Alþýðublaðið - 05.10.1966, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 05.10.1966, Blaðsíða 14
MINNINGARORÐ: Eggert Etristjánsson stórkaupmaður EGGERT KRISTJÁNSSON stórkaupmaður var fæddur 6. október 1897 að Mýrdal í Kol-! beinsstaðahreppi í Hnappadals- | sýslu. — Foreldrar hans voru merkishjónin Guðný Guðnadóttir og Kristján Eggertsson. Þau hjónin voru bæði komin af góð- um og landsþekktum ættum. í æsku fluttist Eggert með foreldr- um sínum að Dalsmynni í Eyja- hreppi. Þar eyddi hann bernsku- árunum með foreldrum sínum og systkinum í ástríkri sambúð. Á Dalsmynnisheimilinu ríkti kær- Ieikur og gagnkvæm virðing á milli foreldra og barna. Eggert var elztur systkina sinna. Hann var augasteinn foreldranna og frá öndverðu stóri bróðirinn, sem systkini hans treystu og elskuðu. Hann var bráðger í æsku, snemma framsækinn og áræðinn og um flesta hluti fremri öðrum ungum mönnum. Hann stundaði Eggert Kristjánsson. gjarna sveini brátt þröngt um sig heima í fásinninu. Hann hugði á meiri frama og umsvifameiri störf en þau sem æskuumhverfið ist í Flensborgarskólann. Hann lauk þaðan prófi árið 1918. — Næstu árin vann hann við verzl- unarstörf í Reykjavík. 8. apríl 1922 gekk Eggert í hjónaband með Guðrúnu Þórðar- dóttur frá Vindheimum í Ölfusi. Síðar á því ári stofnaði hann heild- sölufyrirtækið Eggert Kristjáns- son & Co. h.f. með vini sínum, Eyjólfi Jóhannssyni frá Brautar- holti. Fyrirtækið var stofnað . af litlum efnum, en af því meiri bjartsýni og áræðni. Frá upphafi var Eggert framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Undir öruggri stjórn hans hefur fyrirtækið orð- ið eitt af öndvegis fyrirtækjum landsins, sem nýtur mikils trausts, utanlands sem innan. Auk Eggert Kristjánsson & Co. h.f., stjórnaði Eggert mörgum öðrum fyrirtækjum. Eggert Kristjánsson var fríður maður, gjörvilegur á velli, röskur í framgöngu og virðulegur. Hann var dulur í skapi og flíkaði lítt tilfinningum sínum. En undir virðulegri ró hvers- íþróttir og varð landsþekktur Sat veitt. glímumaður. Þótt unglingsárin > 18 ára að aldri, árið 1915 Iiðu í yndi og önn, leik og starfi, kvaddi Eggert æskuheimilið og fannst hinum kappsama og fram- hélt til Reykjavíkur og innritað- ALÞÝÐUBLAÐIÐ vaniar blaðburðar- fólk í eftirtalin hverfi: Miðbæ, I. og II. Höfðahverfi, Álfheima m i'ii; Hverfisgötu, efri og neðri, Voga, Hringbraut, ■ r.yl • i- Laugameshverfi, Grettisgðtu, Tjarnargötu j’ír l-mt; Laufásveg, Sörlaskjól, Miklhbraut. Lönguhlíð. Laugaveg neðri, Laugavegur efri ■) Laugarás Skjólin Seltjarnarnes I. Laugarteig Gnoðavog jl uuuuavug ■ - 1 Alþýðublaðið Sími 14900. dagsleikans bjó heitt og tilfinn- ingaríkt hjarta sem vildi öllum reynast vel, sem í raunir rötuðu og honum voru á einhvem hátt tengdir eða kærir. Hann var barn góður og Ijúfur heimilisfaðir. Sambúð þeirra hjónanna var mjög ástrík og farsæl. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn, sem öll lifa föður sinn. Eggert Kristjánsson var kaup- maður af lífi og sál. Hann var maður hinnar frjálsu samkeppni. En hann var einnig mikill fé- lagshyggjumaður. Hann stóð löng- um ,í fararbroddi stéttar sinnar og var þar hinn ágætasti baráttu og forustumaður. Hin síðari árin tók heilsu Eggerts mjög að hnigna. Hann bar heilsuleysið af sérstakri karl- mennsku og æðruleysi og gekk ótrauður til verks, sem heill væri. Eggert Kristjánsson var afburða- atorku- og starfs-maður; allt líf hans var þrotlaust starf. Starf fyrir heimili hans og ástvini. — Starf við fyrirtæki hans og at- vinnurekstur — og starf við hin margþættu hugðarefni hans og áhugamál. Mitt í önn dagsins á vinafundi lézt hann síðla dags 28. september síðastliðinn hér í Reykjavík. Ég þakka Eggerti nær þrjátíu ára samstarf, sem ég hef aðeins góðar endurminningar um, en sérstaklega þakka ég honum að- stoð og umhyggju lians fyrir heimili mínu, konu og börnum, þegar ég var fjarvistum að heim- an vegna starfa minna á sjónum. Við, sem þekktum Eggert Kristjánsson bezt, vitum, að til hans var gott að leita, þegar örð- ugleikar steðjuðu að. Hann reynd- ist alltaf bezt, þegar mest á reyndi, slíkur er háttur góðra manna. Ég votta frú Guðrúnu Þórðar- dóttur, börnum hennar og öllum aðstandendum Eggerts hina dýpstu samúð okkar hjónanna og barna okkar. Eggert Kristjánsson var einlægur trúmaður. Hann trúði á framhald lífsins handan Iandamæranna miklu. Því vU ég Ijúka þessum fátæklegu orðum með orðum skáldsins: „Krjúptu að fótum friðar- boðans, fljúgðu á vængjum morgun- roðans, meira að starfa guðs um geim.” Blessuð sé minning Eggerts Kristjánssonar. Sæmundur Ólaísson. Úbvarpstæki Segulbandstæki Sjónvarpstæki Plötuspilarar ÁRS ÁBYRGÐ- Ábyrgðarbréf fylgir hverju tæki. verzlunin iRADIONETTE Aðalstræti 18. Sími 16995. Skrifstofum og vörugeymslum okkar verður lokað í dag vegna jarðarfarar. EGGERTS KRISTJÁNSSONAR stórkaupmanns Eggert Kristjánsson & Co. hf. Eiginmaður minn Einar Stefánsson, múrarameistari, Eskihlíð 23. Iézt að Bæjarspítalanum 1. október. Jarðarfröin auglýst síðai'. ) Fyrir hönd vandamanna Ásta Málfríður Bjarnadóttir. Minningarathöfn um son okkar, bróðir og tengdason, SIGURÐ THEÓDÓRSSON Réttarholtsvegi 55, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. október kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Karolína Sigurðardóttir Theódór Olafsson Hafdís Theódórsdóttir Ásthildur Theódórsdóttir Ingimar Magnússon Jakobína Tlieódórsdóttir Erlingur Guðmundsson Ólafur Theódórsson Sigríður Mikaelsdóttir 14 5. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.