Alþýðublaðið - 06.03.1966, Blaðsíða 12
eér, hvernig-
er að velta því fyrir
þetta sé eigia-
ihann'Krumma, —
•fovort byttingin lieima í G-a*
, r' haná íetli að réynast goa«-
j.., falaup og hvers vegna þeir
gína við Krumma í Ginea.
' Doddi'töff var alveg lens,
þegar ég sagði að hann væri
lurrí og skvísan hans stinkí.
Pétur óx í augum mínum við
’æð, en vita má Pétur
_ r muna þar hetju-
í>:-, ;
* sögur, sannorðir menn, og
• • • ■
■ -og e.t.y. mun ég pína Pétur
f iheð þéirri ef. hann nær sex-
3*-.' 1 '
, rtajgsaldri,,. som Mlattihías |
gtærsta blaði þjóðarinoar,
Eum báðir....
AM Akureyri.
EINU sinni voru fjórir strákar,
sem léku sér alltaf saman. — Og
leikir þeirra voru þannig, að fólk
nam iðulega staðar á götunni til
að horfa á þá leika sér. Mörgum
þótti satt að segja dálítið kynlegt,
að þessir fjórir strákar skyldu
vera svona miklir mátar, því að
þeim virtist ekki koma neitt sér-
staklega vel saman. Þeir hnakk-
rifust daginn út og daginn inn,
og stundum urðu þeir svo æstir,
að við lá að þeir flygjust á í
vonzku. Þetta þótti sumu fólki dá-
lítið skrýtið, en það var af því
að fólkið skildi ekki, að þetta var
bara partur af leiknum hjá strák-
unum. í raun og veru sáu þeir
ekki sólina hver fyrir öðrum, enda
voru þeir alveg óaðskiljanlegir.
En þeim þótti öllum svo ákaflega
gaman að rífast og skammast, að
þeir gátu aldrei stillt sig um það
til lengdar. Og svo kom líka svo-
lítið annað til.
Þessir strákar voru nefnilega
ekki eins og aðrir strákar. Venju-
legir strákar stækka jafnt og þétt,
ef þeir eru heilbrigðir, þangað til
þeir eru allt í einu orðnir full-
orðnir einn góðan veðurdag. En
þessir strákar urðu aldrei full-
orðnir. Ög þeir^ stækkuðu lield-
ur ekki eins og aðrir strákar. —
Stærð þeirra breyttist ekki nema
á fjögurra ára fresti, og þá gerð-
ist það furðulega, að það voru
ekki nema sumir þeirra, sem
stækkuðu. Hinir minnkuðu að
sama skapi.
Strákarnir vissu allir, að það
gátu ekki nema sumir þeirra
stækkað, þegar vöxturinn breytt-
ist. Og auðvitað vildu þeir allir
vera í þeim hópi, því að stærstu
strákarnir réðu alltaf mestu í
hópnum og gátu kúskað hina til.
Annars var þetta með stærðina
dálítið dularfullt, og enginn
þeirra vissi í raun og veru, hvað
olli því, að sumir stækkuðu, - en
aðrir ekki, og þeir gátu heldur
aldrei vitað það fyrir, hverjir
myndu stækka næst og liverjir
minnka. Helzt héldu þeir þó, a<J
þeir, sem væru duglegastir að ríf-
ast og gætu haft hæst myndu
stækka meira en hinir, og þetta
varð auðvitað til þess að þeir
drógu aldrei af sér við rifrildið
og deilurnar.
Strákarnir áttu ömmu, sem var
orðin fjarska gömul og lasburða.
Þeir höfðu alltaf verið heldur
notalegir við gömlu konuna og
heimsóttu liana alltaf á jólunum
og þegar hún átti afmæli. En þeir
voru samt ekki vissir um, að þeir
væru alveg nógu góðir við ömmu
sína, en þeim hafði verið kennt
í skólanum, að það ættu allir að
vera góðir við gamalt fólk. Þess
vegna var það dag nokkurn, I að
einn strákurinn segir við félága
sína: —. Eigum við nú ekki! að
gera eitthvað mikið fyrir hána
ömmu? Hún á það svo sannarléga
skilið af okkur. t
— Jú, segir annar strákur,! —
það skulum við gera. Hún verjíur
að hafa það gott í ellinni, bless-
uð gamla konan.
— Við skulum færa henni blóm,
segir sá þriðji.
—■- Já, og peninga, svo að hún
geti keypt sér súkkulaði til að
eiga, þegar við komum í heim-
sókn, segir sá fjórði.
Svona töluðu strákarnir, því að
þetta voru allra beztu strákar inni
við toeinið, þótt þeir væru dálítlir
garrar á ytra borðinu. En nú rann
það allt í einu upp fyrir þeim,
að þeir voru orðnir sammála án
þess eiginlcga að vita af því, og
það gat auðvitað ekki gengið.
— Við hefðum löngu átt að
vera búnir að hjálpa lienni ömmu,
sagði þá einn strákurinn. —. Og
ég vildi það líka í fyrra og jafn-
vel í hittifyrra, ef ég man rétt.
— Ég vildi það löngu á undan
þér, segir þá annar strákur - En
þið fengust ekki til þess þá, frek-
ar en vant er. Það er gott að þið
skuluð loks vera farnir að
vilja gera það sem er fallegt!
Það hafið þið aldrei viljað áður!
— Þetta er bara vitleysa, segir
þá þriðji strákurinn. — Ég hef
alltaf viljað gleðja hana ömmu.
Sá, sem segir, að ég hafi ekki
Viljað gleðja hana ömmu, hann
er að skrökva! Það voruð þið, sem
vilduð ekki vera með!
— Jú, ég, — ég vildi alltaf
vera með, segir þá fjórði strák-
urinn. — Eiginlega var það ég,
sem stakk upp á því fyrstur.
— Það er lygi! Það var ég, sem
gerði það, segir þá fyrsti strák-
urinn.
— Nei, það var ég, segir annar
strákurinn.
— Skelfingar fífl eruð þið, það
var auðvitað ég, sem átti uppá-
stunguna, segir þá sá þriðji.
— Víst var það ég, segir fjórði
strákurinn.
Og nú voru strákarnir komnir
í háarifrildi um það, hver þeirra
hefði fyrstur viljað hjálpa ömmu
sinni. Enginn þeirra fékkst til að
viðurkenna annað en hann liefði
verið fyrstur með uppástunguna
um að hjálpa henni, og allir stóðu
þeir á því fastar en fótunum, að
þeim hefði alltaf þótt miklu
vænna um ömmuna en hinum, sem
eiginlega væru bara að þykjast —
þegar allt kæmi til alls. Og þetta
rifrildi hélt áfram allan daginn
og allan næsta dag og þar næsta
dag, og þegar á leið, fór þeim að
takast verulega upp. Fúkyrðin,
sem þeir létu rigna hver yfir ann-
an, urðu ákaflega vel heppnuð og
um tíma lá við, að úr þessu yrðu
ein allsherjar slagsmál. En til
þess kom þó ekki. Þegar hama-
gangurinn var búinn að standa í
marga daga, án þess að neitt lát
yrði á honum, kom mamma strák-
anna állt í einu og kallaði á þá.
Hún var alvarleg í bragði og sagð-
ist þurfa að segja þeim sorgartíð-
indi.
Amma strákanna var dáin. Hún
hafði dáið úr elli og fátækt með-
an þeir voru að rífast og slást.
WMMWWMWWWWWMWWWWWMViWWWtWMWWWWWWWWWMWWW*
oij
— Afsakið, en þér skylduð
þó aldrei vera konan mín ..
mWMWWMWMMMMVMWMWMWMMWM*MMMWMMMWWMMMMMMMMMiMWM