Alþýðublaðið - 22.07.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.07.1966, Blaðsíða 7
Böðvar Guðmundsson: í MANNABYGGÐ Reykjavík, Heimskringla 1966. 72 bls. FYRRI LJÓÐ Böðvars Guð- mundssonar, sem birtust í bók 1964, voru þeirrar tegundar sem nefna mætti „norrænukveðandi,” jafnvel „norrænudeildarkveðandi.” Höfundur sem svo kveður leggur alla stund á að hagnýta sér mennt- un sína í„fræðunum,” fornu skáld- skaparmáli og bókmenntum; hann vill kveða stillt og viturlega und- ir þessu lagi um sinn eigin tíma og tilfinningar. Og yfir bók Böð- vars Guðmundssonar sveif andi tveggja skálda, sem kannski var ekki tiltökumál, þeirra Guð- xnundar Böðvarssonar og Hannesar Péturssohar; það mátti víst ætt- færa flest ef ekki öll kvæðin til annars hvors þeirra. Austan Eli- voga nefndist þessi fyrsta bók Böðvars. Nú er blaðinu snúið við í nýrri ljóðabók og áherzla lögð á það með heiti hennar. í manna- byggð nefnist bókin. Og hún er einkum áhugaverð fyrir þá við- leitni sem þar er til að efla sér eigin talandi, kveða undir eigin lagi — eða lagleysu heldur en ekki. í mannabyggð skiptist í þrjá kafla og nefnist sá fyrsti Hug- vekjur, annar Söngvar, þriðji Kvæði. Böðvar kveður nú í manna- byggð, og hann vill flytja ádeilu, hafa erindi fyrir mönnum; hug- vekjur hans mættu allt eins kallast ádrepur, og fleira er í þeim dúr síðai-. Ein hugvekjan fjallar til að mynda um Rétt íslendinga; niður- lag hennar er svona: Og þar kom um síðir að ég andvarpaði út í nóttina: Kæra nótt, getið þér sagt mér hvað er eiginlega réttur íslendinga, þjóðarrétturinn? og svarið: Hangikjöt er þjóðarréttur ís- lendinga. Fyrst er kindinni slátrað síðan er kjötið reykt þá soðið og étið með kartöflu- jafningi gott er að hafa rauðkál og laufa- brauð með. Það skal éta á jólum og við önnur hátíðleg tækifæri. Einnig við jarðarfárir og fer mjög vel á því. Aðrar hugvekjur Böðvars fjalla um íslendinga búsetta erlendis, bókmenntaáhuga, framtíðar- drauma íslendings; hann kveður um það hve mikið þurfi til að við verðum bifreiðir, og yrkh' oss hvöt að hætta skítkasti, sem ekki sé til neins, en kasta grjóti i staðinn. Ádeiluaðferð hans er fólgin í hálfkæringi, ruglandi, spotti; hann hefur gaman af að snúa út úr, stæla og skrumskæla orðafar annarra skálda. Þetta get- ur tekizt dável; það er einatt broddur í orðum Böðvars og stundum næsta biturlegur. En það er engu líkara en hann hafi ekki enn náð valdi á aðferð sinni, hag- nýtt til hlítar hagmælsku sína sem er umtalsverð, bæði 1 lausu máli og bundnu. Einatt er bendi- fingur augljós í ádrepunum og hillir undir hvunndagslegan siða- boðara að baki hans; en bein boð- un lætur Böðvari enn sem komið er síður en ekkj. Þetta er aug- Ijóst af ýmsum hugvekjunum, en sést bezt af kvæði sem nefnist Þjóðarþankar; þar fer jafnvel kveðandin úr skorðum: Ég veit ekki neitt sem er aumara, andstyggilegra en íslendingurinn, sem flúði heimabyggð sína til framandi landa og felur þjóðerni sitt og fyllir lygi og níði í galtóma sál. Beztur er Böðvar þar sem hann nær nokkrum léttleik á flugnum, gjarnan í lausrímuðum kvæðum með meiri og minni hliðsjón af fyrri kveðskap. Hér er til að mynda Það sem hann las á útsýn- isskífunni við Almannagjá, hagan- legt kvæði þó ekki sé það í stóru broti: Hér uppi á kletti stóð Þorgeir á þingi þarna í hylnum var konunni drekkt. Sjá, þar á bletti af blásvörtu lyngi borðar nú krummi og ungjóðið frekt. Þarna hjá ánni er þjóðlé&ur, staður •• rðítf í. þar hvíla Einars og Jónasar bein og hér uppí gjánni í myrkrinu, maður, máluðu kömmarnir landráð á stein. Hugljúfi granni ef hefurðu næði hugsa þá um það og fjölskylda þín hálfpart í gamni hálfpart í bræði að hérna sleit lýðveldið barns- skónum sín. í þessum sama skop- og hermitóni er það sem Böðvar Guðmundsson kveður bezt í mannabyggð: hálf- kæringsbragurinn leyfir háði hans að njóta sín. Þess eðlis eru „sögu- ljóð” hans tvö í bókinni, nýtt kvæði af Ólafi liljurós og kvæði af ísbirni sem að vísu stendur því fyrrnefnda að baki; og lánast þau miklu betur en alvarlegri ljóðræna hans í bókinni þar sem slíkt er borið við. Má vera að hálf- kæringstónninn lýsi bezt hug „lýð- veldiskynslóðarinnar” og betur en margt sem með meiri andhita er kveðið. Fyrir skömmu liitti ég að máli mann sem mikið var niðri fyrir út af 17da júní, að hann skyldi snú- ast upp í pylsuát, drykkjuskap og jafnvel húrra fyrir Svavari Gests, en orð skáldanna fallin í gleymsku og dá. Þessa manns hug orðar Böðvar Guðmundsson í Fjallkonu- kvæði 16da, 17da og 18da júní; miðkaflinn er svona: Nú er sumar, gleðjast gumar, gaman er — og þó hér mætti vera meira merkilegt að heyra, mér er um og ó. Og fleiri hafa víst verið að taka í þennan streng í vor og sumar. Hvað sem því líður: takist Böðv- ari Guðmundssyni til frambúðar að orða almannahug í ádrepum sínum, áhugaverð viðbrögð við okkar eigin ávirðingum, kann ein- hvers að vera að vænta af kveð- skap hans eftirleiðis. — ÓJ. Koparpípur of Rennilokar, Fittings, Ofnakranar, Tengikranar Slöngukranar, Blöndunartæki, Burstafell byggingarvöruverzluM, Kéttarholtsvegl S. Siml S 88 40. Eldhúsinnrétting frá Format. Innflutningur eldhúsinn- réttinga hefur lækkað byggingarkostnaðinn Reykjavík. — ke. Mikið flytzt nú af erlendum eld- húsinnréttingum til landsins. — F o r m a t nefnist ein þeirra inn- réttinga, sem hér eru á markaðn- um, og eru þær framleiddar af samnefndum verksmiðjum í Þýzkalandi, og boðuðu umboðs- menn þeirra blaðamenn nýlega á sinn fund. Hjá þeim var staddur sölustjóri verksmiðjanna, Hans Bildat, sem hafði komið hingað til lands til þess að kynna sér aðstæður hér, svo og ástæður fyrir hinum mikla útflutningi hingað. Format mun hafa verið fyrsta innréttingin er hingað hefur verið flutt inn og einnig sú mest selda, voru td. 70 % allra innréttinga er fluttar voru inn .í maí af þeirri gerð. Hún er einnig í fremstu röð í Þýzkalandi og er byggð með til- liti til rannsókna á vinnuhagræð- ingu og gerð með það fyrir aug- um að létta sem mest störf hús- móðurinnar. Innréttingarnar eru allar klæddar vandaðasta harð- plasti bæði utan og innan og einn- ig er hægt að fá þær úr harðviði með innsoðinni plasthúð. Hægt er að draga allar hillur út og einnig eru sérstakir innbyggðir skápar fyrir ýmis hjálpartæki svo sem hrærivélar o. fl. sem ná má til á sama máta. Eldhúsbekkinn má fá í mismunandi hæð eftir ósk- um hvers og eins. Format hefur framleitt eldhúsinnréttingar sl. 60 ár, en í 30 ár hafa þeir ein- göngu helgað sig innréttingum. Eru þeir með stærstu framleiðend- um í V-Þýzkalandi, en Bildat, sölustjóri, taldi þá vera fremsta hvað gæði snerti. Format eldhúsin eru seld til margra landa, einkum þó til EFTA-landanna, en íslatix} er hið eina af Norðurlöndum, sem flytur þau inn. Sagði Bildat, að þeim hefði ekki dottið í hug, að reyna útflutning til þessara landa fyrr sökum þess, hve þau hcfðu vcrið talin standa framarlegá ' i þessum iðnaði hingað til. Nú hefur þetta breytzt, enda eru langflesífer I þeirra innréttinga, sem hingað 'cÝn fluttar frá Þýzkalandi. í Þýzkalandi hefur fjöldafrani- leiðsla innréttinga algjörlega fit- rýmt handsmíðuðum innréttingubi af þessu tagi. þar sem þær þola ramanburð, hvað verð og g'æði snertir. Bildat. sölustjóri, kvaðst háfa skoðað sig um í Revkjavík og dáð- ist hann mjög að hinni öru uþþ- bvgeingu. sem hér á sér stað, :sro og hvað íslendingar vönduðu Vel til húsa sinna utan sem inrtan. f bví sambandi sagði hann þáð hafa vakið athvgli sína, hve pánt- anir frá íslandi hefðu einkcúúzt af kröfum um hagræðíngu og þaéíg- indi til handa húsmóðurinni. ' ; Að lokum lösðu innflytjendui'n- ir á það áherzlu. að mjög vséH nauðsynlegt að öll mál væru -há- k»æm. svo ekki þvrfti a'ð gei'3 breytingar eftir að innréttingiri i Framhald á 15. afíiú-Ií ALÞÝÐUBLAÐIÐ - ,22. júlí 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.