Alþýðublaðið - 08.05.1966, Page 4
mxEm
RUatiór&r: CyUl Gröndal (ib.) og Benedlkt Grtlndal. — RlUtftmarfuII.
trtl: ElBur GuSnaaon. — Slmar: 14800-14903 — Auglýalngaalml: 14908.
ASsetur AlþýBuhúalB vlB Hverflsgötu, Keykjavlk. — PrentsmlBJa AlþýSu
bUBdna. — Askrlftargjald kr. 95.00 — t lausasölu kr, 5.00 elntakML
Utgefandl AlþýOuflokkurlnn.
N&nni snýr aftur
JAFNAÐARMENN víðs vegfar að sitja þessa.
daga þing í Stokkhólmi og bera saman bækur sínar.
Hafa margir leiðtogar þeirra og ráðamenn haldið ræð
lir á þinginu, en þó hefur engin vakið eins mikla
athygli og sú, er ítalski jafnaðarmaðurinn Pietro
Nenni flutti í fyrradag. Var fögnuður þingfulltrúa
-rriikill yfir þeirri ræðu.
í lok heimsstyrjaldarinnar varð klofningur í
röðum ítalskra jafnaðarmanna. Vinstriarmur undir
forustu Nennis tók upp samstarf við kommúnista og
baráttu gegn þátttöku Ítalíu í Atlantshafsbandalag-
inu. Hinn armurinn, undir forustu Saragats, núver-
andi forseta landsins, beitti sér gegn samstarfi við
kommúnista og studdi vestræna utanríkisstefnu, eins
Ög' jafnaðarmenn hafa yfirleitt gert í Vestur-Ev-
. IffllIllllllllllllIliillSiillllilliiilillIliJllilllililllllllllllIlfflilllIll®
D
I Skemmtun fyrir
1 aldrað fólk
■jg Kvenfélag Alþýðuflokksins í jj
jg Reykjavík heldur sína ár-
H legu skemmtisamkomu fyrir §f
p aldrað fólk næstk. mánu- jj
j) dagskvöld, 9. maí í Iðnó. §§
g Sezt verður að sameigin-
I ; legri kaffidrykkju kl. 8.00.
Skemmtiatriði:
H
íslenzk kvikmynd.
1 Ræða. Séra Eiríkur J.
Eiríksson þjóðgarðs-
jj vörðm’.
Sýndir þjóðdansar.
Að lokum verður stig- ■
§§ inn dans.
jf Híð vinsæla RONDÖ-tríó
íffi leikur fyrir dansinum.
p Nánari upplýsingar í eft H
p. irtöldum númerum:
g 10-488 Aldís Kristjánsd., p
H 12-496 Kristbjörg Eggertsd. jg
m 16-724 Kristín Guðmundsd. ■
SMURI BRAUÐ
rppu.
Nenni sagði í ræðu sinni, að hann hefði með
samstarfi við kommúnista viljað varðveita einingu
and-fasista og vinna gegn NATO. Nú væru að-
Stæður allar hreyttar. Hann og flokkur hans hafa
sagt skilið við kommúnista, tekið aftur upp náið
samstarf við jafnaðarmenn Saragats og breytt svo
utanríkisstefnu sinni, að þeir styðja þátttöku Ítalíu
í NATO.
Með þessari sameiningu hafa ítalskir jafnaðar-
-4nenn öðlazt nýjan styrk og ný áhrif. Vinstri jafnað
dimenn sjá, að samstarfið við kommúnista varð að
eins til að auka klofning og áhrifaleysi hreyfingar-
innar.
Snittur
Opiff frá kl. 9-23,30
Brauðstofan
Vesturgötu 25.
Sími 16012
Vinnuvélar
til leigu.
Leigjum út pússninga-steypu-
hrærivélar og hjólbörur.
Rafknúnir grjót- og múrhamrar
með borum og fleygum.
Steinborvélar — Vibratorar.
Vatnsdælur o.m.fl.
LEIGAN S.F.
Þessir viðburðir munu vekja athygli um ‘allan
-4ieim. Sérstaklega ættu þeir Islendingar að taka eftir
orðum Nennis, sem sjálfir hafa gengið til samstarfs
við kommúnista í þeirri trú, að þeir stuðluðu að ein-
ingu vinstriafla. í þess stað stuðla þeir að sundrungu
Og draga ur áhrifum alþýðuhreyfingarinnar. Leið
Nennis til baka er hin rétta leið.
Sfmi 23480.
Björn Sveinbjörnsson
hæstaréttarlögmaffur
Lögf ræff iskr ifstofa.
Sambandshúsinu 3. hæff.
Simar: 12343 og 23338.
Kona og átta börn
ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur birt myndir og frásögn
a£ konu með átta börn, er býr í kofaræksni við
-Suðurlandsbraut, sem fordæmt hefur verið sem
inannabústaður. Með þessari frásgn, sem fólkið ósk
aði sjálft eftir, vill blaðið minna á, hvers konar
■aðstæður eru enn til í Reykjavík.
Sem betur fer hafa verið gerð stórátök í hús-
næðismálum með stórauknu ríkisframlagi, og yfir-
gnæfandi meirihluti Reykvíkinga býr í góðum í-
fcúðum. En vandamálin á þessu sviði eru mikil
enn. Allmargt fólk býr í heilsuspillandi húsnæði,
og er það verkefni borgarinnar að leysa slík vanda
tnáJ. Veitir ríkið raunar góðan styrk til slíkra mála.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
ión Finnsson hrl.
Lögfræðiskrifstofa.
Sólvhólsgata 4. (Sambandshúsið)
Símar: 23338 og 12343.
SKÚTU RYA TEPPI
Eru teiknuð og mótuð af viðurkenndu norrænu listafólki
Skútu Ryagarn, er sérstaklega unniS til teppagerðar og
er /iðurkennd gæðavara eins og allt annað
SKÚT0GARN.
Skúta Rya Teppin eru falleg, sérlega auðvelt að hnýta
Iþau og verðið hóflegt, eða 2000 til 2200 kr. hvert.
Leiða'.visir fylgi hverju Skútu-teppi og auk þess fri
tilsögn fyrir þá er þess óska.
Afgreiðum hvert á land sem er gegn póstkröfu en burð-
argjaidcfrítt ’ef greiðsla fylgir pöntun.
Laugavegi 4.
Sími 16764.
Ný sending
AF HOLLENZKUM KÁPUM
OG DRÖGTUM
tekin fram á morgun.
Glæsilegt úrval. — Allar stærðir.
Hagstætt verð.
BERNHARÐ LAXDAL
Kjörgarði.
4 8. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ