Alþýðublaðið - 05.10.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.10.1966, Blaðsíða 8
Þegar Ingela Brander, sem skemmtir í Lídó um þess- ar mundir, var átta ára gömul sótti hún um upp- töku í tónlistarskóla til að læra á saxofón. Skóla- sjóranum leizt ekki á að svo ung stúlka gæti valdið slíku .hljóðfæri en s-agði henni samt að koma næsta miðvikudag. — Þvi miður hef ég ekki tíma þann dag, þá á ég að spila í útvaipið. Að afloknu tónlistarskólanámi, og námi í raffræði hófst ferill Ingelu sem sjónvarpsstjörnu, kvikmynda- leikkonu og söngkonu og hafa komið út margar hljómplötur sem hún hefur leikið og sungið inn á. Með al annars nokkrar þar sem hún hefur jafnframt samið lögin sem flutt eru. Undanfarin vár hefur hún ferðast víða um heim til skemmtanahalds á sviði og í sjónvarpi. Á næsta ári ráðgerir hún sams konar ferðalag um Suður-Ameríku og Bandaríkjarma, þar sem hún mun m.a. koma fram í sjónvarpsþætti Ed Sullivan. Þá hefur hún gert samninga um kvikmyndaleik hér og þar, en til þessa hefur hún leikið í sex kvikmyndum á Norðurlönd- um, Þýzkalandi og Júgóslavíu. Þá hefur hún einnig hug á að stofna eigin hljómsveit, ef tími gefst til, og gjarna hafa stúlkur í hljómsveitinni, og ef ein- hverjar íslenzkar stúlkur hefðu áhuga er bara að gefa sig fram. Hér mun Ingela dvelja í tvær vikur og kemur fram á hverju kvöldi í' Lídó og spilar á saxofón .og syngur. Myndirnar hér eru allar teknar af söngkonunni í Lídó. R

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.