Alþýðublaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 5
LISTI ALÞÝÐUFLOKKSINS Á SELFOSSI
LISTI ALÞÝÐUFLOKKSINS á
Selfossi við hreppsnefndarkosn-
ingarnar þar hefur verið ákveð-
inn og er hann þannig skipaður:
1. Árni Stefánsson skólastjóri.
2. Einar Elíasson húsasmiður.
3. Stefán A. Magnússon íþrótta-
kennari.
4. Guðmundur Jónsson skó-
smiður.
ð. Bergur Þórmundsson mjólk-
urfræðingur.
6. Ásgeir Sigurðsson hárskeri.
1. Jón I. Sigurmundsson kenn-
ari.
8. Þórður Þorsteinsson rafvirki.
9. Grétar Halldórsson iðnverka
maður.
10. Sigurður Grímsson verka-
maður.
11. Engilbert Þórarinsson raf-
virkjameistari.
12. Valgerður Sörensen frú.
13. Bjarni Ólafsson bifreiðar-
stjóri.
14. Guðmundur Ketilsson bif-
vélavirki.
Frambjóðandi til sýslunefndar:
Guðmundur Jónsson og
Bergur Þórmundsson.
Arni Stefánsson
Einar Elíasson
Stefán A. Magnússon
Guðmundur Jónsson
Bergur Þórmiuidsson
Asgeir Sigurffsson
Grétar Halldórsson
Sigurffur Grímsson
Engilbert Þórarinsson
Þorður Þorsteinsson
Jón I. Sigurmundsson
Benedikt Gröndal
UM HELGINA
Áttunda binginu
senn að Ijúka
ALÞINGI mun væntanlega ljúka störfum um mánaðamót, og
cru því tvær vikur eða svo til þingloka. Leysingar eru í störfum
þingsins. Mál, sern verið hafa frosin í nefndum eða ráðuneytuiu,
flæða nú inn í þingdeildir, en forsetar kepp-
-r-.ast við að afgreiða þau og halda kvöldfundi.
til að þreyta menn á málþófi. r-
Þetta er áttunda þingið i röð, sem hefup;
'áSL' ' mótazt af stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks-
||1 ins og Sjálístæðisflokksins, og er þá þingiíf
- lÉff 1958—59 talið með. Samstarf þessara flokka
W„3 hefur staðið í TV2 ár um þrjú ráðuneytl,
jt “ í||| Emils Jónssonar, Ólafs Thors og Bjarnat
* m Benediktssonar. Er þetta langa stjórnartíma-
llpíKi^ s bil einstætt hér á landi og vonandi fyrirboði!
......meira jafnvægis í málefnum þjóðarinnari
'WjM V framvegis en var 1933—58, hverjir sem kunn^
Enda þótt samstarf Alþýðuflokksins ogi
fcíslyillllll Sjálfstæðisflokksins hafi verið betra en menrij
hafa átt að venjast, hafa verið mörg ágrein-
iiigsmál milli flokkanna og eru enn. Það er ekki tilviljun, að frum-'
varpið um landbúnaðinn kemur ekki fram fyrr en á síðustu dögum
þings. Það fjaliar um eitt af mörgum málum, sem stjórnarflokk-
arnir eru ekki sammála um. Hafa ráðherrar rætt það mál undan,-f
íarið og náðist ekki samkomulag um frumvarpið fyrr en í síðastr.
liðinni viku.
Alþýðuflojkkurinn hefur haldið uppi mikilli gagnrýni á þáj
steínu, sem ríkt hefur í landbúnaðarmálum síðustu áratugi. Hefur
þessu aðallega verið svarað með því að fussa og kalla ráðherra
flokksins fjandmenn sveitanna. f
Vandamál í iandbúnaði eru ekki eingöngu íslenzkt fyrirbrigði.^
Um alla Evrópu og Ameríku liefur tæknin gerbreytt landbúnaðar-
framleiðslu og gert aldagamla búnaðarhætti úrelta. Fólk hefur
fíutzt úr sveitum í stríðum straumum, en hinir framleiða meira
en nokkru sinni, sem eftir verða. Vandinn er alls staðar að tryggja«
dreifingu og sötu búsafurða á verði, sem neytendur una við, en |
tryggja bændum um leið jafn góð lífskjör og aðrar stéttir hafa.,
\ið höfum enn ekki leyst þessa þraut, en það hafa nágrannaþjóðirJ
okkar ekki heldui . f
í sambandi við lausn þessa vanda, sem skapaðist þegar Alþýðu--i
sambandið eyðilagði sexmannanefndina, hefur Sæmundur Ólafsson,11
fulltrúi Alþýðuflokksins, borið fram tvær aðaltillögur. Önnur er 1
um verðlagningu búvöru. í því sambandi hefur kaup bóndans ver- \
ið reiknað með því að miða við aðrai- stéttir. Hefur verið venja
að fara m. a. eftir úrtaki úr framtölum annarra starfshópa. Þetta L
hcr'lr þýtt, að hændur hafa fengið sjálfkrafa hækkun og mjólk ,
og kjöt hækkað, tf sjómenn hafa komizt í aflahrotu, iðnaðarmenn
tekið upp ákvæðisvinnu eða eftirvinna verið óvenju mikil á möl-
inni. Hefur þetti þótt vafasamur samanburður og til þess gerður
að magna verðskrúfu meira en ella. '
Hin breytingartillagan var um útflutningsuppbæturnar, sem •.
nú nenia um 220 milljónum. Þær hafa aukizt hröðum skrefum og
mega lögum samkvæmt vera 10% af heildarframleiðslu bænda.f
Hafa Alþýðuflokk-'menn viljað gera ráðstafanir til að lækka þessl
útgjöld smám saman, og eru nú raunar allir sammála um — þar
á meðal bændur sjálfir — að draga verði úr mjólkurframleiðslu
til að minnka það afurðamagn, sem selja þarf úr landi með stór^ .
felldum ríkisstyi’k.
Niðurstaðan í máli þessu varð innan ríkisstjórnarinnar sú, að 1
gongið var inn á fyrri tillögu Sæmundar Ólafssonar, en ekki hina,-
síðori. Telur Alþjðuflokkurinn það svo mikils virði, að hann mutt'
styðja frumvarpið í heild eins og ríkisstjórnin leggur það framl
Hins vegar áskilur flokkurinn sér rétt til að halda áfram umræðuni
r.m önnur deilumál, sem óleyst eru.
Auglýsingasíml
Guffmundur Ketilsson
ALÞÝÐUBLAÐSINS
er 14900
AIÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. apríl 1966 §
Valgerffur Sörensen
Bjarni Ólafsson