íslenzkar skáld- konur í afstöðunni til ástar og elskhuga: Þó að kali heitur hver, hylji dalur jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal eg gleyma þér. Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum lét sömu kenndir kennast, en gaf ástríður sínar í skyn: Láttu brenna logann minn, lof mér enn að skoð’ann, horfa í ennis eldinn þinn, inn í kvenna voðann. Niðurlagserindið í kvæði henn- ar Aðdáun þarfnast varla skýr- ingar: Háskinn ginnir, þar eið að inni’ eg, að okkur svona er háttað, konum. Sjái eg inn í hans augu, finn eg, að allar vonirnar líktust honum. Aðrar íslenzkar skáldkonur lýsa ást sinni í listrænum táknum til að komast hjá persónulegum játningum. Huldu tókst þetta til dæmis snilldarlega í ljóðinu dul- fagra — Liljur hvítar í ljósum draumi: Liljur hvítar í ljósum draumi lyfta mót geislunum brá; í glugganum mínum þær ungar anga sem elskunnar sæla þrá. Ég sit og horfi á sumarljómann, er svífur um loftin blá, og hugsa um augu, er á mig litu með undrun og bæn og þrá. Erlendis gerast skáldkonur djarf mæltari, er þær lýsa ást sinni. Edith Södergran segir svo í ljóð- inu Dagen svalnar: Dagen svalnar mot kvallen . . . Driek vármen ur min hand, min hand har samma blod som váren. Tag min hand, tag min vita arm, tag mina smala axlars langtan . . Det vore underligt att kanna en enda natt, en natt som denna ditt tunga huvud mot mitt bröst. Tove Ditlevsen liggur svipuð tilfinning þungt á hjarta í kvæð- inu De evige tre: Der er to mænd i verden, der bestandig krydser min vej; den ene er ham jeg elsker, den anden elsker mig. Den ene er i en natlig dröm, der bor i mit mörke sind, den anden stár ved mit hjertes dör, jeg lukker liam aldrig ind. Den ene gav mig et várligt pust af lykke, der snart fo’r hen, den anden gav mig sit hele liv og fik aldrig en time igen. Den ene bruser i blodets sang, hvor elskov er ren og fri, den anden er eet med den triste dag drömmene drukner i. Hver kvinde stár mellem disse to,J- forelsket, elsket og ren — een gang hvert hundrede ár kan det ske de smelter sammen til een. Maiie Takvam slær tvo strengi á hörpu sinni í Eg vil möte deg: Eg vil möte deg under ein hassel med neter sóm enno er kvite. Eg vil möte deg ved ákeren som skyt aks i natt. Hjarta mitt vil eg rive ut sá du kan sjá at det er raudt, att det har banka i einsame netter. Det er kaldt der du stár. Is og hav mötest for augo dine. Du ár det barn som vántas. Jag ár din mor. Jord, ge din várme! Blod, ge din saft! ' En hemlig makt beliöver i natt allt liv jag haft. Mine bryst er ikkje som is nár du er havet. Mine bryst er kvite, kvite neter som hausten skal fylle. Og under hendene dine skal tunge aks bylgje pá ákeren. Karin Boye kemur sama boð- skap á framfæri sem móðir en ekki ástkona í ljóðinu Du ar fröet, og niðurstaðan verður naumast misskilin: Du ár fröet och jag din mull. Du ligger i mig och gror. Strömmande varma vágen kánner ingen damm, vidare vill den skapa, bryter sig fram. Dárför gör det sá levande onj ini mig nu. Nágot váxer och sprángcjf mig: Karaste, du! r Þannig er unnt á dýrlegan oa margræðan hátt að lýsa yndinu og háskanum, háskanum og yn«J- inu — í táknslungnum líkingum. og berum orðum. Helgi Sæmundssán. FRlMERKI í DAG teljum við það sjálf- sagðan hlut, að pósthúsin hafi jafnan til sölu margar tegundir frímerkja, jafn sjálfsagt og það, að bakarinn á horninu hafi til rjúkandi brauðin og mjólkurbúð- irnar mjólkina. Daglega fljúga, sigla eða aka þessir bréfmiðar út um land og víðá veröld í þúsunda tali. — En ef við ferðuðumst með „tímavél” aftur eftir liðinni tíð, ja svo sem 127 ár eða svo, væri ástandið öðruvísi í þessum efnum. Þá voru engin frímerki til. — Það var England, sem reið á vaðið í þessum efnum árið 1840. Næstu árin á undan höfðu Bretar nokkuð velt vöngum yfir því, — hvernig þessum burðargjaldsmál- um póstsins yrði bezt hagað. — Burðargjöld liöfðu að vísu verið innheimt í Englandi fram að þess- um tíma, á þann hátt, að viðtak- andi póstsendingar greiddi burð- argjaldið. Þetta gafst ekki vel, m. a. vegna þess, að ýmsir viðtak- endur innleystu ekki póst sinn. Englendingar tóku því það ráð, að snúa þessu hreinlega við. Nú urðu sendendur póstsins að greiða burðargjaldið og það á þann hátt, að kaupa frímerki, sem síðan voru límd á sendinguna og ógilt með stimpli pósthússins. — Það var 6. maí 1840, sem 1 penny svart og 2 pence blátt sáu dagsins ljós. Næsta frímerkjalandið e r Brasi- lía, eina keisaradæmið í Suður- Ameríku. — Brasilía fer af stað með sín merki árið 1843. Þá var þar keisari að nafni Don Pedro II. Ýmsir vildu hafa mynd hans á þessum þremur fyrstu merkjum Brasilíu, en af Því varð þó ekki. Stuttur tími var til stefnu, og þegar til átti að taka fyrjrfannst enginn nógu góður leturgrafari til þess að gera andlits-mynd keisarans á myndamótin. Einnig komu fram raddir um það, að virðingu keisarans væri misboðið með því að hafa mynd hans á frímerkjum, sem hver óvalinn kúalubbinn þuklaði á. Horfið var því að því ráði, að hafa einfald- lega verðgildis-töluna sem aðal- mynd innan í skreyttum hringum. Frímerkin báru ekki nafn lands síns frekar en „Black penny” og ekki heldur verðgildisnafnið. Frí- merki þessi voru því fullkomlega „þögul” merki. Þessi merki gengu síðar meir undir nafninu: „Kýr- augum frá Brasilíu” meðal safn ara. Verðgildin voru þrjú: 30, 60, og 90 Reis, og voru þau öll samai* á örk. Upplag þessara frímerkja var lítið og gekk upp á fyrsta ár- inu, sem þau voru til sölu. Þai» eru því orðin sjaldgæf og mjög dýr. Þessi merki t. d. sem myr»^- in hér er af, voru seld á frímerkja uppboði árið 1963 og voru slegi» þar á 8250 sterlingspund. í júít 1844 kom út önnur útgáfa af „kýraugunum”, en þau merki ern dálítið minni en fyrstu frímerkip, og upplag þeirra miklu stærra. Það var ekki fyrr en 1866, sem mynd keisarans tók að prýða írí- merki Brasilíu. Alþýðuhlaðið Blaðburðarbörn vantar í eftirtalin hverfi: Kleppsholt Laugaveg efri Laufásveg Lönguhlíð Lindargötu Hverfisgötu I og II Bergþórugata. fe Alþýðuhlaðið sími 14900. ' ' ' | ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. febrúar 1966 if i iiníi«iiiiÉÉ>i r jjHiÁáAaa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.