Alþýðublaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 04.08.1966, Blaðsíða 10
Dagblöðin Framhald af 7. síðu. ir ekki til að veita sanngjarna mynd af greinaefni blaðanna, og er þó sumarvika líklega enn síður iil þess fallin en vetrar. Þó hefur yerið reynt að flokka greinar biaðanna einskonar bráðabirgða- flpkkun eins og meðfylgjandi tafla sýjnir með hliðsjón bæði af efni Ofj formi greinanna. En nokkurrar rtíýringar þarf þessi flokkun við Sfjur en lengra er haldið: bjm fyrstu þrjá flokkana, erlendar fréttafrásagnir og greinar um al- þjóðamál, innlend fréttaviðtöl og frósagnir, og þjóðmálaskrif blað aijiia hefur þegar verið rætt nokk uð; og um einn flokk enn, menn- injgarmál, verður rætt nánar hér á leftlr; þarf því ekki að orðlengja uAi þá að sinni. Málefni Reykja víkurborgar eru að sjálfsögðu sýnu fyrirferðarmeiri efnisþáttur en hér kemur /ram en um þau var einkum faett'í 'fréttum og stjórnmálagrein um blaðanna þessa viku eins og fjjrr var sagt. Atvinnumál kallast her viðtöl, frásagnir og greinar uin vandamál og viðfangsefni ein st iju-a atvinnuvega; þar fer mest f\|rir tveimur viðtölum í Vísi um áliðnáð og byggingariðnað (13/7, 15/7), en Tíminn og Þjóðviljinn birtu þætti um búnaðar- og fiski- mái. i . Ferðaþættir eru næsta sundur- leitur efnisflokkur; þar eru bæði ferðasögur og minningar frá Rúss lajtfdi (Mbl. 12/7; Þjv. 14/7), frá- söHn af samvinnumóti í Danmörku (Tírninn 13/7) og þættir um ein- stakar sveitir og staði innanlands (Mbl. 13/7, 17/7). Sama má segja um vjðtöl, en áður var vikið að því hyp, viðtalsformið er vanalegt á ýniiskonar frásögnum og greinum í þlö.ðunum. í þessum flokki eru einungis talin viðtöl sem fremur virðist miðað að því að kynna manninn sem rætt er við hverju sinni en málefni þau sem hon- unf kunna að vera hugleikin. Þessa vikuna var einkum rætt við baandur og búalið (Mbl. 12/7, 14 /7) Tíminn 14/7, 15/7), ennfremur erlendan rithöfund (Abl. 12/7) og íslenzkan ballettdansara (Vísir 13 /7). Um söguleg efni er einatt ritað sitthvað í blöðin; þessa vikuna var fróðleg grein Þorsteins Jóseps sonar í Vísi um Elliðavatn, fram hald greinaflokks um sögustaði, hið eina af því tagi (12/7). Afmælis- og minningargreinar eru fastur efn isþáttur allra blaðanna og einatt fyrirferðarmeiri en þessa viku. Ástæðulaust er að hneyklast á þessu efni eða teljast til nesja mennsku eins og stundum er gert, en ávinningur væri ef komið yrði riístjórn yfir slík efni, látið nægja að1 birta eina grein um hvern ein- stakan og séð til þess að grein- arnar væru jafnan frambærilega samdar. Ástæðulaust er að birta sömu greinar í fleiri blöðum en eihu ísbr. Abl. og Mbl. 15/7). Þó er hitt verra þegar blöðin vilja hafa mikið við og birta fjölmargar greinar um sama manninn þar sem hver skrifar hið sama á eftir öðr- um. Fasta þætti birta blöðin um j isieg efni: kirk.iu- og trúmál (A 13/7; Mbl. 17/7; Tíminn 17/ skák (Tíminn 14/7; Þjv. 17/ náttúrufræði (Tfminn 13/7), i ferðamái (Mbl. 16/7) kvenna: ur, krossgátu, bridgeþátt (Vísir 13 , /7 16/7 og sjálfsagt fleira Um flokksstarf er þessa viku ritað langmest í Morgunblaðið, langvinn frásögn af héraðsmótum á Vest- fjörðum með viðtölum við heima- menn. Þýddar greinar til skemmtunar og fróðleiks eru fyrirferðarmikill efnisþáttur í Alþýðublaðinu og Tímanum, en eins og fyrr sagði er hliðstætt efni Vísis talið með föstu efni blaðsins. Þetta er hrein ræktað „afþreyingarefni” og að verulegu leyti aumlegt slúður (í spegli Tímans 13/7, 15/7, 17/7) þó að vísu slæðist með ein og ein frambærileg grein. En öllu þessu efni er það sameiginlegt að það er á engan hátt tímabært og virð- ist birt einungis til uppfyllingar blöðunum og einhverjum óútskýrð um lesendum til afþreyingar, en ekki af því það eigi nein sérstök erindi við einn eða neinn. Og skylt er að geta þess að sitthvað af efni 'blaðanna allra, þýddu og frumsömdu, sem hér er talið undir aðrar efnisgreinar er þessu ná- skylt og álíka erindislítið - svo að enn er ,,afþreyingarefnið“ ekki fullalið. Að lokum er einskonar rusla- kista, „ýmsar aðrar greinar”, og kennir þar ýmsra grasa, en flest er aðsent. Þar eru til að mynda nokkrar greinar sem einu nafni mætti nefna „deilugreinar”, skrif aðar tii andsvara við greinum ann arra manna eða tilteknum frétt- um og oft í hörkurifrildi. Af því tagi er t.d. grein Sigurðar Magnús sonar um lóðamál á Þingvöllum (Abl. 13/7) og viðureign Jóns frá Pálmholti við nafna sinn Óskar (Þjv. 14/7) og Jóns Óskars við Hálldór Kristjánsson á Kirkjubóli (Tíminn 14/7). Ætti kannski held ur að telja þetta undir menningar mál? Annar hjákátlegur efnisflokk ur er einskonar persónulegar kveðjur eða ávörp sem af einhverj um duldum ástæðum birtast stund- um samhljóða í flestum eða öllum blöðunum. Af því tagi eru t.d. ereinar sem nefnast Þá var gleði og gaman í Morgunblaðinu og Tím- anum (14/7) og Fjallganga með Bossert 17. júní í Tímanum og Þióðviljanum (16/7). Það er ann- ars enganveginn ótítt að blöðin hirti samhljóða hinar og þessar aðsendar greinar, einkum deilu- greinar sem menn eru að gefa út af sér um ýmis efni, sbr. bæjarfó- setamálið i Hafnarfirði i vetur; og "r bað Kklega enn til dæmis um 'ítilþægni blaðanna að þau fást ♦’i að prenta þetta hvert eftir öðru. Þessi flokkun ber með sér að hún er ófullkomin og ófullnægj- andi, enda er efniviðurinn sem sagt of lítill til viðunandi grein- ingar. En séu greinar blaðanna flokkaðar með þessum hætti verða hlutföil helztu efnisþáttanna sem hér segir í blöðunum: Alþýðublaðið: þjóðmál 23%; þýddar greinar til skemmtunar og fróðleiks 22%; erlend málefni 20%; menningarmál 9%. Morgunblaðið: innlent frétta- efni 25%; þjóðmál 15%; erlend málefni 11%; ferðaþættir 11%; við töl 8%; afmælis- og minningar- greinar 7,5%. Tíminn: þýddar greinar til skemmtunar og fróðleiks 18%; þjóðmál 16%; erlend málefni 15,5%; viðtöl 11%; afmælis- og minningargreinar 10,5%; innlent fréttaefni 10%. Vísir: innlent fréttaefni 26,5%; þjóðmál 17%; atvinnumál 14%; erlend málefni 11%; saga 10%. Þjóðviljinn: þjóðmál 28%; menn ingarmál 28%; bæjarmál 8%; ferðaþættir 7%. ★ Verkefni blaðanna eru að sjálf sögðu mörg og margbreytileg eins og fjölmiðlunar yfirleitt í nútíma þjóðfélagi. En greina má tvo meg inþætti í öllu því starfi: annars veg ar að upplýsa lesendur sina, miðla fréttum um hvaðeina -sem er að gerast hverju sinni; hins vegar að hugsa og álykta upp á eigin spýtur, stuðla að nytsamlegri umræðu um hvaðeina sem fyrir ber í samfélaginu. Hér á undan var nokkuð vikið að því hvernig sú starfsemi fer fram á stjórnmála- sviðinu. Og þótt það dæmi sem þar var rakið segi síður en svo upp alla sögu af stjórnmálaskrif- um blaðanna hefur þó deilu- og fullyrðingastíllinn sett óafmáan- legt merki sitt á þau í heild — eins og islenzka stjórnmálabaráttu almennt. Dæmin eru þúsundföld utan blaðanna — og er skemmst að minnas kosningabaráttunnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Ekki er úr vegi að víkja að lok- um nokkuð að öðru efnissviði, blaðaskrifum um menningarmál, og huga að því hver skil eru gerð þeim efnum. Þá verður að vlsu að taka fram enn eitt sinn að úr- takið er of lítið og sumarið auk þess óheppilegur tími til athugun ar; að sjálfsögðu skrifa blöðin meira og ýtarlegar um menningar- efni á vetrum þegar leikhús starfa, flestar bækur koma út, hljómleik- ar eru haldnir reglulega og mynd listarsýningar eru tíðari en á sumrum. Samt kann þessi vika að vera til dæmis um það hvaða almenna skyldu blöðin telji sig eiga að rækja á menningarsviðinu — eða hvort þau telji sér nokkra almenna skyldu á því sviði. Til menningarefnis teljast þá hvers- konar greinar eða frásagnir um menningarmál almennt, greinar um bókmenntir og listir, hvort held ur er umsagnir um einstök verk eða greinar almennara efnis, og viðtöl sem einkum lúta að bók menntum, listum eða öðrum menn- ingax-málum. En þetta efni er fljót talið vikuna llta til 17da júlí: Alþýðublaðið: umsagnir um bæk ur: 3 greinar. Morgunblaðið: umsagnir um kvikmyndir: 1 grein; þýddar grein ar um menningarmál: 2. Vísir: viðtöl: 1 grein. Þjóðviljinn: umsagnir um kvik- myndir: 1 grein; þýddar greinar um kvikmyndir: 4 umsagnir um bækur: 1 grein. Þess er að geta að blöðin birta yfirleitt ekki skáld- skap ,að frátalinni framhaldssögu og stöku erfiljóði nema Þjóðvilj- inn sem þessa vikuna flutti þýdda gamansögu og ein tvö kvæði. Tíminn birti ekkert efni um menningarmál þessa viku. Eins og þetta yfirlit ber með sér er efniviðurinn of lítilfjörleg- ur til að af honum verði dregnar verulegar ályktanir — nema helzt sú að almennt telji blöðin sig ekki eiga tilteknum verkefnum að sinna á þessu sviði, minnsta kosti ekki þennan árstíma. Af reglulegri gagn rýni flytja blöðin umsagnir um nokkrar bækur (Abl. 15/7, 16/7; Þjv. 17/7), sumpart aðsendar (Þjv.) og umsagnir um tvær kvik myndir (Mbl. 13/7; Þjv. 14/7); þetta bendir alltént til að einhver viðfangsefni sé þó við að fást á þessu sviði. En þeim eru sýnilega ekki gerð nema mjög takmörkuð skil: kvikmyndagagnrýni blaðanna er til vitnis um það, en á hana hefur aldrei komizt nein föst skip- an. Og erlent menningarefni birta blöðin af álíka handahófi, Þjóð- viljinn birtir þessa vikuna frásagn ir af kvikmyndagerð austantjalds (15/7), Morgunblaðið af sögulegri sýningu í Svíþjóð og sænsku forn- prenti, Alþýðublaðið sænskum bókmenntum (14/7). Morgunblað ið er eina blaðið sem hefur komið upp vísi að sérstakri menningar- síðu og birtir þar ýmsar slíkar þýddar greinar og frásagnir. Hér skal ekkert mat lagt á verðleika þessa efnis að sinni — en sýnt er að stefna blaðanna er engin. Er ekki sömu sögu að segja af ótöld- um öðrum efnissviðum — brýnni eða óbrýnni en þetta tiltekna dæmi — ef undan eru skilin stjórnmál og íþróttir? Flutti ræSu Frh. at ■> síðu. Moskva sem sérstakur ráðimautúr utanríkisráðherrans; dr. Nicolas Rolli, forseti arkitektafélags Sov- étríkjanna; Koryagin, fulltrúi í ut anríkisráðuneytinu og margir fleiri. Frá Utanríkisráðuneytinu fþróttir Framhald af 11- síðu. Helgi Hólrn, ÍR 1,70 Kúluvarp: Guðm Hermannsson, KR 15,50 Erlendur Valdimarsson, ÍR 14,38 Gestur: Arnar Guðmundsson, KR, 12,86 Drengjakida: Kjartan Kolbeinsson, ÍR 11,87 3000 m hlaup: Agixar Levý, KR 9:06,8 Gestir: Halldór Guðbjörnsson, KR 8:59,3 Þórður Guðmundsson, UBK 9:27,2 190 m. hlaup. Ólafur Guðmundsson, KR 21,3 Helgi Hólm, ÍR 22,6 Jón Ö. Arnarson, Á 22,8 Spjótkast: Björgvin Hólm, ÍR 60,61 Valbjörn Þorláksson, KR 60,53 Gestir: ' Jón Þ. Ólafsson, ÍR 50,23 Drengir : Guðmundur Ólafsson, ÍR 31,48 Sveinar: Finnbj. Finnbjörnsson, ÍR 47,99 Snorri Ásgeirsson, ÍR 44,95 Skúli Arnarson, ÍR, 40,90 Langstökk: Ólafur Guðmundsson, KR 6,89 Kjartan Guðjónsson, ÍR 6,40 Hróðmar Helgason, Á 5,13 Gestir: Ólafur Unnsteinsson, HSK 6,28 10 4 agúst 1966 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Drengjaflokkur: Guðmundur Ólafsson, ÍR 5,22 4x100 m. boðhlaup: Sveit KR 44,9 Sveit Ármanns 47,1 Sveit ÍR 47,4 800 m. hlaup: Þórarinn Ragnasson, KR 2:01,0 Þórarinn Arnórsson, ÍR 2:02,7 Kristján Mikaelsson, Á 2:09,6 Sveinaflokkur Eyþór Haraldsson, ÍR 2:21,3 Auka grein: 100 m. hlaup sveina: Snorri Ásgeirsson, ÍR 12,4 Þórarinn Sigurðsson, KR 12,6 Ágúst Þórhallsson, Á 12,9 Hróðmar Helgason, Á 13,1 KONUR: 100 m. hlaup: Guðný Eiríksdóttir, KR 13,9 Guðný Rögnvaldsdóttir, Á 15,5 Guðrún Hauksdóttir, ÍR 15,8 80 m. grindahlaup: Halldóra Helgadóttir, KR 14,1 Kúluvarp: Fríður Guðmundsdóttir, ÍR 9,33 Ása Jörgensdóttir, Á 8,37 Sigi'ún Emarsdóttir, KR 8,15 Gestur: Hlín Daníelsdóttir, ÍR 8,38 Hástökk: María Hauksdóttir, ÍR 1,35 Sólveig Þorsteinsdóttir, Á 1,30 Kringlukast: Fi-íður Guðmundsdóttir,)ÍR 31,77 Sigrún Einarsdóttir, KR 25,88 Ása Jörgensdóttir, Á 21,72 Jón Finnsson hrl. Lögfræðiskrlfstofa. Sölvhólsgata 4. (Sambandshúslð) Símar: 23338 og 12343. Eyjólfur K. Sigurjónssonr löggiltur endurskoðandl. Flókagötu 65. — Siml 17901. SMURIBRAUÐ Snlttur Opið frá kl. 9-23,30 Brauðstofan Vesturgötu 25. Sími 16012 Björn Sveinbjörnssoif næstaréttarlögmaðnr Lögf ræff Iskrlfstof a. Sambandshúsinu 3. JBæð. Símar: 12343 og 23338.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.