Alþýðublaðið - 12.05.1966, Síða 4

Alþýðublaðið - 12.05.1966, Síða 4
Á mmm RtbtJóríJ". Gylíi Gröndal (4b.) oí Benedlkt GrBndal. — RKstjiirnarfuU- triU: EiBur GuSnaaon. — Slmar: 14900-14903 — Auglýatngaalml: 1490«. ASaetur AlþýSubúslO vlO Hverflsgötu, Reykjavflt. — PrentamlSja AlþýOu blaSalna. — Askrlftargjald kr. 95.00 — 1 lausaaölu kr, 6.00 BlntakíO. Utgefandl AlþýOuflokkurinH. Síldcrrverð i Noregi NORSKA BLAÐIÐ „FISKAREN“ skýrði svo frá fyrir nokkrum dögum, að samningar stæðu yfir milli ríkisstjórnarinnar annars vegar en sjómanna og út- gerðarmanna hins vegar um aðstoð norska ríkisins við fiskveiðamar. Sagði blaðið, að fulltrúar sjó- manna og útgerðarmanna hefðu slakað á kröfum sínum um aðstoð sem nemur 50 milljónum norskra króna, er jafngildir um 300 milljónum íslenzkra. Er ætlunin, að þessi ríkisstyrkur verði tekinn af þeirri síld, s-em lögð verður upp í verksmiðjur til bræðslu. Aí þessum fregnum kemur fram, að í Noregi hafa til þessa verið stórfelldir ríkisstyrkir, meira að segja á bræðslusíld, sem hér á íslandi hefur verið á- góðasamasti hluti allrar útgerðar síðustu ár. Enda þótt Norðmenn treysti sér nú til að lækka uppbæt- ur á bræðslusíld, er ætlun þeirra samkvæmt frásögn „fiskaren“ að hafa ákveðna upphæð (en „pott“ eins og Norðmenn kalla það) til ráðstöfunar í styrki til bræðslusíldar, þar sem þess er talin nauðsyn. Enda þótt lækka eigi ríkisstyrk á bræðslusíld, fylgir fregninni, að ekki verði dregið úr uppbót- um á aðra síld og skyldar fisktegundir. Hafa samning ar um þessi mál verið hinir hörðustu, að því er hið norska blað segir. Oft er talað um, að síldar- og fiskiverð til sjó- manna og útvegsmanna sé hærra í Noregi en það hef ur verið á íslandi. Þær upplýsingar, sem hér hafa verið nefndar, eru án efa veruleg skýring á þeim mun. Norska ríkið greiðir stórupphæðir í uppbæt- ur með fisk- og síldarverði og heldur því uppi. Ekki þarf að efast um, að síldarverð mundi hækka veru- lega hér á landi, ef 300 milljónir væri greiddar úr ríkissjóði f uppbætur með bræðslusíld. Neyzlufiskur FISKLEYSI í Reykjavík er einhver bvimleiðasti vandi, sem húsmæður borgarinnar þurfa við að istríða. Mundi erfitt að sannfæra aðkomumenn um að það geti hugsanlega verið erfitt að sjá ekki istærri borg fyrir neyzlufiski, þegar borgin er reist rétt við ein mestu fiskimið veraldar. Björgvin Guðmundsson hefur minnzt á þessi mál í skrifum sínum í Alþýðublaðinu, og ýmsir fleiri hafa valfið á því 'athygli. Til dæmis hefur komið fram sú hugmynd, að Bæjarútgerð Reykjavíkur tæki að sér að leysa þennan vanda á einn eða annan hátt. Þarf þá að gera ráð fyrir, að þær 'aðgerðir kosti eitthvað og má ekki líta eingöngu á slíkt mál frá gróðasjónar- miði. Þjónusta við almenning á ekki að vera gróða- lind. Borgarstjómarmeirihlutinn er ótrúlega þröng- sýnn í þessu máli, en á vonandi eftir að heyra rödd húsmæðra. 4 12. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar Seljum næstu daga allar okkar vörur á heildsöluverði, þar sem loka á verzluninni um óákveðinn tíma. — Notið þetta einstæða tækifæri. Húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar Austurgötu 2, Hafnarfirði. Páll Framhald af 5. sífíu. um 100 rúm fyrir allt Reykja- víkursvæðið í dag, og þar af a.m.k. 50 fyrir slys eingöngu ef með eru talin höfuðslys. Slysadeild í sambandi við Slysa varðstofu (þyrfti því að hafa 50 sjúkrarúm ef hún ætti að ann- ast það. hlutverk er hér hefur verið rakið. Hér verða þessi mál ekki rædd í smáatriðum, en þess ar hugleiðingar leiða að því hug ann, að nauðsyn ber til að ríki, sveitarfélög og einstaklingar er annast sjúkrahúsrekstur og heil- brigðisþjónustu skipti með sér verkum um hin ýmsu svið þess- ara starfa. Æskilegast væri að sjálfsögðu að samvinna væri milli þessara aðila, en reynslan hefur sýnt að slíkrar samvinnu er varla að vænta. P. Sig. Óskar Framhald úr opnu. sem leita verði lausnar á eftir félagslegum leiðum og með fjárhagslegum stuðningi ríkis og sveitarfélaga. Alþýðuflokkurinn varð fyrst- ur stjórnmálaflokka hér á landi til þess að móta þessa stefnu og vinna henni fylgi með þjóð- inni. Jafnaðarmenn hafa alla tíð látið sig húsnæðismólin miklu skipta, þæði á Alþingi og í borgarstjórn og tekizt að þoka fram verulegum umbótum á þessu mikilvæga sviði. Þessari baráttu mun Alþýðuflokkurinn halda áfram. , Endanleg lausn húsnæðismála í velferðarríki mun sjálfsagt al- drei finnast. Umbóta mun því ávallt þörf. Að þeim munum við vinna hér eftir sem hingað til. Alþýðuflokkurinn heitir á Iiðveizlu allra umbótasinnaðra manna, kvenna sem karla og ekki sízt unga fólksins, sem mest á undir því að húsnæðis- mólin komist í eðlilegt horf. Bifreiðaeigend ur sprautum og réttum Fljót afgreiðsla. Bifreiðaverkstæðið Vesturás h.f. Síðumúla 15B, Sími 35740. Símar: 23338 og 12343 KAUPMENN OG KAUPFÉLÖG Fyrirliggjandi: Mjög fallegt úrval af kjóla-, pilsa- og blússuefnum. Kr. Þorvaldsson & Co heildv. Grettisgötu 6 — Símar 24730 og 24478. KAUPMENN OG KAUPFÉLÖG Fyrirliggjandi: Fallegt úrval af hvítu og mislitu silkidamaski. Kr. Þorvaldsson & Co heildv. Grettisgötu 6 — Símar 24730 og 24478. KAUPMENN OG KAUPFÉLÖG Fyrirliggjandi: Dúnhelt og fiðurhelt léreft. Kr. Þorvaldsson & Co heildv. Grettisgötu 6 — Símar 24730 og 24478. Söluskattur Dráttirvextir falla á söluskatt fyrir 1. ársfjórðung 1966, svo og nýálagðar hækkanir á söluskatti eldri tímabila, 'hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagl fyrir 15. b.m 'Dráttarvextirnir eru V/2% fyrir hvern byrjaðan mán- uð frá gjalddaga, sem var 15. apríl s.l. Eru því lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og með 16. þ.m. Hefst þá án frekari fyrirvara stöðvun atvinnurekstrar þeirra, sem eigi hafa skilað gjöldunum fyrir lokun skrifstofunnar laugardaginn 14. þ.m. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN Arnarhvoli.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.