Alþýðublaðið - 05.08.1966, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 05.08.1966, Qupperneq 5
Örn Björnsson„ lækrtir: HÖPSAMSTARF LÆKNA OG LSUGÆZLUSTÖÐVAR Hópsamstarf Isekna og lieilsu- . gæzlustöðvar. Fyrir skemmstu birtist í dagblöð unum grein eftir Gísla G Auðuns- son lækni ,er hann nefndi Lækna skortur dreifbýlisins frá sjónar- hóli ungs læknis. Á hann þakkir skilið fyrir að kynna þetta mál, því allt of lítið hefir heyrst frá læknum fram að þessu opinberlega. Hafa þó verið miklar umræður um þessi mál innan stéttarinnar og undirbúningur hafinn til lausnar þessa vanda Varðandi þau atriði sem hér eru ekki rædd, vísast trl greinar Gísla í greininni bendir hann réttilega á, að sá vandi, sem nú steðjar að, verði aðeins leystur, ef læknar sjálfir taki málið í sinar hendur og fyrsta skrefið sé myndun sam- starfshópa. Hópstarf erlendis. Samstarfshópar eru ýmjst skip aðir almennum læknum (heimilis læknum) eða sérfræðingum og víða er algengt að heimilislæknar og sérfræðingar starfi saman í hóp. Slík hópstarfsemi Iiefir gefist vel og eykst hröðum skrefum. í Englandi var fjórðungur al- mennra lækna í hópstarfi fyrir 15 árum, en nú er aðeins fjórðungur þeirra, sem starfar sjálfstætt. Eru það læknarnir sjálfir, sem hafa haft forgöngu um myndun hópa. Finnar, sem búa við læknaskort eins og við, hafa stuðlað að mynd un slíkra hópa, með því að stækka héruðin og færa læknana saman. í Svíþjóð stofnaði læknafélag ið sérstaka sjóði, sem standa und ir byggingu læknahúsa, þar sem fer fram hópstarf allra lækna, er starfa utan sjúkrahúsa, i sam- keppni við móttökur (polyklinik) sjúkrahúsanna. Undirbúingur hérlendis. Læknum hefir lengi verið ljóst, að ýmsu er ábótavant í læknaþjón ustu, vegna annmarka í skipulagn ingu læknisstarfa. Hefir undirbún ingur verið liafinn að þeim breyt ingum, sem nauðsynlegar eru, til þess að leysa læknaskortinn og bæta þjónustuna. „ í Reykjavík hefur Læknafélag Reykjavíkur látið sig skipulagn- ingu læknaþjónustunnar 'talsvert varða á undanförnum árum. Má þar nefna læknaþjónustunefnd félagsins, sem starfað hefir í nokk ur ár. Á vegum Reykjavíkurborg ar hefir einnig starfað nefnd um það bil hálft annað ár, er fjallar um skipulagningu læknisþjónustu borgarinnar. Loks skal þess' getið að læknar í Reykjavík hafa sjálf ir gert ýmsar ráðstafanir til hag ræðingar læknisþjónustu á stof um sínum, cnda þótt ekki sé enn starfandi hópsamvinna í eigin- legustu merkingu þess orðs. Slík ur samstarfshópur mun þó vænt anlega hefja starfsemi í Domus Medica á þessu ári”. (Læknablað ið, 1. liefti 1966). Utan Reykjavíkur er mikil hreyfing komim.á þetta mál. Má nefna að á Sauðárkróki eru lækn arnir tveir, sem þar sitja, að und irbúa samvinnu, með sameigin- legri vinnuaðstoð og í haust munu tveir læknar fara til Húsavíkur og setja upp læknamiðstöð. Hér í Vestmannaeyjum hefir tekizt samvinna tveggja lækna í sameiginlegu húsnæði og þegar fullnægjandi húsnæði, tæki og aðstoð verður fyrir hendi, verður tekin upp hópsamvinna allra læknanna á staðnum. Gerður hefir verið tillöguupp dráttur að heilsuverndar- og lækna miðstöð (heilsugæzlustöð) og hef ir bæjarstjórn samþykkt að reisa slíka stöð og veitti á síðustu fjár hagsáætlun 1 milljón króna til framkvæmdanna og jafnframt ósk að eftir því að ríkið leggi fé á móti, eftir sömu reglum og um sjúkrahús. Hefir verið leitað til landlæknis, sem hefir tekið mála leitaninni mjög vinsamlega og mun málið nú í athugun hjá ráðu neyti og húsameistara. Nýskipun inála. Eðlilegt er að nokkurn ótta setji að mörgum, þegar miklar breyt- ingar eru í vændum. Menn spyrja, hvort óhætt sé að láta ungu læknana hafa frjáls ar hendur um þessi mál. Því er til að svara, að í hinu nýja skipulagi verður allt það bezta varðveitt úr gamla kerfinu og við erum ekki að koma með neitt það, sem ekki hefir sannað ágæti sitt annars staðar. Skipulag, sem notað er víða erlendis með góðum árangri, verð ur tekið upp og aðlagað íslenzk um staðháttum og þjóðlífi. Hópstarf almennra lækna. Hópstarf almennra lækna (gro up pratice) merkir að heimilis- lækningar eru stundaðar af al- mennum læknum, sem starfa mjög náið saman, leita ráða hver hjá öðrum um rannsóknir og með ferð og hafa sameiginlega spjald skrá yfir sjúklinga ,en sjúklingi er heimilt að leita til þess læknis sem hann óskar. Hópurinn hefur nokkra starfs- skiptingu, þannig að læknarnir kynna sér sérstaklega eina eða fleiri greinar læknavísindanna. Hópurinn hefir sameginlegt húsnæði fyrir starfsemina í lækna miðstöð (medica centre) og stjórna þeirri stofnun sjálfir. Slíkur hópur nýtur aðstoðar sér þjálfaðra aðila: 1. Einkaritari sér um að vélrita öll bréf, vottorð og skýrslur og að spjaldskrá sé í röð og reglu og ritarinn er tengiliður milli að stoðarfólksins og læknanna inn byrðis og sér um skipulagningu hins daglega starfs. 2. Sé vinnuálag ekki mikið, get ur ritarinn annast móttöku sjúkl inga og símavörzlu, ella verður að ráða stúlku til þeirra starfa. 3. Hjúkrunarkonur aðstoða læknana við störf þeirra, svo sem við slys og smærri aðgerðir og við skoðanir, sem ekki verða fram kvæmdar án hjálpar eða nærveru hjúkrunarkonu. Annars vinnur hún sjálfstætt, skiptir á sárum, gefur flestar sprautur, sér um alla sótthreinsun og sér um ýmsar ein faldari rannsóknir. 4. Læknamiðstöðvar, sem liggja fjarri stórum rannsóknastofum, þurfa að geta annast slíka þjón ustu og hefir því á að skipa sér- þjálfuðum aðila í þessum efnum (laborant). í stuttu máli má segja ,að þann ig er heimilislæknum búin slík vinnuskilyrði og sjúkraliúslækn ar hafa. Heilsugæzlustöðvar. En breytingarnar þurfa að vera víðtækari, ef þær eiga að koma að fullu gagni, því lækningar eru aðeins einn þáttur læknisþjónust unnar. Til þess að starfskraftar læk- anna að ná til allrar almennrar usta komi að sein beztum notum, þarf hópsamvinna heimilislækn- anna að ná til allra almennrar læknisþjónustu, sem fram fer ut- an spítala. Fyrir slíka starfsemi þarf að koma upp sérstökum stofnunum, heilsugæzlustöðvum. Slikar heilsugæzlustöðvar, sem tíðkast víða í Englandi, eru þann ig uppbyggðar, að þær sameina undir sama þaki lækimmiðstöö, eins og að framan er lýst og heilsu verndarstöð fyrir mæðraeftirlit og barnaskoðun, sjúkdómavarnir o.sv. frv. Þá er þar húsnæði ætlað almennri tannlæknaþjónustu, að- staða til að taka roentgenmyndir, sinna smærri slysum og gera minni háttar aðgerðir. Hið daglega starf. Mjög misjafnt hlýtur að vera á hvaða tíma starfsfólk heilsugæzlu stöðvar er við vinnu, eftir því hvox-t um er að ræða kaupstað eða hverfi í borg eða á liinn bóginn sveit eða kauptún. í kaupstað má hugsa sér að stöð in sé opin frá kl. 8 að moi'gni til kl. 6 að kveldi. Simaþjónusta hefst klukkan 8, en klukkan 8,30 eða 9 byrja lækn- ar að taka á móti sjúklingum. Klukkan 10 hittast þeir á skrif Stofunni, bei'a saman bækur sínar og skiptast á upplýsingum. Að því búnu fara þeir í vitjanir og ljúka þeim fyrir næsta stofutíma, sem gáeti verið frá klukkan 14. Símaviðtalstími er alltaf hinn sami hjá hverjum lækni. Endi’a- nær er læknirinn aðeins ónáðaður í aðkallandi nauðsyn og símastúlk an tekur niður öll skilaboð, t.d. beðnir um endurnýjunarlyfseðla, fyrir lyf, sem sjúklingur á að nota að staðaldri, beiðnir um vitjanir og viðtöl á stofu. Þriðji stofutíminn gæti verið' milli klukkan 6 og 7 á kvöldin og gætu læknar skipst á um að vera á þeim tíma, enda skipta þeir með sér kvöld- og næturvöktum. Tímapantanakerfi. Til þess að losna við alla þá sóun á tíma sjúklinga, sem nú tíðkast, verður viðhöfð tímapöntun. Er þá hægt að panta tíma dag- inn áður eða sama dag. Sé upp- pantað hjá þeim lækni, sem sjúkl ingurinn kýs helzt að tala við og viðkomandi læknir getur ekki skot ið honum inn á milli, á sjúkling urinn þess völ að bíða, þar til læknirinn getur sinnt honum, t.d. næsta dag eða annar læknir úr hópnum tekur að sér að leysa vanda hans. Komi í ljós að sjúklingur þarf á ýtarlegri rannsókn að halda, en tírninn leyfir, er hann látinn koma aftur sama dag eða næsta og þá ætlaður ríflegri tími. Vel upp byggt tímapantanakerfi tryggir það, að sjúklingur kemst að á réttum tíma, læknirinn hef ir næði til þess að tala við hann, skoða og skrá athugasemdir á spjald hans, enda er hann laus við allt óþarft kvabb. Spjaldskrá. Allar upplýsingar eru skráðar á sérstök spjöld og þeim fylgja bréf frá sjúkrahúsum álit sérfræð inga, vottorð og skýrslur. Eru þannig á einum stað að finna all- | ar upplýsingar um sjúklinginn. Flytji sjúklingur burt ei'u öll plöggin send til viðkomandi heilsxr gæzlustöðvar. Sérfræði þjónusta. Þar sem ekki eru sérfræðingar, þarf að gera ráð fyrir að þeir korni öðru hvoru, til að rannsaká sjúklingá, að tilvísun heimiliá-i lækna. Er að því áugljóst hagræði fyi’- ir alla aðila. í fyrsta lagi hittir sérfræðing urinn sjúklinginn við beztu skil 5'rði. Hann fær aðgang að öllum upplýsingum um fyi'ri í-annsókrV' ir og meðferð og hann nýtur að- stoðar heimilislæknisins, sem að jafnaði þekkir sjúklinginn betur en nokkur annar. í öðru lagi væri hægt, að kom ast hjá að senda nema mjög fáá sjúklinga til Reykjavíkur, miðað við það, sem nú er og má þannig spara sjúkhngum óþarfa útgjölcl og vinnutap. í þriðja lagi- myndu þannig fást vinnuskylirði fást stai'fsskilyrði fyrir marga af þeixn sérfræðingum, sem erlend’S dvelja Því að ef gert er ráð fyrir, að allir þeir, sem ei'lendis eru og ekki hafa tekið sér fasta búsetu þar, kæmu heim á næsta áratug, má búast við að þröngt yrði um' þá í þéttbýlinu. Vitað er, að lang flestir þeii'ra, sem erlendis em við sérfræðinám hyggjast koma heim, séu stnrfsskilyrði fyrii* hendi. Og það er okkar, sem' heima störfum að búa þeim viðuri andi skilyrði. I ’í ” Lokaorð. Það sem hér hefir verið rakið, erxi, aðcins fá atriði í lausn miki.’a vandamáls. Miklu varðar að þjó^ð' in skilji, hvað það er, sem yngri læknar vilja gera og munu gerá,‘ ef þeim er veitt tækifæri til þeás því þær breytingar, sem hér hcjí ir verið lýst, munu brátt komast, á og verður það aðeins háð áhuú.á' almennings hversu fljótt og ' víqa-,. það verður. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. ágúst 1966 §

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.