Alþýðublaðið - 03.08.1966, Page 4

Alþýðublaðið - 03.08.1966, Page 4
Rltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal — Ritstjórnarfull- trúi: iSiður Guönason. — Símar: 14900-14903. — Augiýsingasími: 14906. AOsetur Alþýðúhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu biaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00 — í lausasöiu kr. 5,00 eintakið. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. HAGRÁÐ HAGRÁÐ kemur saman til fyrsta fundar síns í dag og verður formaður þess, Gylfi Þ. Gíslason við skiptamálaráðherra, í forsæti. Mun ráðið halda nokkra fundi á næstunni og verða væntanlega lagð ar fyrir það ítarlegar skýrslur um ástand efnahags mála. Má búast við, að þær skýrslur verði tilefni gagnlegra umræðna. Hagráð var stofhað með lögum í lok síðasta þings. í því eiga sæti fulltrúar ríkisstjómár, þingflokkanna, verkalýðsfélaga, atvinnurekenda og samtaka helzu atvinnugreina. Hugmyndin með stofnun ráðsins er að skapa vettvang, þar sem þessir aðilar geti rætt opinskátt saman og geta fengið hvaða upplýsingar, sem þeir óska eftir. Með þessu er vænzt meiri skiln ings á vandamálum efnahagslífsins og hugmynda um lausn þeirra. Hingað til hafa fulltrúar verkalýðs og atvinnu- rekenda sjaldan ræðzt við, fyrr en komið var út i kjaradeilur. Þá hefur verið of seint að fjalla um efnahagsmálin í heild. Úr þessu vildi ríkisstjómin bæta með því að leiða þessa aðila saman utan við kjaradeilur, og gefa þeim kost á að kynnast málum og láta í Ijós skoðanir sínár eða óskir. Efnahagsstofn unin mun verða Hagráði til aðstoðar og afla þeirra upplýsinga, sem það óskar eftir. Með stofnun Hagráðs gerir ríkisstjórnin enn eina tilraun til að hrúa það bil, sem oft hefur reynzt vera milli verkalýðs og vinnuveitenda og raunar milli hinna ýmsu aðila efnahagslífsins. Það er trú ríkis- stjómarinnar, að þessir aðilar muni ná hetri árangri í samningum sínum, ef málin hafa verið áður rædd og upplýsingar liggja fyrir um þau atriði, sem helzt eru talin máli skipta. ! Ekki er rétt að húast við kraftaverkum af hinu nýja ráði. En það er ein mikilsverðasta stofnun, sem lengi hefur verið sett á stofn hér á landi, og getur ‘r— ef vel tekst — gert þjóðinni ómetanlegt gagn. SKÁTAR SKÁTAHREYFINGIN hélt landsmót mikið við Bifröst í Norðurárdal í síðastliðinni viku og sóttu "það þúsundir manna, bæði skátar til dvalar og gest- ir, sem komu í búðir þeirra og höfðu ánægju af. Þjcðfélagsaðstæður hafa breytzt ört á undan- fömum árum og líf æskufólks er allt annað en það yar. Samt sem áðúr hefur aldrei verið meiri þörf fyrir hailbrigða æskulýðsstarfsemi eins og þá, sem skátahi syfingin stendur fyrir. Þjóðin er skátum þakk lát- og cskar þeim gæfu og gengis í framtíðinni. i 4 3. ipst-4966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Lækningastofa mín er flutt að Laugavegi 43, (beint á móti Lyfja búðinni Iðunn). Símatími sjúkrasamlagssjúkl inga er kl. 1—1,30 í síma 21788. Viðtalstímar: mánudaga, þriðjudaga og mlð- 'vikudaga kl. 2—3, fimmtudaga og föstudaga 4—5 og laugardaga 9 — 10. Sérfræðingsviðtöl eftir samkomulagi. Stofu- sími 21788. Athugið breytingar. Geymið auglýsinguna. Geir H. Þorsteinsson, læknir. Jón Finnsson hrl. Lögfræðiskrtfstof*. SölThóIsg’ata 4. (SambandshúslV) Símar: 23338 og 12343. Eyjólfnr K. Slprjópsson, lögglltur endurshoðandi. Flókagötu 65. — Síml 17901. krossgöti ★ SJÓNVARPIÐ • í EYJUM Deilan um endurvarp bandaríska sjónvarpsins í Vestamannaeyjum hefur að von- um vakið ajhygli og umtal. Hlýtur að draga til frek ari tjðindaí uæstu daga, þar sem tvær stofnanir Landssíminn og Ríkisútvarpið, telja magnaranni ó Klifinu vera lögbrot. Hins vegar þykjast sjón- varpsmenn í Eyjum engin lög hafa brotið. Ekki verður um það deilt, að endurvárp er ó- Ieyfilegt öðrum en ríkinu samkvæmt gildandi lögum. Slík lög gilda í öllum löhdum, enda er neuðsynlegt að hafa stjórn á notkun bylgjulengda og hindra margvíslega misnotkun á útvarpsbylgj um. Þar sem ríkisútvarp eða landssími eru ekki til, en margvísleg einkastarfsemi gegnir hlutverki þeirra eru reglur um opinbert eftirlit með endur- varpi hvað strangastar. ★ ER MAGNARINN ENDURVARP? Deilán milli ríkisstofnananna og Vestmannaey inga snýst því um þá spurningu, hvort magnar- inn þeirra sé „endurvarp" eða ekki. Já, segja verkfræðingar og lögfræðingar símans og útvarps ins. Nei, segja Vestmannaeyingar. Þetta er aðeins magnari, rétt eins og tíðkast í háhýsum ’í Reykjavík, segja Vestmannaeyingar. Við breytum ekki bylgjulengd, aðeins aukum það, sem fyrir er í loftinu. Þess vegna er þetta að- eins „móttaka“ en ekki endurvarp. Sérfræðingarnir mótmæla. Þetta er endurvarp af því að magnárinn í Eyjum sendir geisla út í loftið yfir kaupstaðinn, og getur hver, sem hef ur sjónvarpsloftnet, tekið við honum. Slík þráð- laus sending um loftið, sem margir geta' tékið á móti, er endurvarp. Þetta er alþjóðlegur og augljós skilningur. Það skiptir engu máli, þótt ekki sé skipt um bylgjulengd. Nýja útvarpsstöðin á Eiðum notar sömu langbylgju og stöðin í Reykjavík, og enginn getur haldið fram, að hún sé ekki endurvarþsstöð. t ★ EF ÞEIR HEFÐU NOTAÐ ÞRÁÐ. Þetta eru rökin á báða bóga, að þvj er okkur heyrist á krossgötum. Hins vegar hefðu Vest-- mannaeyingar getað sett upp loftnet í Klifinu og leitt línur frá því til húsa sinna. Þá hefði verið um móttöku að ræða, en sjónvarpsgeislanum hefði ekki verið varpað út í loftið á nýjan leik. Sameiginleg loftnet með leiðslu til margra húsa eru notuð víða um heim til að koma dag skrá til heilla bæja, sem eru illa staðsettir gagnvart sjónvarpsstöð. Með þessari aðferð hefðu þeir ekki endurvarpað og ekki brotið út varpslögin. En þá er eftir að vita, hvort þeir hefðu ekki brotið eitthvað af lögum og reglum símans með þvf að leiðá efni milli húsa.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.