Alþýðublaðið - 01.09.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.09.1966, Blaðsíða 6
20 ára afmæli Sam- vinnutryggina Samvim utryggingafélög höfðu starfað með góðum órangri í mörgum löndum, áður en fyrst kom til tals að hrinda hugmynd- inni í fri.mkvæmd hér á landi. Munu fyr tu slík félög hafa verið stofnsett í Englandí á síðari hluta nítjóndu . ldar. Nú á dögum eru þau öflug í fjölda landa, m. a. Svíþjóð, Belgíu, Bandaríkjunum, Englandi ig ví'ðar, og hafa reynzt ómetanleg lyftistöng fyrir margs konar uppbyggingu í þessum löndum o? rutt nýjar brautir í tryggingamálum. Eftir að Vilhjálmur Þór tók við forstjórastarfi Sambands ísl. sam- vinnufélaga árið 1946, var hug- myndin um stofnun samvinnu- tryggingafélags á íslandi f.vrst rædd alvarlega. Síðar á sama ári var svo undirbúningur hafinn og Erlendur Einarsson ráðinn fram- kvæmdastjóri. Samvinnutryggingar tóku síðan til starfa 1. september 1946. — í fyrstu stjórn voru kjörnir: Vilhjálmur Þór, form., Jakob Frímannsson, ísleifur Högnason, Kjartan Ólafsson frá Hafn. og Karvel Ögmundsson. Fyrstu tvær deildir félagsins voru brunadeild og sjódeild, og um áramótin 1946—1947 tók þriðja deild félagsins bifreiða- deildin, til starfa. Hefur sú deiid vaxið mjög ört, og er nú nærri, helmingur allra bifreiða í land- inu trvggður hjá félaginu. Á sviði bifreiðatrygginga hafa Sam- vinnutryggingar valdi'ð byltingu með því að koma á afsláttarkerfi því, sem flest önnur trygginga- félög landsins hafa síðan tekið upp. Byggist kerfið á því, að menn fá verulegan afslátt af iðgjaldinu, ef þeir valda ekki tjóni, — og mönnum þannig mismunað eftir ökuferli. Afsláttur þessi nemur nú siórum upphæðum, sem var- kárir ökumenn og bifreiðaeigend- ur hafa sparað á þennan hátt. Fjórða deildin, endurtrygginga deild, bættist síðan við árið 1949. Tekur hún að sér endurtrygg ingar fyrir fjölda erlendra trygg- ingafélaga víða um lönd. Á þenn- an hátt hefur félagið aflað gjald- eyristekna, sem vegið hafa nokk- uð á móti gjaldeyriskostnaðinum. Frá upphafi hafa Samvinnu- trvggingar lagt á það ríka áherzlu, að efla svo sjóði sína, að félagið standi sem allra tryggustum fót- um. Námu sjóðir félagsins sam- tals 187.8 milljónum króna í árs- lok 1965. Þrátt fyrir miklar end- nrgreiðslur til tryggingartakanna, hafa safnazt þannig verulegir sjóðir, sem skapað hafa grundvöll •’ð heilbrigðara tryggingastarfi. Úr þessum sjóðum hefur félagið setað veitt mikinn fjölda lána til atvinnufvrirtækja, hreppsfélaga og margra annarra aðila. Námu útdánin samtals 75,8 milljónum króna um sl. áramót. • Samkvæmt skipulagi Samvinnu- trygginga eru það hinir tryggðu, tryggingatakarnir, sem eiga fé- lagið, og fá þar af leiðandi allan tekjuafgang þess. Þannig hefur þúsundum einstaklinga og félaga verið tryggð tryggingaþjónusta fyrir sannvirði, sem sparað hefur tryggingatökunum 61 milljón króna, sem endurgreiddar hafa verið frá því félagið fyrst gat endurgreitt tekjuafgang árið 1949. Samvinnutryggingar hafa barizt mjög fyrir frjálsræði í trygging- um. Má í því sambandi sérstak- lega benda á brunatryggingar húsa, en barátta Samvinnutrygg- inga fyrir frelsi á því sviði leiddi til, beint og óbeint, að brunatryggingaiðgjöld húsa um land allt lækkuðu stórlega. Samvinnutryggingar hafa haldið uppi fræðslu- og áróðursstarfi fyrir öryggi og slysavörnum og þannig reynt að vekja iandsmenn til meðvitundar um hvers konar slysahættu og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir slys- in. Má í þessu sambandi m. a. nefna útgáfustarfsemi félagsins og benda á bókina „Öruggur akst- ur,” sem kom út árið 1951 og útgáfu biaðsins Samvinnu-trygg- ing, rit um örvggis- og trygginga- mál, sem g»fið hefur verið út frá Framhald á 15. síðu. SLAPP ÓMEIDDUR Drengurinn sem ók þessu reiðhjóli, slapp sem betur fer alveg ó- meiddur. Hann var á leið niður Laugaveginn þegar áreksturinn átti sér stað og mótorhjólalögreglan, slysarannsóknadcildin og sjúkra- bíll æddu öll á staðinn með vælandi sírenur. Það er eiginlega furðu legt hvað verða tiltölulega fá slys á börnum á rciðhjólum. Fæst þeirra kunna með þau að fara í umferð og taka allskonar sveigjur og beygjur alveg fyrirvaralaust. ogið í rökkri yfir Surtsey „Ég er búinn að vera hér á landi í allt sumar við gos- stöðvar og margsinnis dvalið úti í Surtsey, en þessu hefði ég ekki viljað missa af,” sagði bandarískur jarðfræðingur við blaðamann Alþýðublaðsins í hringflugi yfir Surtsey I fyrrakvöld. Flugfélagið Flugsýn bauð fréttamönnum í hringflug til Surtseyiar í tilefni af þeirri nýbreytni hjá félaginu, að bjóða upp á slíkar skemmti- ferðir á hverju kvöldi, meðan að veður -er hagstætt. Hvert sæti var skipað í 30 manna flugvél Flugsýnar, og auðvitað reyndu allir að tryggja sér sæti við glugga. Flugið austur a@ Surtsey tek- ur aðeins fáeinar mínútur, þannig að maður hefur rétt aðeins tíma til að setja nýja filmu í myndavélina og búa sig undir ósköpin. Þegar austur var komið, |)urfti enginn að gjalda þess, iað hafa ekki fengið sæti við glugga, því að fólk var svo , t afar elskulegt og tilhliðrunar- samt, þannig, að allir skiptu við alla á gluggaplássi, eftir því hvorum megin Surtur lá í það og það sinnið. Vélin hringsólaði í kring um gos- stöðvarnar og yfir þær, ýmist sólarsinnis eða rangsælis, í a. m. k. hálftíma og lék enginn vafi á því að farþegar höfðu fengið að sjá reglulegt eld- gos úr öllum áttum þegar frá var horfið. Og það verður að segjast hér, að sjón er sögu ríkari. Vafalaust kemst maður í nán- asta snertingu við slík nátt- úruundur standandi á jörðu niðri, þar sem saman fer hit- inn og lyktin, hávaðinn og birtan frá gosinu. En á slíku er ekki völ fyrir almenning, slíkt kostar næturveru á gos- stöðvunum og sérstakan und- irbúning og útbúnað, sem ekki eru alltaf tök á að afla sér, auk þess sem sérstök og vand- fengin leyfi þyrfti til slíkra hluta. Flug umhverfis gosið er þess vegna það næstbezta, sem völ er á. Menn sjá allt, sem séð verður og sú sjón er stór- kostleg og ógleymanleg. Næsti þáttur er hringflug í rökkrinu yfir Vestmanna- eyjar. Þetta er undurfalleg mynd, sem þarna birtist, ó- venjuleg og tignarleg og raf- lýstur kauþstaðurinn minnir á álfaborg í hömrum eins og við lásum um í ævintýrum. Síðasti þátturinn er Reykja- vík úr lofti, ásamt Hafnarfirði og Kópavogi, ljósum skrýdd stórborg með beinum götum, bláum og gulum götuljósum, skiltum og iðandi umferð. Hér hafa menn þá tveggja tíma prógram, sem býður upp á heimsfrægt eldgos, álfaborg í hafi og stórborg á landi. Þeir, sem ekki hafa þegar tryggt sér áframhaldandi eld- gos, tgerðu óneitanlega rétt í því, að tryggja sér far á gos- stöðvarnar með Flugsýn eitt- hvert kvöldið — áður en gos- ið hættir og áður en veður versnar. — GbG. 6 1. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.