Alþýðublaðið - 11.06.1966, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 11.06.1966, Qupperneq 5
Jakob Thorarensen: NÁTTKÆLA Kvæði Heígafell, Reykjavík 1966. 106 bls. Fyrir skömmu varð Jakob Thorarensen áttræður að aldri, nestor íslenzkra skálda. Var þess að sjálfsögðu minnzt viðeigandi bæði í blöðum og útvarpi og sjálf sagt víðar; vinir Jakobs hylltu hann og verk hans, manninn og skáldið. Sjálfur hélt hann upp á aímælið með að senda frá sér nýja bók, Náttkælu, tíundu ljóða- bók sína. Það væri óviðeigandi og ómak- legt að halda því fram um þessi nýju Ijóð Jakobs Thorarensen að ekki sæust á þeim ellimörk; þess gætir að sönnu hvarvetna i bókinni að skáldið er tekinn fast að eldast. Sjálfur tekur hann ellinni með karlmennsku: Um áttrætt víst næsta naumur lífsins auður. Níræður þarftu löngu að vera dauður, Jakob Thorarensen kveður hann um hinztu ævispor mannsins. Og sitthvað fleira í bók iians fjallar beint og óbeint um elli og dauðagrun, haust og að- för vetrar: Hver vindgustur dimma bumbu ber sem boðar ið napra haustið, reiðslusýning Sérfræðingar í hárgreiðslu og hárlitun frá fyrirtækinu L’Oréal í París hafa nýverið dvalizt hér’ á landi og sunnudaginn 5. júní sýndu þeir nýjungar í klipping- um, hárlitun og hárgreiðslu á Hótel Sögu. Voru þar sýndar mis munandi greiðslur og voru sýn- ingardömurnar 16 að tölu. Létu hárgreiðslukonur í ljósi sérstaka ánægju með sýninguna og vör- urnar, sem sýndar voru. Sérfræðingarnir frá L'Oréal voru Egill Larscn, sem hefur vei’- ið Evrópumeistari í hárgreiðslu og II.E. Vestergaard, sérfræðingur í ljárlitun, auk þess Frakkinn Georges Sales, forstjóri Norður- landadeildar fyrirtækisins. Sérfræðingarnir létu í ljósi á- nægju yfir því að hafa fengið tækifæri til að koma hingað og kynna íslenzkum konum vörur fyrirtækisins og helztu nýjungar í hárgreiðslu, hárið ætti að vera sem eðlilegast og litirnir sam- kvæmt því. segir hér í kvæði sem nefnist Haust. En þetta er engan veginn aðalefni bókarinnar. Þótt Nátt- kæla auki engu við hróður Jak- obs Thorarensen, sem fráleitt væri að krefjast af bókinni, sver hún sig að efni og kveðandi í ættina við fyrri verk hans. Hann kveður ættjarðar- og sögukvæði, mannlýsingar, þar á meðal um Þuríði formann, gamankvæði og ádeilur. Ýmislegt í fari nútíðar vekur honum sem áður tortryggni, ama, fyrirlitning, en ekkert þó sem atómsins glæfraspil og þeir sem það iðka, og þætti víst skað- iaust þó væri skaðadýr þessi í skyndi skorin niður við trog. Karlmannlegt lífsviðhorf, kjarn mikið orðfæi’i skóldsins eru söm sem áður, þó kvæðin séu misjöfn eitt og eitt. Þess mætti rekja ýms dæmi úr bókinni. - En hér skal í staðinn tilfært kvæði í heilu líki sem mér sýnist með þeim beztu í Náttkælu; Sólstund nefnist það: Brott er flest og þorrið þor þess er fyrr ég unni, furða er samt hve vorsól vor vermir í minningunni. Blika sé ég möi’k og mar minna æskutíða, skrvtilega skiptast þar skuggar — hregg og blíða. Sú er kunnust lífsins list að iáta þræði rakna, allt sem vinnst er óðar misst, einskis skal þó sakna. Þessi stuiid er þakkarverð þó að líði að hausti; söm er jafnan sólar gerð. Sofnum í röðuitrausti. Frainhald á 10. síðu. „Afturgönguráí á Norðurlandi Leikför Þjóðleikhússins út á land hefst 19. júní og er það leikritið Afturgöngur, eftir Ilen rik Ibsen, siem sýnt verður að þessu sinni. Leikurinn var sýndur hér í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári við ágæta dóina og aðsókn og urðu sýningar alls 20. Leik stjóri var Gerda Ring og hlaut sýningin mjög góða dóma lijá gagnrýnendum. Leikendur eru aðeins fimm, en þeir eru, Guðbjörg Þorbjarnar dóttir, Gunnar Eyjólfsson, Valur Gíslason, Lórus Pálsson og Bryn dís Schram. Leikmyndir eru gerð ar af Lárusi Ingólfssyni. Fyrsta sýningin verður eins og fyrr segir sunnudaginn 19. þ.m. og verður hún á Blönduósi. Það an verður svo haldið til Akureyrar og sýnt þar tvisvar sinnum. Þá til Húsavíkur, sýnt í Skúlagarði Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Sauð árkróki og að lokum verður sýnt í hinu glæslega nýja félagsheim ili Ásbyrgi i Miðfirði þann 30 júní og verður félagsheimilið vígt þenn an sama dag, svo að þetta verður fyrsta sýningin í þessu nýja húsi. Það hefur á liðnum árum ver- ið fastur liður í starfsemi Þjóð leikhússins að senda órlega ein hverja af beztu sýningum leikhúss ins út á land. Á s.l. ári sendi Þjóð leiklnisið leikritið „Hver er lirædd ur við Virginíu Woolf?“ og var bað ágæta leikrit sýnt nær því 50 sinn um víðsvegar um landið. Af öðrum sýningum, sem Þjóðleikhúsið hef ur sent út á land má nefna þess ar t.d^ Andorra, Horfðu réiðut? um öxl, Föðurinn, Tópas, Ilorft af brúnni og fl. Þjóðleikhúsið hefur á s.l. lö áí' um sýnt fjögur leikrit eftir Hen rik Ibsen og eru þau þessi „Pót ur Gautur, Brúðuheimilið, Villi öndina og nú síðast Afturgöngui’. Ólafur Jónsson leikgagnrýnandi Alþýðublaðsin* segir m.a. í Alþýður blaðinu 16 október sl. „í þriðja þætti reis leikur þeirrá Guðbjargar og Gunnars hæst Þar háðu hefðbundnar skilningsviðj- ar sýningunni ekki lengur, þar var Ibsen loks alskapaður á sviðí Þ j óðleikhússins." Myndin er af Gunnari og Guð björgu í hlutverkum sínum. Nýr húningur enskra skáta London 10. 6. (NTB-Reuter^ Brezkir skátar munu nú segjá skilið við hinn gamla einkennis búning sinn, sem er frá dögum Búastríðsins, þar sem hann er. tal inn úreltur og barnalegur. Éiníi ig munu þcir hætta að kallalsig skáta (Boy Scouts) á sömu [or- sendu. Nýi einkennisbúningurinn Verð ur dökkgræn alpahúfa og skyrta í sama lit og gráleitar buxurj áh uppbrots. Nefnd sú sem mælir með hinum nýja einkennisbúninaV leggur einnig til að samstarf s^á.ta drengja og stúlkna verði aukið. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. júní 1966 $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.