Alþýðublaðið - 22.07.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.07.1966, Blaðsíða 4
Á itmm® BrtatJ6r*r: Gylfl GröndJU <*b.) og Benedlkt Gröndal. — Rltatíómarfull- trúl: KtBur GuSnason. — Slœar: 14900-14903 — Auglýítngaalml: 1490«. ABaetur AlþýOuhúalO vlO Hverfiagötu, Keykjavtk. - Prentsmlöja AlþýOu hniMn. — Aakrlítargjald kr. 95.00 — I lauaasölu kr. B.00 elnUkflJ. (Jtgefandl AlþýBuftokkurlnfl. FÁLKINN YFIRLÆTISLAUS fréttatilkynning skýrði frá því, að vikublaðið Fálkinn væri gjaldþrota og mundi hætta að koma út. Munu fáir hafa látið sér bregða og þeir, sem helzt tóku eftir, hafa sagt: Jæja, er Fálkinn farinn á hausinn? Þó eru þetta alvarleg tíðindi. Fálkinn er gamalt vikublað, sem hefur verið gefið út hér á landi í ára tugi og skipaði virðulegan sess í íslenzkri blaða- mennsku. Fyrr á árum kom Fálkinn vikulega, en erlend blöð bárust til landsins á 10—14 daga íresti, þegar Fossarnir komu til hafnar eftir útivist. Nú er þetta breytt. Dagblöð og vikublöð frá mörgum'lönd .um berást með flugvélum á hverjum degi. Það er hægt að lifa á íslandi og lesa hvern dag ný dagblöð eða vikublöð á erlendum málum. Hrn gamla einangr un er úr sögunni. Bættar samgöngur eru ágætar. Um það verður ekki deilt. Það er stórfenglegt að geta gengið í næstu bókabúð og fengið nokkurra daga gömul blöð frá næstu löndum. Við kunnum að meta svo góða 'þjónustu og notfærum okkur hana óspart. Hér hafa verið gefin út tvö vikurit, sem hafa reynt að keppa við hin erlöndu rit með litskrúð- ugu skemmtiefni, Vikan og Fálkinn. Háfa ritstjór- ar. blaðamenn og útgefendur sýnt hina mestu hug- vitssemi, framsýni og dugnað og gert bæði þessi blöð svo úr garði, að undrum sætir. En samkeppnin er sterk. Selzt hafa tæplega milljón eintök af þessum blöðum á ári, en á sama tíma hefur selzt önnur railljón af erlendum vikublöðum, aðallega dönskum, Hjemmet og Famelie Journalen höfðu til samans meiri útbreiðslu en Fálkinn. og hið vinsælasta af öll- um vikuritum hér á landi hefur verið Andrés-Önd — amerískar teiknimyndir á dönsku — sem einn nálgaðist Fálkann að sölu. íslendingar þjást af minnimáttarkennd og þurfa að gorta af öllu, sem þeir geta gortað af til að styrkja sálu síná. Þess vegna má geta þess, að það munu ekki vera til margar þjóðir í veröldinni. sem lesa eins mikið af vikublöðum á öðrum málum og þeír lesa á sínu eigin tungumáli. Á hinn bóginn er rétt að gera sér grein fyrir, að1 erlendar menningarstofnanir taka sífellt við af íslenzkum og fer að verða vandamál, hvernig unnt vérður >að halda við þeim stofnunum, sem byggjast á íslenzku máli. ^Mikill hluti þjóðarinnar hefur amerískt sjón- varn og virðist óttast það eins og pestina, að gerð verði tilraun með íslenzkt sjónvarp. Erlend viku- 4öð hafa jafn mikla útbreiðslu og íslenzk, og sala ódýrra, erlendra bóka er gífurleg. Spurningin verður fýítfr en varir sú, hvort hér á 'aðeins að ala up.p heims bnrgara, eða halda við íslenzkri menningu. 4 -22. júlí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ KARLMENN Opnum 'i dag skóverzlun í nýja húsinu Austurstræfi 6 ÁBYRGÐ Á HÚSGOGNUM Athugið, að merki þetta sé á húsgögnum, sem ábyrgðarskírteini fylgir. Kaupið vönduð húsgögn. 02542 FRAMLEIDANDI í : NO. HUSGÁGNAMEÍ5TARA- ÉLAGI REVKjAVÍKUR ; HUSGAGNAMEISTARAFELAG REYKJAVHCUR hwnigsemþérferi Msí TRYGGINGAR £ ■ ferðatrypt ling (W) si^ivií7oo1 ^æ''5 Askriftasími AlþýSublaðsins er 14900 Jón Finnsson hrl. Lögfræðiskrtfstot* Sölrhólsgrata 4. (Sambandshúslff) Símar: 23338 og 12346. Sigurgeir Sigurjónsson Málaflutningsskrifstofa Óðlnsgötu 4 — Siml 11043. Hvað er Onzonett? Lesið AlþýðublaSið á krossgötum ★ VEGAGERÐ ÞAKKAÐ „Áhorfandi” skrifar: — „Fyrir nokkru birtist skörp ádeila hér í dálkunum á vegamálastjórnin og þar á meðal krafizt þess að slitlag yrði sett á veginn milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur. Nú hefur verið farið að þessum ráðum að mestu leyti og versti hluti vegarins innan Kópavogsbæjar endurbættur með vellögðu slitlagi. Þetta ber að þakka. Að mínu viti var þetta það allra nauðsynlegasta. En meðal annarra orða : Eru eng- in takmörk fyrir því, hve stór og þung farartæki mega aka eftir hinum islenzku, erfiðu þjóðvegum? Hagfræöingur einn talaði fyrir nokkru í útvarps- þættinum „Um daginn og veginn.” Vitnaði hann í lög, sem heimiluðu aðeins farartækjum innan viss þunga og vissrar stærðar umferð á íslenzkum vegum. Svo virðist, að hér sé algert eftirlitsleysi með þessum reglum. Vörubílar eru farnir að flytja 8—10 lesta hlass í ferð, enda þótt bílar séu eigi til þess gerðir; með öðrum orðum : ofhleðsla. Engin fara.rtæki fara eins illa með vegina eins og ofhlaðnir vöruhílar. Ég spyr nú hvort ekki væri rétt að takmarka öxulþunga fi þungaflutningum allan ársins hring? Það er eng- um greiði eða gróði, að flytja þyngra hlass á bílum en þeir eru gefnir upp fyrir. Alþýðublaðið birti nýlega mynd af nýkomnu farartæki, sem ég vil segja, að ógni islenzku vegunum. — Vegagerðin verður að taka þessi mál til alvarlegrar íhugunar, því það kostar efalaust stórfé í vegaviðlialdi að lagfæra hina ýmsu vegi, sem þessir miklu drekar aka um. ★ OF ÞUNGIR BÍLAR? Þesgir bílar ættu að notast á varanlega vegi, eri ekki á liinum mjóu og veik- byggðu, íslenzku þjóðvegum. Það er mikill mun- ur á því að flytja á vörubíl 4—5 lestir eða 8—10 lestir. Það eru stóru, þungu bílarnir, sem eyði- leggja vegina miklu fyrr en bílar með löglegum þunga. Vegagerðin þyrfti að liafa ná- kvæmt eftirlit með þungaflutningi á vegum úti og i el gæti komið til máhi, að beita þungum sektum við ofliléðslu farartækja.”. mm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.