Alþýðublaðið - 09.08.1966, Blaðsíða 8
Abfea EEban, utanríkisrádherra ísraei, kemur í opinbera
heimsókn tii fslands í dag. í tilefni af því birtum við
nokkrar upplýsingar um ísrael, land og þjcð.
----------------------- i)
Tekið á móti forseta íslands Ás
geiri Ásgeirssyni og utanríkjsráð
herra Emil Jónssyni við komu
jbeirra til Jerúsalem í marz sl.
8 9. ágúst 1966 -• ALÞÝÐUBLAÐIÐ
samvinnurekstur, ríkis- og ein-
staklingsrekstur, er gerir kröfur
til ábyrgðarkenndar borgaranna
og þjóðlífsins. Upp úr hinni fjöl
breytilegu menningu, sem óend-
anlegur straumur innflytjenda
flytur með : ér til landsins, sprett
u hrein hebresk menning, sem lýs
ir sér í daglegu máli jafnt og í
ýmsum greinum lista, svo sem
tónlist, bókmenntum, dansi og
leiklist.
Þessi blanda menningarstrauma
efnahagskerfa og lifnaðarhátta, er
í skemmtilegu samræmi við marg
breytilega náttúru og loftslag ís-
raels. Þar er að finna hina gróð-
ur ælu og mildu Galíleu, eýðilega
klettadali í Negev, Jórdandalinn
með ógurlegum hita og strand-
lengjuna, með hinu þægilega
Miðjarðarhafsloftslagi. Og undir
þessu fjölbreytta landslagi má
finna fornar leifar mannfélagsþró
unar, sem gera ísrael að óska-
landi fornleifafræðinga.
En umfram allt: Þetta brautryðj
endastarf í uppbyggingu lands og
þjóðar með hjálp friðsamlegra vís
indatækja og í skjóli þeirrar
reynslu, sem ísrael hefur öðlazt
með því, þetta starf, sem byggir á
mannlegum vilja og þrautseigju,
hefur nú orðið fyrirmynd ann-
arra nýstofnaðra ríkja í gerð fram
tíðaráætlana þeirra. Einkunnarorð
Gyðinga í ísrael eru: „Við byggj
um saman“. Þessi orð eru einnig
einkunnarorð þeirra í samskiptum
við aðrar þjóðir.
ísrael er lítið land, aðeins tæp-
ir 21.000 ferkílómetrar að stærð
og myndar litla landræmu á aust-
urströnd Miðjarðarhafsins. ísrael
liggur á milli Evrópu, Asíu og Af-
ríku og er því nokkurs konar tengi
liður þessara meginlanda. Helztu
hafnarborgirnar eru Haifa með
191.000 íbúa. Tel Aviv, miðstöð
verzlunar og menningarmála með
393.000 íbúa, og Asihdod, sem er
í örum vexti. Höí'uðborg landsins
er Jerúsalem -með 176.000 íbúa.
Vega- og járnbrautarkerfið á milli
hafnarborga landsins tengir meg-
inlöndin þrjú saman. í norðri
liggja landamæri ísraels og Líban
on saman á 79 km. löngu svæði, í
norðri og austri mætast landa-
mæri ísraelc og Sýrlands á 79
km. jöngu svæði, í austri eru sam
eiginleg landamæri ísraels og Jór
daníu 630 km. í Suð-vestri liggur
landið að Sinaiskaga á 206 km.
Abba Edan, utanríkisráðherra
Israel, ásamt konu sinni á heim
ili þeirra þjóna.
Þannig eru sameiginleg landa-
mæri ísraels og annarra landa
samtals 949 km. en strandlengj-
an er 254 km„ 188 km. að Mið-
jarðarhafinu, 10.45 km. að Rauðá-
hafinu og 56 km. að Dauðahafinu.
í hugum Gyðingaþjóðarinnar
hefur ísrael alltaf verið meira
en venjulegt landssvæði. Allt frá
tímum- Biblíunnar fyrir þúsund
um ára hefur ísrael verið þunga-
miðja trúar þeirra. Eftir að Róm
verjar höfðu flæmt Gyðinga úr
landi þeirra, fór mestur hluti
þess í niðurníðslu og breyttist í
fen og eyðimörk, varð fölur
skuggi forns frelsis og sjálfstæð-
is. Frá lokum 19. aldar hefur ís-
rael verið fyrirheitna landið, og
þegar það öðlaðist sjálfstæði árið
1948, hófst þessi dreifða þjóð þeg
ar handa, og síðan hefur uppbygg
ingin í landi forfeðranna tekið
risavöxnum framförum.
svæði, og að síðustu, í vestri, að
Gaza landssvæðinu, sem er undir
yfirráðum Egypta, á 60 km. svæði.
En þrátt fyrir það, að við lif-
um á öld kjarnorku- og geimvís-
inda, hefur þessi endurfæðing
þjóðar, lands hennar og menning
ar, orðið í anda Biblíunnar. Gam
allt og nýtt sameinast í hinu nvja ís
rael og á sinn ríka þátt í sérstöðu
þess. ísrael hefur nú þegar til-
einkað sér lýðræði, þar sem ein-
staklingurinn er þungamiðjan, en
einnig þróast þar hlið við hlið