Alþýðublaðið - 09.07.1966, Blaðsíða 4
£= RitstiárTÖrn Eidsson
Rltatjórtr: Cylfl Gröndal (4b.) og Benedlkt Gröndel. — Rltatíóm&rfuU-
trúl: ElOur GuOnason. — Slmar: 1 ■4900-14903 — Auglýolngasíml: 1490«.
ASsetur AlþýðuhúalO vlO Hverflsgötu, Reykjavík. — PrentsmlOja Alþýðu
bUOdng. — Askxlftargjald kr. 95.00 — 1 lausesölu kr. 6.00 elntakltL
Gtgefandl AlþýOunokkurlna.
HITAVEITAN
HITAVEITAN hefur í hyggju að stórhækka alla
taxta sína á næstunni. Kemur það varla á óvart, því
fá fyrirtæki geta hjá því komizt að fylgja almennt
hækkandi verðlagi. Þó ber yfirvöldum að sýna fyllstu
jgát og hafa slíka hækkun eins litla og framast verður
;komizt af með.
í umræðum um þetta mál í borgarstjórn Reykja-
víkur flutti Bárður Daníelsson, fulltrúi Alþýðuflokks-
jins, athyglisverða ræðu um gjaldskrá hitaveitunnar.
Benti hann á, að það gæti verig mjög óréttlátt að inn-
jheimta fyrir það magn af vatni, sem notað er, því
'að vatnið sé mismunandi heitt í húsum. Fá Reykvík-
ingar því misjafnlega mikinn hita af tilteknu magni
;af vatni eftir því hvort þeir fá til dæmis 90 gráðu
jeða 60 gráðu heitt vatn.
Bárður benti á, að óverjandi væri að gera á þenn-
jan hátt upp á milli viðskiptavina hitaveitunnar. Taldi
hann nauðsynlegt að finna betra kerfi, þar sem reynt
iyrði að komast nær því að fólk greiði fyrir þann hita,
jsem það raunverulega fær.
I
|
Ræða Bárðar vakti athygli fundarmanna, enda
jhreyfði hann þama merkilegu hagsmunamáli reyk-
jvískra neytenda.
| SÖGUEÖLSUN
SÍÐASTLIÐINN FIMMTUDAG voru liðin 25 ár
síðan bandarískt heriið kom til íslands til að taka við
vörnum landsins samkvæmt samkomulagi, sem ís-
landingar höfðu gert við Roosevelt forseta. Hét for-
getinn þá að herinn yrði kallaður heim í stríðslok.
í tilefni af afmæli þessu mátti lesa eftirfarandi
iklausu í Þjóðviljanumí gær: „Um þessar mundir er
21 ár liðið síðan það loforði Roosevelts var svikið;
Bandaríkin neituðu að flytja heri sína burt og sitja
jhér enn sem fastast.”
j Þetta er furðuleg fölsun og sýnir, hvernig komm-
júni^tar gerbreyta staðreyndum til að láta það sem
þeir.kalla sögu, falla inn í áróður þeirra. Bandaríkja-
imenn óskuðu eftir herstöðvum hér, en var neitað.
Þá kölluðu þeir allan her sinn frá íslandi, eins og
þeirá bar skylda til, og verður því ekki véfengt, að
jTruman forseti stóð við heit Roosevelts. Löngu síðar
ikom núverandi vamarlið hingað á vegum Atlants-
jhafsbandalagsins að ósk og með fullu samþykki ís-
íenzkra yfirvaida. Það hefur verið og er algerlega á
jvaldi íslendinga sjálfra, hvort þetta varnarlið verður
hér lengur eða skemur.
4 ALÞÝ0UBLAÐI9 — 9. júlí 1966
Kennarinn sigraði
á Jónsmessumótinu
Á Jónsmessukvöld þann 23.
júní síðastliSinn liófst hin árlega
Jónsmessukeppni GR á Grafar-
lioltsvellinum. Keppt er um fall-
egan litinn bikar, sem er farand-
gripur fyrir beztan árangur með
með forgjöf í 18 holu höggleik.
Veður var ákjósanlegt til golf-
leiks, þó dimmt vœri yfir. Til
leiks voru mættir 35 kylfingar.
Og er þátttakan í kappleikjum
félagsins nú í sumar að verða mjög
stöðug og myndarleg. — Árangur
varð þó eigi svo góður, sem
skyldi. Tveir vaxandi kylfingar
urðu jafnir í 1. sæti, þeir Hans
ísebarn og Jón Þór Ólafsson á 66
höggum nettó (að frádr. forgj.).
Urðu þeir því að leika til úrslita
18 holur miðvikudaginn 28. júní.
Lauk þeirri viðureign svo, að Jón
Þór Ólafsson sigraði með talsverð
um yfirburðum eða 67 nettó, en
Hans ísebam iék á 80 nettö. —
Hlaut Jón Þór Ólafsson því bikar-
inn til varðveizlu ósamt eignabilc-
ar. Jón hefur staðið sig afar vel
í sumar og meðal annars unnið
Firmakeppnina; og fengið forgjöf
sína marglækkaða. Hann hefur
lagt sérstaka rækt við að bæta
leik sinn og hefur notið leiðsagn-
ar hins ágæta kennara klúbbsins,
Magnúsar Guðmundssonar. Hér
fer á eftir árangur í keppninni:
Án forgjafar:
Magnús Guðm. 75 liögg
(keppti sem gestur).
Óttar Yngvason 80 högg
Jóh. Eyj.
Einar Guðnas.
Hans ísebarn
Með forgjöf:
Hans ísebarn
Jón Þór Ól.
83 högg
85 högg
86 högg
66 högg
66 högg
Páll Ásg. Tryggvas. 68 högg
Magnús Guðm, 69 högg
Elías Kárason 70 högg
Hjónakeppni GR.
Sunnudaginn 19. júní fór fram
hin vinsæla Hjónakeppni GR. —
Einungis 6 kylfingar og frúr
þeirra tóku þátt i keppninni nú.
Leiknar voru 12 holur án forgjaf-
ar að sjálfsögðu. Skilyrði voru
fremur slæm, gras mjög sprottið
og aðrir erfiðleikar, sem erfitt er
að yfirstíga nema með góðri sam-
vinnu. Gunnar Þorleifsson bók-
bandsmeistari og frú Hildur Krist
insdóttir sigruðu glæsilega á 65
höggum- Viðar Þorsteinsson bók-
bandsmeistari og frú voru í öðru
sæti á 69 höggum. Vonandi sýna
fleiri frúr velvilja sinn til golf-
leiksins að ári. Sjón er sögu rík-
ari.
Frá 17. júmmóti
að Leirárskóla
liátíðardagsins. Afrek
eru helztu úrslit:
100 m. hlaup:
Karlar:
Kristjón Gunnarss. Þ.
Magnús Ólafsson, H.
Einar Þórarinss. H.
Garðar Ellertsson, Þ.
Konur.
Unnuc Bergþórsd. R.
Ragnh. Þorgrímsd. Þ.
Leir Geirfríður Ben. Þ. 15,8
þjóð- Þuríður Magnúsd. H. 17,2
voru m sr
mótið Hástökk:
. Hér Anton Ottesen, Þ. 1,54
Ágúst Hjálmarsson, Þ. 1,42
Einar Þórarinsson, H. 1,27
Magnús Ólafsson, II. 1,22
Þórdís Harðard. H. 1,17
13,0 Ingibjörg Njálsd. H. 1,17
13,1 Rut Gunnarsd. Þ. 1,12
13,3 Maria Brynjólfsd. Þ. 0,97
14,1 Langstökk: Anton Ottesen, Þ. 5,55
15,0 Magnús Ólafsson, H. 5,09
15,5 Framhald á 10. síðu.
★ ARNARHÓLL
EÐA HEIMILIN.
Þegar rætt er um áfengisvanda-
mál, hugsa flestir til þeirra vesalinga, sem drekka
á almannafæri, til dæmis þeirra, sem halda sig á
Arnarhóli á sumrin. Þetta er þó aðeins einn þátt-
ur áfengisvandamálsins, en aðrar hliðar þess eru
ekki síður varhugaverðar, þótt minna beri á þeim.
Um þessar mundir skrifa blöð á
Norðurlöndum mikið um drykkjuskap roskins fólks
á heimilum sínum. Þetta er ekki fólk, sem heldur
uppi háreisti og látum, heldur drekkur það reglu-
lega og án þess að þeir verði varir við. Margir á-
fengissjúklingar, sem hafa komið í ljós í Sví-
þjóð undanfarin misseri, reynast hafa drukkið á
kvöldin og liorft á sjónvarpið. Þetta fólk hefur
sýnilega fá eða engin áhugamál og drepur tímann
með þessu tvennu.
★ EITUR í
VERMOUTH.
Sænskar fréttir segja frá konum,
sem koinu til lækna með hina furðulegustu sjúk-
dóma. Þær sáu sýnir og þjáðust af öðrum andleg-
um kviilum, voru lifrarveikar og áttu erfitt með
gang. Rannsóknir visindamanná hafa nú leitt í
ljós, að þessar konur hafa drukkið mikið magn af
Vermouth, en í því reynast vera eiturefni, sem
hafa þessi áhrif, ef nógu mikils er neytt. Rann-
sóknir í Neurologiska Kliniken í Borás leiddu í
ljós, að Vermouth, sem er um 15% að styrkleika,
er efnið ..artemisia absinthinon,” sem einnig er {
absinti, áfenginu, sem er bannað í flestum löndum.
Sænsku læknarnlr komust að raun
um, að konurnar höfðu drukkið mjög mikið magn.
Sumar höfðu með manni sínum drukkið heila flösku
á liverju kvöldi, dag eftir dag. Þótt þessi ósköp
gerðust í félagsskap við sjónvarpið, töldu lækn-
arnir það með öllu saklaust af kvillum kvemianna.
★ KONUR DREKKA
EINAR.
Annar sænskur læknir og þing-
maður, Bertil von Friesen, sagði í blaðaviðtali eftir
fundi um áfengismálin í Danmörku, að jafnrétti
og velmegun virtust auka drykkjuskap kvenna. —
Hættulegast sé, er þær drekka aleinar heima hjá
sér, enda séu þær mikið einar, þegar menn þeirra
eru við vinnu. Hann sagði, að hættulegt væri að
drekka kokkteil í staðinn fyrir kaffi. Annars sagði
þessi læknir, að bæta þyrfti verulega meðferð
drykkjusjúkra og fara með þá sem sjúklinga, það
væru þeir.