Alþýðublaðið - 03.08.1966, Qupperneq 3
Stækkandi
fiskiskip
FISKISKIPUM fækkaði á Iand
inu um 30 á árinu 1965, að því er
segir í nýútkomnum Hagtíðind-
um, en brúttólestatala þeirra
hækkaði samt um 612 lestir og
vátryggingaverðmæti hafði aukizt
um rúmar áttatíu milljónir. Öðr-
um skipum en fiskiskipum fjölg-
aði um 6 og brúttólestatala
þeirra hækkaði um 7.433 Iestir og
Bðnaslys í ]
Stykkishólmi
Stykkishólmi,-Á.Á.
Sl. laugardag várð það slys
í Stykkishólmi, að færeyskur
maður varð undir bifreið og
beið bana af. Maðurinn hét
Paulí Winthereig- og hafði ver
ið stýrimaður í vetur á v.b.
Straumnesi frá Stykkishólmi,
en var nýlega orðinn skip-
stjóri á þeim sama báti. Hann
var 24 ára gamall, ókvæntur.
Nánari málsatvlk eru þau, að
nýjasta áætlunarbifreið
Norðurleiðar var í sinni fyrstu
ferð að renna löturhægt inn á
planið við verzlun Sigurðar
Ágústssonar í Stykkishólmi
að sækja hóp af fólki, sem ætl-
aði á bindindismannamótið í
Húsafellsskógi.
Færeyingurinn féll með’ ein
hverju móti inn undir bifreið
ina og ]enti undir öðru aftur
hjóli hennar, án þess að bif
reiðastjórinn yrði hans var.
Lézt hann skömmu síðar á
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi.
vátryggingaverðmætið um 174
milljónir.
Á árinu 1965 voru 52 skip, sam-
tals 6.017 brúttólestir, felld af
skrá, þar af eitt vöruflutninge-
skip, en öll hin fiskiskip. Vöru-
flutningaskipið var Reykjafoss,
sem seldur var úr landi, og af
fiskiskipum voru tveir togarar,
Apríl og Þorsteinn Ingólfsson,
sem báðir voru seldir úr landi
einnig. Af fiskibátunum 49 fór-
ust 16 á sjó með einhverju móti,
þar með talið bruni og strand, en
hinir töldust allir ónýtir. Allir
nema tveir af þe'sum fiskibátum
voru úr tré. Sjö hinna brottfelldu
skipa voru 15 'ára eða yngri, en
26 voru yfir 30 ára gömul, en tvö
höfðu ótilgreindan aldur.
Á skrá bættust 28 skip: 21 fiski
skip, þar af eitt hvalveiðaskip,
5 vöruf]utningaskip, 1' lóðsbátur
og 1 skemmtisnekkja. Af vöru-
flutningaskinunum voru þrjú ný
'míði, Langá. Revkjafoss ög Skóg
afo=s. en tvö gömul. Anna Borg og
Síldin. Þá var lóðsbáturinn smíð
aðnr innanlands, en skemmti
snekkinn og hvalveiðabáturinn
vorn kevm gömnl. Þrettán af þin-
nni nfnir fiskiskinum voru yfir
100 lestir að stærð. fiest um og
irfír 250 le'-tir. öH smíðu úr stáll
ufanlonds nema eít.t úr eik. en siö
fícVir,ó+pn 0y +rð fiestír 5-10 lestii’
ng cmfffafiir bér heima.
Um áramótin 1965-1966 voru þá
alls á skrá hérlendis 888 skip,
samtals 157.810 brúttólestir. Þar
af voru 811 fiskiskip, 7 farþega-
skip, 10 olíuflutningaskip (þar
með taldir 4 litlir olíubátar), 33
vöruflutningaskip, 7 varðskip og
loks eru ýmis skip 20 talsins.
SíBdaraflinn
179.668 tonn
í lok síðustu viku var síldar-
aflinn 30.753 tonmun meiri en á
sama tíma og í fyrra, eða sam-
tals 179668 tonn. Aftur á móti
var búið að salta mlklu minna
eða í 22.890 tunnur á móti 76.366
tunnum á sama tíma í fyrra.
í vikubyrjun var stormur á mið
unum og engin veiði. Á þriðju-
dag var veður orðið sæmilega
gott, en veiði fremur treg.
Fimmtudag og aðfaranótt föstu-
dags fékkst mesta sólarhrings-
veiði vikunnar og tilkynntu 34
skip 3.615 lesta afla og var mikið
af því söltunarsíld. Aðalveiði-
svæðið var um 100 sjómílur A
af Langanesi. Á laugardag var
NA kaldi og veiði sama og engin.
Aflinn sem barst á land í vik-
unni nam 12.368 lestum. Saltað
var í 11.106 tunnur, í frystingu
fóru 58 lestir og 10.689 lestir í
bræðslu. Iíeildarmagn komið á
Frá síðasta degi Landsmóts skáta að Hreðavatnl. í þyrlunni var Ægir konungur með flöskuskeytin,
(Mynd: Ó.R.).
Víötæk hreinsun
í hernum í Kína
land á miðnætti laugardagskvötds
var 183.092 lestir og skiptist þann
ig efir verkunaraðferðum.:
í salt 3.342 lestir (22.890t.)
í frystingu 82 lestir. í bræðslu
179.668 lesir.
Auk þess hafa síldarverksmiðj-
urnar tekið á móti 1.449 lestum
í bræðslu frá erlendum veiðiskip-
um.
Á sama tíma í fyrra var heild-
araflinn sem hér segir:
salt 76.366 uppsaltaðar tunnur
(11.149 1.). í fyrstingu 5.290 uppm.
tunnur (571 1.). í bræðslu
1.016.260 mál (137.195 L).
Samtals nemur þetta 148 915
lestum. Heltzu löndunarsaðir eru
þessir:
lestir
Reykjavík 20.435
Bolungarvík 4.094
Siglufjörður 1.994
Framhald á bls. 10.
Peking-.- 2. ágúst (Ntb-Reuter).
Pekjngblöðin hermdu í dag að
Lo Jui-ching varafórsætisráðherra
hefði verið vikið úr emhætti for-
seta herráðsins og virðist hér
véra um aff ræða lið í víðtækri
hreinsun í kínverska hernum.
Lo er þriðji valdamaðurinn í
Kina sem sviptur hefur verið völd
um í herferðinni gegn „flokks-
fjandsamlegum" öflum. Gamal-
reyndur herforingi úr Kóreustríð
inu, hinn 54 ára gamli Yang
Cheng-wu hefur tekið við embætti
forseta lierráðsins. Hinir tveir
valdamennirnir. sem sviptir hafa
verið völdum, eru Peng Chen,
borgarstjóri í Peking, og Lu
Ting-yi menningarmálaráðherra.
Pekingblöðin héldu því fram,
að brottvikning Los hefði verið
hápunktur harðrar deilu „sem
hefði ljóstrað því upp að full-
trúar borgarastéttarinnar hefðu
lagt undir sig mikilvæg embætti í
hernum.“ Málgagn frelsishersins
hermdi að „stéttarbaráttan færi
stöðugt harðnandi, innanlands og
erlendis". Kunnugir telja þetta
benda til þess, að hreinsúnum
verði haldið áfram.
Blaðiff kvartaði yfir því, að
„flokksfjandsamlegir og valdagír-
ugir menn“ hefðu virzt vera sam
þykkir fyrirmælum Lin Piaos
landbúnaðarráðherra um, að skipa
stjórnmál í æðsta öndvegi í hern
um en barist gegn þeim á laun.
„Alþýðublaðið“ og málgagn frels
ishersins sögðu, að formaður
flokksins, Mao Tse-tung, hefðf
stofnað herinn fyrir 39 árum. En
í hinni opinberu sögu Kína, sem
nú er til sölu, segir að Chou En-
lai, Chu Teh, Ho Lung og Yétt
Ting hafi stjórnað uppreisn í Ki-
i angsi-héraði 1. ágúst 1927 þegar
byltingarherinn var stofnaður.
mWWWWMWtMWMMMWWWWWWtWWMMMWWWi
Óþægilegt bað
;
Rvík, OTJ.
Brezkur ferðamaður fékk eitt
óþægiiegasta bað ævi sinnar
á Þingvöllum um verzlunar-
mannahelgina. Hann hafði ver
ið austur við Laugarvatn og
synt þar o'g buslað í hlýju
vatni, sér til mikillar ánægju.
Svo var haldið til Þingvalla í
tiifreið, og var hann á sund-
skýlunni einni fata. í bjfreið-
inni voru leðuráklæði á sætum
og því hitinn eins og í bakar
ofni, enda lak svitinn af far
þegum og ökumanni.
Svo þegar suUdmaðurinn sá
Þingvallavatn varð hann frá sér
numinn af fögnuði, yfir að
fá tækifæri til að taka einn
sundsprett í viðbót. Hann hafði
því litla viðstöðu á bakkanum
en demdi sér beint út í vatnið.
Það eru ekki miklar ýkjur að
segja að hann hafi komið lóð
rétt upp aftur og spólað í land,
og ekki þurfti hann að kvarta
um hita næstu mínúturnar því
að hann náði ekki andanum
fyrr en eftir góða stund. Hann
mun ekki hafa hugað á frekari
sundferðir í bráð.
MMMMMmMMIWMMMMHMMMMWMMMMMMMMMMW'B
Eiturlyfjasðli t ekinn
Kaupmannahöfn, 2. ágúst.
(Nth-Rb).
35 ára gamall bandarískur
stúdent, sem ákærður hefur
verið fyrir aff hafa stundað víð
tæka sölu á eiturlyfjum, var
úrskurffaður í sjö daga varð-
hald í Kaupmannahöfn i dag.
Hami var handtekinn { dag
eftir að lögreglan í Osló sagði
sakamálaiögreglunni í Kaup-
mannahöfn frá því, að liann
dveldist í íbúð nokkurri í K.-
höfn. Lögreglan fór þangaff
en fann aðeins 14 ára gamlan
dreng, sem var undir áhrifum
eiturlyfja, en drengurinn ját
aði að hann hefði verið milli-
göngimiaður Bandaríkjamanns
ins og danskra viðskiptavina.
Bandaríkjamaðurinn var hand-
tekinn er hann kom til Itig*
reglustöðvar og tilkynnti a«f
handtaska hans hefði horfiff ÖT
íbúðinni. Lögreglan hafffi tek-
ið töskuna, en, í henni vom
nokkur grömm af marihuana.
Samkvæmt dönskum lögun*
má dæma fólk sem fundið éí
sekt um að hafa selt eða reykT
marihuana og hasjisj i al]t a3
tveggja ára fangelsi.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. ágúst 1966