Alþýðublaðið - 21.04.1966, Page 1
TVEIR ÞINGMENN BRUTUST UNDAN AGA EYSTEINS
GleÖilegt sumar!
■ í DAG er sumarda?urinn
fyrsti, hátíðisdagur barn-
anna, og verður hans minnzt
eins og venja er t»1 með
skrúðgöngum og skemmt-
unum. ALÞÝÐUBLA-ÐIÐ
sendir lesendum sínum
beztu kveðjur í tilefni dags
ins með þessari fallegu
mynd af litlum snáða með
flagg og blöðru. (Mynd: JV).
Keykjavík, EG. »
ÞEGAR atkvæðagreiðsla fór fram í neðri deild Alþingis í gær
um álmálið kom í Ijós, að Framsóknarflokkurinn er klofinn í mál-
inu, og tveir af þingmönnum hans brutust undan hörðum flokks-
aga Eysteins og sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Þessir þingmenn
voru Jón Skafíasan og Björn Pálsson, sem báðir lýstu því yfir-
að þeir teldu álsamningana í lieild horfa til hagsbóta fyrir land
og þjóð.
Eins og kunnugt er hafa frá
uþphafi verið mjög skiptar skoð-
anir um álmálið innan Framsókn-
ar og yngri menn flokksins hafa
ekki viljað una afstöðu forystu-
manna flokksins. Atkvæðagreiðsl-
ur um málið á Alþingi í gær
fylgis við skoðun. Eysteins, nema
þá Jón og Björn.
Á fundi neðri deildar í gær var
fyrst atkvæðagreiðsla um þá til-
lögðu Framsóknarmanna að vísa
málinu frá með rökstuddri dag-
skrá. Var nafnakalls óskað. Björn
leiddu i Ijós, að tekizt hafði að pálsSQn (F) gerði þannig grein
herja alla þingménn flokksins til
REKIÐ OFAN
í STARCKE
ÞEIRRI staðhæfingu Viggo
Starcke, fyrrum ráðherra, sem er
einn ákveðnasti andstæðingur af-
hendingar handritanna, að „allra
handritanna hafi verið aflað með
heiðarlegu móti, handritin hafi
öll vérið keypt og greitt hafi ver-
ið fyrir þau,” hefur verið harð-
lega mótmselt í „Aktuelt”, mál-
gagni jafnaðarmanna.
í grein í blaðinu bendir Berit
Hammer Jacobsen „den meget
skrivenda, islandsfjendtlige, hr.
Viggo Starcke” á afrit af tveimur
bréfum í ríkisskjalasafnimt
danska. í öðru bréfinu, dagsettu
14. 2. 1721, er aðmírál Raben
stiftamtmanni skipað að fást ekki
lengur við jlutning handrita Árna
Magnússoimr frá íslandi til Kaup-
mannahafnar. í hinu bréfinu er
Fr. Rostgárd leyndarskjalaverði
skipað að halda áfram sendingu
margra kassa með íslenzkum hand-
Framh. á 13. síðu.
fyrir atkvæði sínu við nafnakallið,
að hann teldi tillöguna miða að
því að ná hagstæðari samningum
og því styddi hann dagskrártillög-
una, sem var felld með 21 atkvæði
gegn 19.
Þá voru greidd atkvæði um
fyrstu grein frumvarpsins, Jón
Skaftason gerði þá grein fyrir at-
kvæði sínu er nafnakall var við-
haft og sagði Jón meðal annars:
Ég álít ýmislegt athugavert við
þessa samninga, en tel þá frek-
ar til hagsbóta fyrir landið í heild
og kjördæmi mitt, og mun ég
ekki greiða atkvæði um málið.
Framhald á 15. síðu
Pólsk útvarpsstöð
fruflar hlustun hér
Reykjavík. — EG.
EITT af því, sem veldur því, að
hér á landi eru hlustunarskilyrði
útvarps ekki jafn góð og ákjósan-
legt væri, er að nýlega er búið að
stækka útvarpsstöðina í Posna í
Póllandi lir 20 kílówöttum í 300
kílówött. Þessi stækkun stöðvar-
innar var gerð gegn harðorðum
mótmælum íslenzka Ríkisútvarps-
ins og í algjöru trássi við alþjóða-
reglur um þetta efni. Á þessa
leið mælti Gylfi Þ. Gíslason er
hann í sameinuðu þingi í gær
svaraði fyrirspurn frá Matthíasi
Bjarnasyni um hlustunarskilyrði
útvarps hér á landi.
Gylfi sagði, að samkvæmt at-
hugun Ríkisútvarpsins byggju 91
% hlustenda við góð móttökuskil-
yrði, en hjá 9% hlustenda væru
skilyrðin breytileg eða slæm. —
Segja mætti að 4% hlustenda
byggju við slæm skilyrði, sagði
ráðherrann. Þeir staðir sem verst
verða úti, eru austanverður Skaga
Framhald á 15. síðu.
OPNAN: Brynjólfur segir frá Ameríkuförinni
FÍ kðupir
Boeing 727
Reykjavík, — EG.
LAGT var fram á Alþingi
í gær frumvarp til laga um
heimild fyrir ríkisstjórnina
að ábyrgjast lán fyrir 80%
af kaupverði Boeing 727 far-
þegaþotu og nauðsynlega
varahluti, en þó ekki hærri
upphæð en 238 millj. kr.
Gert er ráð fyrir að hluta-
fé í Flugfélagi íslands verði
aukið, allverulega, eða þre-
faldað.