Alþýðublaðið - 03.08.1966, Side 6

Alþýðublaðið - 03.08.1966, Side 6
✓ Olafur Jónsson skrifar um ; dagblöðin í Reykjavík ÖNNUR GREIN . ■ -jBI mm ri ■L - Fréttir blaðanna vikuna llta til 17da júlí námu, sem fyrr segir, frá réttum fjórðungi efnisins í heild upp í rúman þriðjung Lægst var fréttahlutfallið í Morgunblaðinu, 25%, hæst í Þjóðviljanum 37%; en að sjálfsögðu flytur Morgunblað ið sýnu mest af fréttum, að fyrir ferðinni til, eins og öðru efni. Séu nú fréttir blaðanna flokkaðar í fjóra staði, eins og taflan sýnir hér á síðunni, eru fréttahlutföll blaðanna innbyrðis nokkurnveginn sem hér segir: Alþýðublaðið: 54% innlendar fréttir; 14% erlendar fréttir; 21% íþróttafréttir; 11% fréttamyndir. Morgunblaðið: 56% innlendar fréttir; 18% erlendar fréttir; 20% íþróttafréttir; 6% fréttamyndir Tíminn: 64,5% innlendar frétt ir; 6% erlendar fréttir; 24% í- þróttafréttir; 5,5% fréttamyndir. Vísir: 51% innlendar fréttir; 12,5% erlendar fréttir; 19% í- þróttafréttir; 17,5% fréttamyndir. Þjóðviljinn: 61% innlendar frétt ir: 16% erlendar fréttir; 17% í- þróttafréttir; 6% myndir. Við þessa flokkun er það að at.huga, í fyrsta lagi, að íþrótta- fréttir blaðanna, að jafnaði bæði innlendar og erlendar, eru nær ein vörðungu birtar á sérstökum í- þróttasíðum; -og í öðru lagi að hér er enganveginn talinn allur myndakostur blaðanna. Eingöngu eru taldar myndir sem standa sjálfstæðar án þess að fylgja frétt eða grein, langflestar innlendar — en að vísu verða þær varla all ar taldar „fréttamyndir”. (Sbr. „Litaskáldið Kjarval grundar handaverk Móður Náttúru og spekúlerar í sjattéringum stjúp- mæðranna á Austurvelli, Mbl. 13/7). Vísir er eina blaðið sem birtir reglulega myndasíðu sem hækkar myndahlutfall hans til muna. Ennfremur eru til hægðar auka taldar tvær skopmyndir sem slæddust í blöðin þessa viku, önn ur erlend (Vísir 11/7), hin heima fengin og heldur heimamannleg (Bjarni og Geir kynda verðbólgu bálið,” Tíminn 15/7). En annars siást ekki innlendar skopmyndir í blöðunum (nema þá fyrir kosning ar í þessum sama bjarna-geirs-stíl) ef frá eru taldar klúrar og klunna legar myndir í dagbók Morgun- blaðsins, auðkenndar „Sigmund”. En engin af myndum Sigmundar birtist þessa vku svo óþarft er að ergja sig yfir þeim hér. ★ Sem sjá má yfirgnæfa innlendar fréttir blaðanna annað fréttaefni þeirra/ allra sem eins, þó nokkur munur sé að vísu á fréttahlutföll um einstakra blaða. Þegar stórtíð indi gérast heima eða heiman rask ast fréttahlutföll blaðanna að sjálf sögðu áð því skapi, en ekkert slíkt var á döfinni þessa viku. Má því ætla að þessi skipting fréttanna sé næfri meðallagi. Tnnlendu fréttanna er sumpart aflað af ritstjórn blaðanna sjálfi’a, sumpart fengnar frá fréttariturum sumpart aðsendar fréttatilkynning ar sem þá birtast í flestum eða öllum blöðunum samhljóða. Hér verður ekki reynt að sundurgreina fréttir blaðanna eftir efni þeirra og gerð sem þó kynni að reynast fróðlegt. En við lauslega athugun virðast mér fréttatilkynningarnar, efni sem blöðunum berst tilbúið og birt er lítt eða ekki breytt, sumpart lítiisvert en sumpart for síðuefni, furðumikill hluti af frétta efni þeirra, eða um það bil 20%, allra nema Tímans þar sem þessi hlutfallstala er næstum helmingi lægri. Tíminn hefur þó hæsta hlut fallstölu innlendra frétta (64,5%) og kann hér að mega greina metn að blaðsins að vera „bezta inn- lenda fréttablaðið”. Við þetta bætist að blöðin hljóta óhjákvæmilega að sækja fréttir sín ar að verulegu leyti á sömu mið, aflafréttir, framkvæmdafréttir, af- brotaíréttir og svo framvegis og daglega halda allskonar aðilar frétafundi með blaðamönnum sem að jafnaði er sagt ýtar- lega frá í blöðunum öllum. Enda munu allir sem lesa — rétt ara: líta yfir — öll blöðin að stað aldri kannast við það hve furðu lega- samhljóða þau geta reynzt frá degi til dags þar sem pólitík kemur ekki í spilið. En að þessari fréttaöflun og frágangi þeirra til prentunar vinnur fjöldi fólks á blöðunum. Getur nærri hver vinnu sparnaður og hægðarauki væri að því ef til væri innlend fréttastofa sem annaðist alla slíka fasta frétta öflun blaganna daglega; um slíka stofnun hefur oft verið rætt en framkvæmdir aldrei orðið neinar. Henni fylgdi líka sá kostur að þá gætu blöðin orðið með öllu sam- hljóða, orð- og stafrétt, um það sem máli skipti í stað þess að eiga á hættu staðreyndabrengl af rugl ingi eða misskilningi einstakra blaðamanna. Og þá gætu blöðin, "ef þau vildu, kosið sér einhver til- tekin fréttasvið til meðferðar hvert og eitt og sinnt þeim miklu ýtarlegar en þau anna nú öllum efnisgreinum í senn. Innlendar Erlendar fréttir fréttir Alþýðublaðið: 70 18 Morgunblaðið: 115 36 Tíminn: 107 10 Vfsir: 83 20 Þjóðviljinn. 84 22 6 3. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ íþróitir Myndir Dálkafjöldi 27 14 129 42 ■■/ 12 205 40 9 166 31 24 \ 28 8 162 138 Erlendar fréttir blaðanna eru til mikilla muna fyrirferðarminni efnisþáttur; blöðin birta meira að segja öll meiri íþróttafréttir en almennar erlendar fréttir. Morgun blaðið leggur þó sýnu mesta rækt við þennan fréttaflutning ,og er raunar eitt blaða lesandi til að fylgjast með erlendum fréttum dag fyrir dág; hin blöðin van- rækja þær öll meira og minna. Það kemur jafnvel fyrir suma daga að sum blöðin birti alls enga er- lenda frétt; þá daga virðast þessi biöð ætla að heimurinn standi kyrr, allur nema ísland. Erlendu fréttirnar eru nær einvörðungu fréttastofufregnir, þýddar við- stöðulaust úr fjarriturum blað- anna, eða teknar eftir erlendum útvarpsstöðvum. Þótt sum blöðin hafi til málamynda fréttaritara í stöku borg erlendis notast þeir sjaldnast nema þegar sérstaklega stendur á. Ef til vill væri hér enn eitt verkefni innlendrar frétta- stofu: að hafa á sínum vegum ein hverja fréttaritara erlendis í fullu starfi. ★ En fréttaefni blaðanna er ekki allt talið þó getið sé beinna frétta, erlendra og innlendra Mikið af greinum blaðanna er einnig frétta efni, ltáð líðandi stund og við- burðum, innlend fréttaviðtöl og frásagnir, erlendar fréttafrásagnir og greinar um alþjóðamál. Séu : þessir efnisþættir taldir saman i verður samanlagt fréttaefni blað- anna furðu-áþekkt hlutfallslega:. Vikúna llta til 17da jálí vocu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.