Alþýðublaðið - 06.03.1966, Page 6

Alþýðublaðið - 06.03.1966, Page 6
 '// y' í-S'ákí.’ * V • ■••;. • . • : ' ::v-:- •■ ■■• •■-.•. ■; ■ ■ Iliiiililiiiilli i , ■?-, ,v ,-• - v' • - ,--,v~ vi^/xí-ií. i*-'i'Si, -, iiil8iiBgiB» -,, ,,ÍV/-' _ V ?- Xí - y " - j. j,. ,;■ .,fr,rfiCiKrfffýf ^,, :-x- • :••. 'íV«', ■"w ";: i: ' ; . ' : Þó að{ enn séu næstum tveir mánuðirt til sumardagsins fyrsta höfum víð þó notið mikiliar veð- urbiíðu jindanfarna daga. Margir tala um jað vorið sé á næstu grös- um, og ‘aliir hlakka til vorsins, bæði ungir og aldnir, held ég að segja megi undantekningarlaust. Það var faliegt á Seltjarnarnes- inu á föstudaginn var, þegar blaðamaður og ljósmyndari Al- þýðublaðsins óku þar um. Að vísu voru vegirnir ekki sérlcga góðir fyrir bílana, sólin hafði þýtt frostið og bíihjólin hálfsukku ofan í gljúpa vegina á einstaka stað. Einnig höfðu myndast pollar í iiolum og dældum. í túninu á Nesi voru nokkrir hestar og strax og við komum að girðingunni, komu þeir töltandi á móti. Þeir virtust alls ekki neitt hafa á móti viðtaii né myndatöku, nema síður væri. Og á sinn hátt sögðu þeir, að veðrið væri yndislegt, sólin hlý og falleg og bráðum færi grasið að grænka. Einn hestanna virt- ist svo alvanur ijósmyndurum, að hann stillti sér beinlínis upp - og hreyfði sig ekki, meðan teknar voru af honum myndir. Hinir voru aftur á móti mun ókyrrari, en jafnframt forvitnari, því að ann- ar hélt að myndavélin væri brauð og hafði fullan hug á að leggja sér hana til munns. Eða kannske hann hafi bara ekki viljað láta birta mynd af sér og ætlað að eyðileggja áhaldið? Vélinni varð þó bjargað með öllu, sem í henni var og sést árangurinn hér á síð- unum. Þegar við ókum niður Lindar- hrautina, hittum við þrjá drengi, sem voru að koma upp úr fjör- unni. Þeir sögðust hafa verið að horfa á ísjakana, en úti á fírðinum flutu margir ísjakar, sem óðum minnkuðu fyrir geislum sólarinn- ar. Drengirnir sögðust heita Viggó, Bjarni og Trausti. Viggó og Bjarni eiga heima á Seltjarn- arnesinu, en Trausti var í heim- sókn, því hann á heima i Hafn- arfirði. Neðar í fjörunni við Lindar- braut voru nokkur fleiri börn að leik, það er svo margt skemmti- iegt hægt að finna í fjörunni, alls konar kuðunga og skeljar, stund- um krossfiska og ígulker. Og stein- arnir eru svo sléttir og sumir svo sérkennilegir í laginu. Enda virt- ust börnin kunna að meta það. Ein telpan kom með stóran, þrí- hyrndan stein, setti hann í bát, sem þarna var og sagðist ætla að geyma hann þar, meðan hún leit- aði að litlum, kringlóttum stein- um. Aðspurð sagðist hún ætla að nota steinana í búið sitt. Stóri steinninn ætti að vera eldhúsborð, og litlu steinarnir kartöflur. En vantar þig þá ekki diskana? —• spurðum við. — Nei, ég á voða fína gierdiska með myndum, sem ég fékk í af- mælisgjöf. Ilún var auðsjáanlega ekki í neinum vandræðum með búskap- inn og var hlaupin í burtu til að tína fleiri kringlótta steina, áður en hægt væri að taka af henni mynd. Og hún var svo upptekin í steinasöfnuninni, að ekkert þýddi að kalla í hana aftur. — Þennan fallega hest hittum við í túninu á Nesi. Viggó, Bjarni og Trausti í ljörunni við Lindarbraut. 0 6. marz 1966 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.