Alþýðublaðið - 07.09.1966, Side 4

Alþýðublaðið - 07.09.1966, Side 4
BHstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — RiUtjómarfull- trfll: EiBur GuOnasou. — Símar: 14900-14903 — Auglýaingaaíml: 14900. AOaotur AiþýBuhúsiB vi8 Hverflsgötu, Reykjavik. — Pr*otsmi8ja AlþýOu blaOsina. — Askriftargjald kr. 95.00 — 1 lausisölu kr. 7.00 etótaki®. Otgefandl AiþýOufiokkurinn. DAUF BARÁTTA SAMTÖK IIERNÁMSANDSTÆÐINGA héldu lands fund að Bifröst í Borgarfirði um síðustu helgi. Var , fundur þessi merkilegur fyrir margra hluta sakir. Hann var fyrsta teljandi lífsmark, sem sézt hefur með samtökunum í langa tíð, en þau gáfust upp á að efna til Keflavíkurgöngu í ár, Þá var dauflegur ; b-iær yfir gerðum fundarins, ólíkt þeim baráttuanda, | sem áður einkenndi samtökin, og loks kom fram veruleg stefnubreyting á fundinum. Eyrr á árum voru Samtök hernámsandstæðinga rót- tæk og hörð í horn að taka, og reyndu að hræða ís- lendinga til hlutleysis með spádómum og hótunum um atómsprengjuregn frá Keflavík til Hvalfjarðar. Nú er þessi stríðsótti horfinn, enda augljóst að hann hefur ekki fundið hljómgrunn með bióðinni. Til þess var hann of óraunhæfur og sú staðreynd of augljós, jað hlutlaust ísland væri mun líklegra til að draga hingað vopnaða viðureign stórvelda en varið land. Hinum róttæku göngumönnum tókst aldrei að sann- !færa Islendinga um ágæti hlutleysisstefnu, enda væri ssú stefna fásinna fyrir ísland. Þvert á móti hefur jValdajafnvægi Atlantshafs- og Varsjárbandalaganna .skapað friðinn í Evrópu, og íslendingar geta unað vel við sinn þátt í því. *r Á-f þessum sökum ‘leggja hernámsandstæðingar nú 1 minni áherzlu á þennan gamla sprengjuáróður, en 'fáðast í þess stað gegn bandarískum áhrifum á ís- lenzka utanríkisstefnu og íslenzkt þjóðlíf yfirleitt. Má heita, að meginboðskapur Bifrastarfundarins hafi ,verið aukið samstarf við Norðurlönd, og er það góðra gjalda vert. En mikil breyting er það, er Samtök hernámsandstæðinga láta nú eins og þau væru aðeins deild í Norræna félaginu. Ásakanir um að utanríkisstefna íslendinga sé mót- uð af Bandaríkjamönnum eru á engum rökum reistar j Þv.ert á móti hafa íslendingar oft í alþjóðle.gum mál- uan verið á öndverðum meiði við Bandaríkjamenn og önnur stórveld.i Atlantshafsbandalagsins. Hitt er sönnu nær, að almenn bandarísk áhrif hafi aukizt m.jög á íslandi eftir síðasta ófrið. Við betta er helzt að athuga, að þessi áhrif hafa ekki öll verið þau æski legustu, sem er að hafa frá Vesturheimi, og mætti sýna meiri dómgreind í því va-li. Og sannarlega hafa þel|i áhrif ekki breytt þeirri staðreynd, að íslend- ingar eru Evrópumenn og munu hafa meginsambönd sín við umheiminn í bá áttina, bótt hollt sé að dreifa þeirn. Þáð er athyglisverð staðreynd, að barátta hernáms- aindstæðinga er að bynnast út. Þeir láta undan síga fyíir staðreyndum heimsmála og. friðsamara útliti í Evrópu, sem í siáLfu sér afsannar fullyrðingar þessara maiina síðustu tvo áratugi. 4 7. september 1-966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Koparpípur og Rennilokar Fittings Ofnakranar Tengikranar Slöngukranar Blöndunartæki Burstafell Byggingavöruverzlun, Réttarholtsvegi 3. Sími 3 88 40. Orðsending frá F.Í.B. Félagsmerki Félags íslenzkra bifreiðaeig- enda úr málmi eru nú aftur fáanleg. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. lamig/y á krossgötum ★ MALBIK YFIR MALBIK Ökumenn, sém farið hafa um Reykjavíkursvæðið i sumar, eru á einu máli um, að raalbikunin yfir Hafnarfjarðarveg frá Kópa- vogsbrú að Álftanesvegi (Engidal) hafi verið ein- hver bezta framkvæmd í vegamálum á svæðinu. Þessi vegur var orðinn svo lélegur, að hann var bæði verri yfirferðar og hættulegri en flestir mal- arvegir, þótt liann. liefði verið malbikaður fyrir mörgum árum. Nú er þetta rennislétt braut, sem unun er að aka eftir. Auk þæginda og öryggis er augljóst, að vegurinn afkastar miklu meiru en áður, þar sem umferðin fer hraðar og jafnar yfir. Þessar umbætur voru gerðar af ríkinu á þeim hluta Hafnarfjarðarvegar, sem er á þess vegum. En því miður hefur ekkert verið gert á þeim hlutum vegarins, sem liggja innan marka Kópavogs og Reykjavíkur, en þar er um- ferð þó mun meiri Fyrir nokkrum árum voru birtar tölur um umferð Hafnarfjarðarvegar, sem léiddu í ljós, að milli Reykjavíkur og Kópavogs var tvöfalt meiri bílafjöldi en miUi Kópavogs og Hafnarfjarðar. . . Það var því meiri nauðsyn að laga þessa hluta vegarins. Að vísu er boðað, að byrjað verði að gera hraðbraut með ótal brúm yfir og hliðarbrautum. gegnum Kópavog. Mun það mann- virki kosta yfir 80 milljónir króna og er eitt hið nauðsynlegasta. í öllu vega- og gatnakerfi lands- ins. En .vinna er ekki hafin og komið fram í september,. Eins mun það ætlun Reykjavíkur- borgar að tengja Kringlumýrarbraut við Hafn- arfjarðarveg og á það að dreifa umferðinni á meiri og betri götur innan höfuðborgarinnar. Sú framkvæmd gengur þó hægt. Hin nýja braut á að grafast niður í gegnum háls og Bústaðavegur að fara yfir hana á brú. Verður það án efa gott. þegar þar að kemur. En hægt miðar. Meðan hinum varanlegu fram- kvæmdum miðar svo hægt, sem raun ber vitni, hefði verið mjög skynsamlegt að leggja malbiks- lag yfir gamla Hafnarfjarðarveginn. Hann verður án efa notaður áfram og mundi sú framkvæmd hafa verið fyllilega réttlætanleg. Ein mesta hættan í gatnakerfl Reykjavíkursvæðisins er sú, að gert sé á teikn- ingum eða- í skipulagi ráð fyrir breytingum á göt- um, sem okki- verða framkvæmdar árum saman, en allt annað. er látið sitja á hakanum á því svæði. Þannig.er ástandið á Laugavegi og Suður- landsbraut, en háværar kvartanir leiddu loks til þess, að gatan hefur verið breikkuð verulega og er það skynsamleg ráðstöfun til mikilla bóta. Karl.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.