Alþýðublaðið - 01.03.1966, Side 4
RitatJ<Sr»r: Gylfi Gröndil (íb.) og Benedlkt Grönd»l. — Rlt8tJ'óm»rtull-
trdl: ElOur Guflnaaon. — Slmar: 14»00-1«K)3 - Auglýalngaalml: 14909.
ASaetur Alfcýfluhúslfl vlfl Hverflsgötu, Reykjavík. — Prentamlflj» Alþýflu
blaflatna. — Aakrlft»rgjald kr. 95.00 — I lausasölu kr. 5.00 elntakltj.
Utgefandl Alþýfluflokkurlnjl.
ALVARLEG TÍÐINDI
ÞORSKSTOFNINN við ísland er í 'hættu. Þessi
staðreynd hefur komið áta'karilega í Ijós í minnk-
•andi aflabrögðum, og nú hafa vísindalegar rann-
sóknir staðfest hana. Gaf Jón Jónsson fiskifræðing
ur þjóðinni skýrslu um málið fyrir síðlastliðna
helgi.
*
Að vísu hefur heildarmagn af þorski, sem kom
ið hefur á land á íslandi, ekki minnkað eins mik-
ið og ætla mætti, nema á einstaka stað. Hins verður
þó að minnast, að harðar hefur /verið sótt með
• betri veiðafærum. Þegar athugaðar eru tölur um
; hlutfall milli sóknar og afla, kemur greinilega í
ljós, hve árangurinn hefur minnkað.
„Það blasir því við okkur sú kalda staðreynd,
að meira er tekið úr íslenzka þorskstofninum en
hann virðist þola“, sagði Jón Jónsson. „Við getum
ekki gert ráð fyrir að auka þorskveiðina að neinu
ráði frá því, sem nú er. Það geta að vísu komið
inn nýir, sterkir árgangar eða sterkar göngur frá
Grænlandi, sem geta aukið veiðina eitthvað stutta
stund, en sé litið á þetta til langs tíma virðist úti-
lokað að stofninn geti skilað af sér meira aflamagni
og verði sóknin enn aukin má búast við minnkandi
aflamagni á bát og síðan minnkandi heildarafla."
Jón skýrði svo frá, að fiskiskip annarra þjóða,
aðallega Breta, veiddu alltof mikið magn af yngri
' og smærri þorski. Telur Jón, að nú verði að leita eft
ir samkomulagi um aukna möskvastærð, til dæm-
is 130 mm, eins og tíðkast í Barenshafi. Þá telur
hann nauðsynlegt, að hætt verði. við klæðningu pok
- ans við togveiðar, en þá háttu munu brezkir togara-
menn stunda Fyrir utan þessar ráðstafanir koma
helzt til greina sköinmtunaraðgerðir, þannig að
ekki verði veitt nema ákveðið magn iaf þorski, en
á þeirri leið virðast ýmsir annmarkar.
Þessi uggvænlegu tíðindi hljóta að staðfesta þá
j skoðun, sem íslendingar byggðu sókn sína í land-
j helgismálinu á, að þörf sé aðgerða til að vernda fiski
•• stofnana við landið. Rannsóknir á ýsustofninum
; sýqa, að hann hefur aukizt eftir að uppeldisstöðvar
eins og Faxaflói voru friðaðar, og staðfestir það
enn stefnu íslendinga í þessum málum.
Nú verðui sýnilega að hefja nýja sókn, og hún
verður á sviði alþjóða samstarfs, ef reyndar verða
þær leiðir, sem fiskifræðingarnir telja nauðsynleg-
astar. Reynir þá enn á. hvort hinar voldugu fisk-
veiðiþjóðir hafa skilning á verndun fiskstofnanna.
4 1. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Volkswagen er 5 manna bill
Volkswagen er fjölskyldubíil
Volkswagen er vandaður bíll
Volkswagen er sparneytinn bíll
Komiö, kynnist og reynsluakiö Volkswagen
Simi
21240
■ EllftViKZLUmil
HEKLAhf
Laugavegi
170-172
ALLTAF FJÖLGAR |y/| VOLKSWAGEN
m
GERT ER RÁÐ fyrir að fram
OOO<OOOOOOOOOOOOOO<OOOOOOOOOOOOOOO<
Ökuskírteini til eins árs.
ic Öllum sem orðnir eru hálfstjötugir ætti aS vera skyit
að ganga að nýju undir próf.
+ Ragnar Jóhannesson ræðir um íslenzkukennslu af
gefnu tilefni.
vegis verði gefin út ökuleyfi til
eins árs handa þeim, sem læra
á bíL Þetta er áreiðanlega til
bóta. Ástæðan fyrir þessari breyt
ingu er sú, að bað hefur komið
í Ijós ,að langflestir árekstrar og
slys stafa af ungum ökumönnum,
sem nýlega hafa fengið prófskír
teini. Er ætlazt til að þessi árs-
ffejíMeþii séii aðieims til bráða-
birgða og að liandhafar þeirra
skilji það, að þeir fá að aka til
reynslu í eitt ár. Að árinu loknu
verður skrá þeirra athuguð og
ef þeir hafa framið ítrekuð um
ferðarafbrot, þá missi þeir rétt
indin,
UNGIR PILTAR eru vakandi í
umferðinni. Viðbrögð þeirra eru
oft eldsnögg og þeir forða oft slys
um, en á móti þessu vegur sú
löngun þeirra, að sýnast í um-
ferðinni. að auglýsa fyrir öðrum
hæfni sína og dirfsku þeirra. Ef
þetta nýja ákvæði gæti orðið til
þess að sefa þá í eitt ár, meðan
þeir eru á hættulega tímabilinu,
þá væri mikið fengið, því að um
leið væru þeir að læra góða um
ferðasiði.
EN AF Þ^SSU TILEFNI lang-
ar mig að segja þetta: Nú fá 17
ára unglingar ökuréttindi. Víða
gildir þetta aldurstakmark og
sums staðar er það lægra. Ef til
vill eru eins einbversstaðar sett
takmörk ofan frá, en ég veit þó,
ekki dæmi til þess. Hins vegar lít
ég svo á, að slík takmörk verði
að koma, en þar er erfitt um vik,
því að menn halda sér svo misjafa
Framhald á 15. <dðu.