Alþýðublaðið - 01.03.1966, Síða 15
Blaðburður
ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar
blaffburðarfólk í eftirtal-
in hverfi:
Hverfisgata efri
Hverfisguta neðri
L’indargata
Laugavegur efri
Laufásvegur
Kleppsholt
Bergþórugata
Langahlíð.
Skjólin
Talið strax við afgreiðsl-
una. Sími 14900.
Nkrtimah
Framhald af 1. aiðu
sagði að byltingarmenn þekktu
ekki hið minnsta til Amihya, sem
sat bullsveittur á stól umkringd
Ur vopnuðum hermönnum, en
hann væri glæpamaður sem lýst
hefði verið eftir í Ghana. Amihya
sagði, að hann hefði haldið, að bylt
ing sú sem var gerð, hefði ver-
ið bylting sem hann hefði lagt
á ráðin um í London ásamt nokkr-
um vinum.
Skemmtun
Framhald af S. aíðu.
kennd eru töfra brögð. Undan
farin ár hef ég eignast nokkr
ar bækur um þessi efni og það
sem kom mér mest á óvart var
að ég hafði gert mörg sömu
brögðin og þar eru kennd á
allt annan hátt. Tll dæmis
saga ég sundur kvenfólk öðru
vísi en aðrir sjónhverfinga-
menn gera.
Ekki mun Ásmundur sýna
öll þau brögð í Austurbæjar
bíói sem hér hafa verið nefnd
en afturámóti sýna nokkur sem
hann er nýbúinn að Upphugsa
og er nú að æfa sig með og
meðal annars éitt í beatlesstíl
hvernig sem það má vera en nú
er er allt upp á svoleiðis og
verða skemmtikraftar að haga
sér eftir því.
Harnies á horninu
Framliald af 4. síðu.
lega vel. Hins vegar hef ég oft
séð hörmulegar aðfarir gamal-1
menna undir stýri, jafnvel ekið
beint áfram bannaða götu, óskap j
legan klaufaskap, ólöglega skipt!
ingu akreina að viðbættu því að j
þetta fólk ,fer oft ekkert eftir!
umferðarmerkjum. Ég held, að það
eigi að svipta menn ökuleyfi um
65 ára aldur, eða að minnsta
kosti láta alla, sem náð hafa þeim
aldri ganga að nýju undir próf.
Það er ekki síður ástæða til að
hafa gætur á þessu fólki í umferð
inni en unglingunum.
RAGNAR JÓHANNNESSON
skrifar: „ Við skólamennirnir fá
um marga ádrepuna fyrir störf
okkar sumar réttmætar, aðrar ó
sanngjarnar. — í dálkum þínum
fyrir öskudag birtist bréf frá ein
hverjum I.í>„ og er sá pistill skrif
aður af mikilli vanþekkingu eða
misskilningi; vonandi ekki af ill
vilja. I. Þ. tekur þó réttilega fram
að dregið hafi úr dönskuslettum.
Það þakkar hann útgáfu íslend-
ingasagna. Því er til að svara,
að þetta fær varla staðizt.
ALÞÝHTIIITGÁFA Sigurffar
Kri~tjánssonar á þessum sögum
hóf göngu sína fyrir 75 árum. og
dönskusletturnar voru í fullum
blóma langt fram yfir aldamót.
og hjara margar enn, jafnvel bet
ur en enskuslettur, þrátt fyrir
kvikmyndir, hernám og dátasjón
varp. Og þjóðin héfur verið gagn
kunnug fornsögum sínum öldum
saman. Nei, framfarir á þessu sviði
ber að þakka aukinni menntun
þjóðarinnar fyrst og fremst skól
unum, enn fremur útvarpinu, eft
ir að það kom til sögunnar, og
blöðunum, þótt mái þeirra mætti
stundum vera vandaðra.
ÞÓ SLÆR FYRST út í fyrir
þessum bréfritara, þegar hann seg
ir: „Margir hafa tekið upp ein
hverskonar linmæli svo að end
ingar orða og setningar hverfa í
einhverskonar suðu. Þetta er kom
ið frá skólunum,"
Gerir þessi höfundur sér full
ljóst hvaða brigzl hann er að
bera á íslenzka skóla? Veit hann
t.d., að hljóðvillan sem var land
læg, einkum á Suðurnesjum og
Austfjörðum, hefir verið á undan
haldi á undanförnum áratugum.
Hún er nú algengari hjá eldri
kynslóðinni en unga fólkinu. Þetta
er verk skólanna.
VEIT I. Þ„ að móðurmálskennsl
an skipar öndvegissess í íslenzk
um skólum? í námsskrá gagnfræða
stigsins er íslenzkan langfyrir-
ferðarmesta námsgreinin, enda
fjölþætt: .máíifræcli, bókmfcnntþ-
lestur, stafsetning, ritgerðir. ís-
lenzkukennarar vorir eru margir
vel menntaðir og vandlátir í sinni
grein, enda eiga þeir að vera það.
Þeir berjast harðri baráttu gegn
linmæli og öðrum mállýtum. Þau
stafa áreiðanlega frá öðrum en
skólunum. En það sýnir megna
vanþekkingu á starfi skólanna og
móðurmálskennaranna að bera
beim þá ósvinnu á brýn, að beir
bregðist skyldu sinni í þessum
efnum. Þess vegna vildi ég ekki
iáta þessari þungu ásökun ómót-
mælt. — Hins vegar skal það við
urkennt, að kennara í málinu skort
ir oft tíma til að leggia meiri á-
herzlu á framburð oe hlióðfræði.
En allt stendur tii bóta, líka móð
urmálskennsla skólanna.
MIG LANGAR. til að trúa því,
að I. Þ. gangi ekki annað til en
gott með þessari hugvekju sinni.
En ég vill í allri vinsemd, benda
honum á að kynna sér betur móð
urmálskennslu skóla vorra, áður
en hann kveður upp fleiri órökr
studda sleggjudóma og þungar á-
sakanir"
Um áttaleitið í gærkvöldi datt
maðUr um borð í togaranum Geir,
og slasaðist. Var hann fluttur á
Slysavarðstofuna. Ekki er blaðinu
; kunnugt um hve mikið hann er
meiddur.
SKARPAR
FILMUR
GEFA
BEZTAR
MYNDIR
* BiLLINN
Bent an Icecar
Sími 1 8 8 33
TILKYNNING
Frá 1. marz verða útibúin í Grindavík og
Sandgerði og afgreiðslan í Keflavík opm til
'afgreiðslu eins og hér segir:
Otibúi í Grindavsk:
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
kl. 2—4.
Ötibaiið í SandgerSi:
Þriðjudaga kl 2—4.
fimmtudaga kl. 2—5.
Afgreiðslarc í ICeflavík:
Alla virka dagc? kl. 10—12, nema laug-
ardaga.
LANDSBANKI ÍSLANDS.
Fyigizt
vel með
Hver sá sem vill fylgjast með vlðburðum dagsins, innan
lands og utan, verður að iesa fleiri en eitt dagblað. —
ALÞÝÐUBLAÐlÐ flytur ítarlegar fréttir, bæði Inn-
lendar og erlendar, póltískar greinar, allskonar fróðleik,
og skemmtiefni.
ALÞYÐUBLAOIÐ
HVERFiSGÖTU B—10
SÍMI 14900 - REYKJAVÍK
Sa
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. marz 1966 15'