Alþýðublaðið - 09.07.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.07.1966, Blaðsíða 1
Laugardagur 9. júlí 1966 - 47. árg - 152 tbl. - VERÐ 5 KR. Reykjavík, EG. Varðveizla friðar í heiminum er höfuðmarkmið Sam- einuðu þjóðanna, sagði U Thant, aðalframkvæmda- stjóri samtakanna í afburða snjallri ræðu, er hann flutti í hátíðasal Háskóla íslands í gær. Hvert sæti í salnum var skipað, fólk stóð með veggjum og fjöldi manns var í anddyri háskólans og hlýddi á ræðuna. Ármann Snævarr háskólarektor kynnti U Thant, sem var fagnað með miklu lófataki. I-fctta er mjög góður banani og furðulegt að hægt skuli vera að rækta hitabeltisávexti á íslandi, sagði Ij Thant í gróðurhúsi í Hveragerði sem hann heim rótti í gær. Með aðalritaranum er Emil Jónsson, v.tanríkisráðherra en þeir fóru í ferðalag til Þingvalla og Hveragerðis í gærdag. Sjá nánar á 3.’ éíðu, — Mynd: JV, FEROAMALARÁÐ RÆÐST Á HNGVALLÁNEFND Reykjavík, — EG. Feðamálaráð hefur sent frá sér ályktun þar sem störf Þingvalla nefndar eru gagnrýnd harðlega. 1 ályktuninni er nefndin sökuð um að hafa heimilað einstaklingum að reisa sumarbústaði í landi þjóð garðsins á Þingvöllum og látið liggja að því að nefndin hafi í hyggju að úthluta enn af landinu. Emil Jónsron utanríkisráðherra sem er formaður Þingvallanefnd ar sagði við Alþýðublaðið í gær kvöldi að í þessari yfirlýsingu væru hrein ósannindi, er ættu sér enga stoð í veruleikanum. Eng um lóðum hefur verið úthlutað úr landi þjóðgarðsins og kæmi slíkt ekki til mála. í sama streng tók séra Eirikur J. Eiríksson þjóð garðsvörður er blaðið ræddi við hann. Ályktun Ferðamálaráðs fer hér á eftir: „Á 87. fundi Ferðamálaráðs, þar sem m.a. var rætt um friðun Þing 1928 um friðun Þingvajla til varð valla, var eftirfarandi tillaga sam veizlu hinnar óspilltu náttúru þjóð garðsins af ágangi ♦manna ng „Ferðamálaráð telur að Alþingi dýra og þjóðinni allH tiT trygg hafi sett lög nr. 59 frá 7. maí Frh. á’ 14. síðu. Verkfall í w r Rvík, — GbG . | stendur. Þó hafa þjónar gert und Hafið er verkfall veitingaþjóna anþágur vegna erlendra ferða- á hóteíum og veitinigahúsum öll manna með skemmtiferðaskipum um, þar sem þjónar starfa. Hót og samkvæma, sem ókveðin hafa elin halda uPPi eðlilegri þjónustu verið t.d. samkomu ungtemplara að við gesti sína, en önnur starfsemi | Hótel Sögu. liggur niðri meðan á verkfallinu 1 Framhaid á 14. síðu. í upphafi ræðu sinnar rakti hann friðarhlutverk Sameinuðu þjóð- anna. Við verðum að búa saman á þessari plánetu eins og góðir grannar og vinna að því eftir megni að samræma ólík sjónar mið margra landa, vinna að efl ingu friðar og efnahagslegs- og fé lagslegs öryggis og framfara, sagði hann. Mannkyn er á tímamótum og ef við \dljum forðast gjöreyðingu kjarnorkustríðs verðum við að til einka okkur ný lífsviðhorf og nýj an hug'-unargang. Saga mannsins nær eina milljón ára aftur í tím ann. Framfarir hafa verið gífur legar á öllum sviðum. Mikil and leg afrek hafa verið unnin, en samt er hætta á ferli, og til að forða því að illa fari verðum við að lita í innri barm og breyta við horfum okkar. — Skortur á umburðariyndi í trúmálum var áður orsök margra styrjalda, sagði U Thant en nú á dögum er það skortur á pólitísku umburðarlyndi, sem skapar hætt una. Nú ■ ríkir umburðarlyndi í trúmálum og að því mun einnig koma að umburðarlyndið ráði ríkj um á sviði stjórnmálanna. Ég trúi því, að mannkynið standi nú á tímamótum. Við verðum að sam einast og mynda eitt mannlegt samfélag. — Lýðræði er eina stjórnarformið, sem samræmist snilligáfum mannsandans. í lýðræð isþjóðfélaginu eru mannréttindin virt. Lýðræðið tekur fram öllum einræðisrtjórnarháttum. — Víndar breytinganna blása nú úr öllum áttum, sagði framkv.st. Sameinuðu þjóðanna. Allt er að breytast, en þróunin er hæg og verður vart greind í samtimanum. Við mannfólkið verðum að leggja aukna áherzlu á hið andlega og siðferðilega. í tækniþróuðu löndun um er meginéherzla lögð á þjálfun liugans og að vinná afrek á sviði taekni og vísinda. í mínu landi, eins og mörgum öðrum Au<-turlöndum er meira hugsað um hið andleea og siðferðilega, sem tæknin oft lætur lönd og leið. Þetta verður áð bla-ndast saman í auknum mæli og meira en verið hefur til þessa Við verðum að vinna saman að U Thant flytur erindi sitt í hátíða sal Háskólans. friði. Sameinuðu þjóðirnar eru þar vonarljós mannkyns, Sumir vilja að þar fari aðeins fram um ræður, en aðrir vilja gera þær að áhrifaríkri stofnun til varðveizlu friðar. Ég tilheyri síðari hópnum Það er okkar allra að sjá til þess að Sameinuðu þjóðirnar geti gegnt hlutverki sínu eins vel og frekast er kostur. Háskólarektor Armann Snævarr þakkaði U Thant frábæra ræðu Framhald á 15. síðu. Per Borten til Islands Ríkisstjórn íslands hefur boðið Per Borten, forsætis . ráðherra Noregs og frú hans í opinbera heimsókn til ís- lands, er hefjast mun 7. sept ember næstkomandi. MMM»MWWWMWMWMW IÐUR ER TAKMARKIS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.