Alþýðublaðið - 16.02.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.02.1966, Blaðsíða 13
Sími 50249 Becket Heimsfræg amerísk stórmynd í litum. Richard Burton Petér O'Toole íslenzkur texti. Sýnd ki. 9. nrwiig Charade Óvenju spennandi ný lit- mynd með Cary Grant og: Audrey Hepburn íslenzkur texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. . Hækkað verð. W STJÖRNURfn SÍMI1B936 MMMV A ViIIigötum (Walk on the wild side) Ciawed! K i Wm •»asB ..-rj y ímPÍ Mi í< 1» M.-t -i " « i « Frábær ný amerísk stórmynd. Frá þeirri hlið mannlífsin', sem ekki ber daglega fyrir sjónir. Með úr- valsleikurunum Laurence Harvey.^ Capucine, Jane Fonda, Anna Baxt er, og Barbara Stanwyck sém eig andi gleðihússins. Sýnd kl. 9. Bönnuð bömum. MAÐURINN MEÐ ANDLITIN TVÖ. (The tow faees af Dr. Jekyll) Hörkuspennandi og viðburðarík litkvikmynd, í Cinemascope. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 14 ára. Bffrelðaeteendur sprautum og réttuin Fljót afgTeiðsla Bifreiðaverksfæðið Vésturás hf. Síðumúla 15B. Síml S57M. Það var lítill og frekar til- gercJarlegur bar hægra megin við ínnganginn, net skreyttu veggina og humarpottár voru allsstaðar. Barþjónninn var í fiskimannsfötúm og háum stíg- vélum og umhverfis sódavatns- flöskurnar voru björgunarbelti. Innan frá veitingahúsinu sjálfu heyrðist gítarspil. Hugo benti barþ.jóninum að koma með höfuðhneygingu þess manns sem er þar daglega gest ur og hann pantaði tvo gin og greip án þess að spyrja Jem ráða en hún sat við enda bars- ins. Hún hugsaði fyrst um Hurn vandamlálið. Það var erfiðasta vandamálið því um það vissi hún minnst. Henni fannst þeg ar hún fór að ræða það við Ilugo að hann liugsaði alls ebki um hana, hann beindi allri at- hygli sinni að einhverju öðru, einhverju sem hann beið eftir. Hann gerði henni ljóst að allt sem kæmi Louise Húrn við væri þrautleiðiniegt þó hann leggði það á sig að lokum að svara henni eins og maður svar ar barni og eins og hann gerði ekki ráð fyrir að svörum hans yrði veitt nein athygli nvað þá að hann gerði ráð fyrir að spurn ingunum yrði haldið áfram. Að lokum sagði hann: — Elsku Jem mín Louise er geggj uð þegar Yinnei-y á í hlut. Það mætti halda að hún væri að sleppa sér. Mér finnst það hlægi legt en þetta er hennar hús og hennar peningar og hún er sann færð um að þar ‘hafi eitthvað leiðinlegt gengið lá. Þess vegna fékk hún þennan leynilögreglu- •mann hingað til að komast að því hver hefur verið að hafa fé út úr kvenmönnum eins og ungfrú Pennycuik. Hún heldur að allir fari héðan ef ekkert verði gert í málinu og illt nafn komist á staðinn. Það er líka rétt hjá henni — en ég er sann'færður um að hún eyðir orbú óg fé til einskis. Ungfrú Pennycuik faldi peningana sína einhvers staðar og ef Mason finnur þá verður enginn hrifn ari en ég. Þá yrði komið í veg fyrir frekari tillögur og kjafta gáng í eitt skipti fyrir öll. Ég er Löuise mjög þa'kkl'átur og stend í mikilli þakklætisskuld við hana þó burtséð sé frá því að ég er félagi hennar eins og ég sagði þér um daginn. Við á- kváðum í London að fara til Frakklands þegar hún hefur selt Vinnery. Ég verð þar með rn'ína eigin sjúkradeild. Ég •get boðið þekktum læknum af öilum þjóðernum að koma á deild ina og fylgjast með meðferðinni og árangrinum. Louisé sér um stjórnina. Við gætúm stórgrætt á því og ég vona innilega að þegar þetta skeður kvænist þú mér Jem. Ég vil enga aðra. Hann hallaði sér aftur á bak og var þreytulegur. 28 —i Getum við svo hætt að tala um þetta núna þegar þú veizt alla málavexti? — Já, sagði Jem og hún var of þreytt til að segja annað. — En Hugo ég vil ekki kvæn- ast þér. Ég þarf ekki heldur að segja þér hvers vegna ég vil það ekki. Þú veizt hvað fað ir minn og Gantry Willard og menn eins og þeir hefðu álitið um sjúkrahús eins og það sem þú hefur í byggju að stofna. Og burtséð frá því.... Hann var ekki að' hlusta leng ur. Andlit hans varð eftirvænt- ingarfullt og jafnvel þó hann líti ekki fram að innganginum var líkami hans spenntur. Jem leit til dyra og heyrði rödd Di-di rétt áður en hún birtist. sjálf ásamt lagleguni dökkhærðum pilti. —• Hal'ló Fred, sagð’ Di-di glaðlega og veifaði til barþjóns ins. — Að hugsa sér að ég skuli finna 'hérna minn dásamlega lækni! En himneskt Hugo! Tony, gullið mitt, þetta er Hugo Drammöck jafn glæsileeur og d'ásamlegur og venjulega. Núna getum við verið fjögur saman. Við getum setið saman og dans að saman. Tony þetta er ung frú Jedbro dóttir æskuvinar föð ur Ridhards. Tony kinkaði feimnislega kolli til Jem. — Sælar, sagði hann. — Þá er faðir yðar víst æsku- vinur pabba míns. Sami árgang- ur, sama sjúkrahús og Penny- cuik læknir. Ég heiti nú ann- ars Madden. Di-di gleymir alltaf að nefna eftirnafnið. — Skolli eruð þið gamaldags, sagði Di-di og beindi öllu sínu •seiðmagni að Hugo. — Nóg er komið af forfeðradýrkun, mér leiðist hún. Ætlar engmn að kaupa handa mér eitthvað dá- samlegt að drekka? — Hvað má bjóða þér? spurði Hugo og hann brosti til henn ar einnar. — Það venjulega, gin og greip, sagði hún og lét fallast niður á stólinn við hlið Jem. — Tony farðu gullið mitt og segðu þeim að breyta öllu og 'láta okkur hafa botrð fyrir fjóra rétt hjá gítarnum. Hún brosti vingjarnlega til Jem, brosi stúlku sem var svo falleg og svo almennt dáð að henni kom ekki einu sinni til hugar að líta á Jem sem keppi- naut. Jem skiidi að Di-di íeit á hana eins og skrifstofustúlk- una á Vinnery sem Hugo hafði te'kið með sér af því að honum •leiddi'St og sem var dóttir gam als vinar Pennycuiks og því rétt að Ridhards talaði við hana. Þeir voru báðir svo gamaldags. — Vitið þið hvað, sagði Di- di letrlega og augu hennar urðu kringlótt og undrandi — að það er reglulega sniðugt að þér skyldi detta í liug að fara í rós- rauðan kjól við þetta hár. Það ætti að fara illa saman en það gerir það bara ekki. Ée veit að ítalir gera þetta stundum og setja saman æpandi li-ti en ég þori aldrei að gera það. Ætlarðu ekki að borða heima hjá Penny cuik á morgun? Jem kinkaði kolli, hún sá út undan sér að Hugo var að tala við barþjóninn um ginið og greipið. Eitt augnablik komst hún við af að sjíá Hugo reyna að sýnast vera meira e'n hann var til að hafa áhritf á Di-di og mistakast að venjú. — Það er gott að það er ekki ég, bætti Di-di við og rétti 'Sígaréttúr til Jem. Jem tók Heimssýning Framhald af 3. síðu. kveðnar framleiðsluvörur þeirra þjóða’ sem taka þátt í henni: Reistir verða sérstakir skálát 'seirt helgaðir verða sérstökum þáttum um manninn. Má þar nefná deild úm manninn sem könnuð; þar sem sýnd verða afrek hanð á sviði geimkönnunar, djúphafs- rannsókna, heimsskautaferða og skyldra verkefna. Önnur deildin verður um mánninn sem framleið- anda og hin þriðja sem skapara Og lfstamann. Byggt hefur verið sérstakt listá safn, sem í Verður sýnd ný og- gömul list, hljómleikasalur og leik hús. Munu þar koma fram lista- menn frá fjölda þjóða. Efnt verð- ur til vísindaráðstefna á mörgum sviðum og háðar verða íþrótta- keppnir í sambandi við sýninguna. Reiknað er með að halli á sýn- ingunni verði um 60 milljónir dollara og munu Kanadamenn standa straum af þeim kostnaði. Norðurlandaþjóðirnar byggja í sameiningu sýningarskála sinn og er hann nú kominn undir þak og byrjað er á innréttingum hússins. Arkitektar frá öllum Norðurlönd- únum unnu að téikningu haiis og vann Skarphéðinn Jóhannsson að því’verki af íslands hálfu. Skálínn er um 2000 fermetrar að flatarmáli og þrjáf hæðir. Á fyrstu hæð verða upplýsingadeildir og almenn þjónusta fyrir sýningar- gesti. Á annari hæð verður veit- ingahús þar sem á boðstólum verða réttir frá öllum Norðurlöndun- um og á þriðju hæð hefur hver þjóð sitt sýningarpláss, sem hún ráðstafar að vild. íslendingar greiða 1/21 af verði byggingar- kostnaðar skálans en hinar Norð- urlandaþjóðirnar skipta öðrum kostnaði á milli sín. Fólk af norrænu þjóðerni, bú- sett í Montreal hefur komið á fót nefnd, til að undirbúa móttöku norðurlandabúa, meðan á sýning- unni stendur og útvega þeim gist- ingu á heimilum norræns fólks í borginni. 80 ríkisstjórnir hafa tilkynnt þátttöku þjóða sinna í sýningunni. Kanadamenn munu hafa stærstu sýningardeildirnar, síðan munu Bandaríkjamenn og Rússar leggja mikla áherzlu á sínar sýningar svo og Frakkar, Bretar og Vestur- Þjóöverjar. ALÞÝÐLÍBLÁÐIÐ — 16. febrúar 1966 Í3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.