Alþýðublaðið - 22.11.1966, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 22.11.1966, Qupperneq 6
áfram s ningam Það er þröng- á þing:i í Lídó, þar sem 370 fulltrúar á þingi ASÍ starfa. Þingið hófst sl. laugardag og búizt við að þvi ljúki á fiinmtudagskvöld. Tal- ið er að mest af tíma þingsins að þessú sinni muni fara í um- ræður um skipulagsmálin. — (Mynd: Bjarnl.) ' Iteykjavik, EG Övissa ríkir nú á ýmsum sviðum, einkum að því er varöar verðlag á ýmsum útflutningsai' urðum, sagði Hannibal Valdimars son, í ræðu á hátíðarfundi ASÍ síðastliðinn laugardag. — Þess vegna er ekki óskynsamlegt fyrir verkalýðssamtökin að flýta sér hægt. Takmarkið hlýtur að vera að'Ifá fram styttingu vinnutímans og þoka fram auknum kaupmætti laúnanna. Þess vegna mæli ég hik laust með, sagði Hannibal, að samningar verði áfram gerðir á svipuðum gnindvelli og síðustu 2 árin. Þá kvið Iíannibal nú brýna nauðsyn að breyta skipulagi Al- þýðusambandsins og mundi það verða eitt af aðalmálum þessa þings. í upphafi r£eðú sinnar, sagði Bannibal, að hett.a þing mundi fjalla um atvinnumálin, kjaramál- in og skipu’agsmál alþýðusamtak- anna. Undanfarin ár hefðu verið mikil uppgripaár í sj'ávarútvegi, og verðmæti útflutningsatvjnnu- veganna hefði aukizt mjög. Samt ættu togararnir við mikla örðug- leika að etja, og hið sama ætti við um hluta vélbátafiotans. Hér mundi sannarlega verða skarð fyrir skildi, ef togaraútgerð legð- ist niður, sagði 'hann, og taldi að til slíks mætti alls eKki koma. Þá vék hann að erfiðleikum frystihús anna, og gat þess að iðnaðurinn stæði höllum fæti. Væri hið hömlulausa innflutningsfrelsi, er nú ríkti keypt of dýru verði, og væri illa farið með gjaldeyri þjóð arinnar. Þau vandamái sem nú væri við að etja, væru bein sjálf- skaparvíti og afleiðing af stjórn- arstefnunni. Þá minnti hann á ál- bræðsluna við Straumsvík og lýsti andstöðu Alþýðusambandsins gegn þeim framkvæmdum öllum. Þá vék Hannibal að kjaramál- um, og sagði, að ýmsir teldu lágt ris á kjarabaráttu alþýðusamtak- anna um þessar mundir, og um | það mætti vafalaust lengi deila, hvort svo væri eður ei. Hann rakti síðan gang mála frá 1964, en fram til þess tíma hefði verkalýðs- hreyfingin átt í látlausu kjara- stríði og frá 1959 til 1963 hefði kaunmáttur tímakaups minnkað um 15 stig. í júnísamkomulaginu 1964 hefði verkalýðshreyfingin fen'gið fram ákvæði um vísitölu- bindingu kaups og ýmis mikilvæg löggjafaratriði. Hefði kaupmáttur tímakaupsins á því ári aukizt um 7 stig fram í júlí 1965. Þegar svo júlisamkomulagið var gert 1965 hefði fengizt fram mikilsverð styttjng vinnutímans og miklar að gerðir í húsnæðismálum, sem þó ættu að vérulegu leyti eftir að Framhald á 14. siðu. \ \ ruM/ ASI HEFUR BORIZI FJÖLDI 6JAFA Aðstaða almennings hefur gjörbreytzt í tilefni fimmtíu ára afmæl- is Alþýðusambands íslands hefur því borizt fjöldj góðra gjafa. Eggert G. Þorsteinsson félags málaráðherra skýrði frá því í á- varpi sínu á hátíðarfundinum, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að gefa sambandinu eitt hundrað þúsund krónur til kaupa á bókum til af nota fyrir gesti orlofsheimila ASÍ. Á þingfundi í gær rifjaði Hanni bal Valdimorsson upp þær gjaf ir sem samtökunum hafa borizt. 12. marz síðastljðinn hefði við- skiptamálaráðherra staðfest reglu gerð Sparisjóðs alþýðu og segir í þingtíðindum, að hann muni taka til starfa alveg á næstunni, ef til vill meðan þingið situr, en spari sjóðurinn verður til liúsa í hús eign við Skólavörðustíg, sem nokk ur verkalýðcfélög hafa fest kaup á. Þá hefðj ríkisstjórnin lofað að beita sér fvrir því, að 1. maí yrði Jöehnlgiður frídagur ,og væri frumvarp um það efni nú orðið ,a|S lömim. Borgarstjórn Reykjavík úr hefði lv?t vfir á afmælisdag inn, að Alþýðusambandinu mundi gefinn kostur á lóð undir hús í nýja miðbænum. Loftleiðir hf. hefði gefið ASÍ farmiða fyrir tvo til Evrópu eða Ameríku. Iðja og Félag járniðnaðarmanna hefðu gef ið vandaðan fjölritara, og Vörubil stjórafélagið Þróttur hefði gefið áletraðan bréfhníf úr silfri. í fyrradag hefði ASÍ borizt málverk eftir Magnús Á. Árnason og er það gjöf frá Síldarútvegs nefnd. Þá hefði Baldvin Jónsson, sonur Jóns ' Baldvinssonar komið á skrifstofu ASÍ síðastliðinn laug ardag með vandaða Ijósmynd af föð ur sínum og mundi hún framveg is hanga í skrifstofu forseta sam handsins. Að auki hefðu sambandinu bor izt blómakveðjur frá fjölmörgum aðilum, forseti íslands hefði tekið á móti miðstjórninni og fyrrver andi forsetum ASÍ að Bessastöðum 12 marz síðastliðinn og þá um kvöldið hefði ríkisstjórnin haldið veglegt boð fyrir miðstjórnina og ýmsa fleiri verkalýðsleiðtoga. Hér fer á eftir ávarp Eggerts G. Þorsteinssonar, félagsmálaráð- herra, er hann flutti á hátíðafundi Alþýðusambands íslands í Háskóla bíói síðastliðinn laugardag. Þegar ég nú stend hér, kemur mér í hug hið gamla spakmæli að „Gott er að vera í góðum hóp og gerast honum líkur”. Allt heilbrigt fólk, sem getu og vilja hefur, á þess kost að afla sér góðrar vitneskju um atburði síðustu 50 ára. — Hvað þætti is lenzkrar verkalýðshreyfingar við kemur í þeirri atburðarás, læt ég nægja að vísa til hins myndar lega afmælisheftis, Vinnunnar, tímarits ASÍ og afmælisbókar Al- þýðuflokksins, en upphaf og saga þcirra samtaka, var um áratuga- skeið, ein og hin sama. Þar má auðveldlega finna þann nauðsyn- lega samanburð er sýnir okkur þá gjörbreyttu aðstöðu, sem orðin er í öllu lífi almennings í landinu til bættra lifnaðarhátta, betra og fegurra lífs. Grundvöllurinn að því að rétt mat verði lagt á það, hver áhrif verkalýðssamtökin hafa í raun og sannleika haft á þessa jákvæðu þró un mála, verður þó að sjálfsögðu ekki fundinn, nema með því að kynna sér alhliða þróun mála í þjóðfélaginu á þessum áratugum. Á sama hátt mun enginn geta 1 fengið fram rétta mynd af þessari framþróun, nema að kynna sér vel j störf og starfshætti verkalýðssam Itakanna á þessum fimm áratug um svo samofið hefur starf sam takanna verið æðaslögum þjóðarlík amans alls. í slíkri rannsókn atburða, munu bein og óbein áhrif verkalýðssam takanna á stjórn landsins ekki verða talinn minnstur þáttur í á- hrifavaldi þeirra. Eins og það er meðlimum verka lýðssamtakanna og þá um leið alþjóð, nauðsynlegt að verkalýðs samtökin á íslandi eflist og dafni og komi í því skyni fram nauðsyn legum breytingum á skipulagi sínu og starfsháttum, í samræmi við breyttar aðstæður, — þá er þjóð- arnauðsyn að samtökin beiti þess um áhrifum sínum af fullri ábyrgð Eggert G. Þorsteinsson og skyldurækni við þjóðfélagsheild ina. — Þannig verður „þeim bezt | dugað, sem þörfin er meiri”. Á þann hátt verður frumherjunum og öllum fórnfúsum liðsmönnum fyrr og síðar bezt þökkuð vel unn in störf. | Á 50 ára afmælisdegi ASÍ og A1 þýðuflokksins 1%. marz sl. veittist mér sú ánægja að tilkynna þá á- kvörðun rikisstjórnarinnar, að hún mundi beita sér fyrir því að hátíð isdaigur verkalýðsins 1. maí yrði lögfestur hvíldar- og frídagur allr ar þjóðarinnar. Var ákvörðun þessi tekin í virðingarskyni við samtök in og störí þeirra í þágu alþjóðar. Þessari ákvörðun ríkisstjórnar innar var af þingheimi mjög vel tekið og gekk frumv. um 1. maí án nokkurrar fyrirstöðu í gegn um Alþingi. Þar með var 42 ára bar áttu íyrir viðurkenningu 1. maí hér á landi, lokið. Nú og hér á þessari stud, hlotn- ast mér sá heiður og sú ánægja að tilkynna þá ákvöi'ðun ríkisstjórn arinnar, að hún mun beita sér fyr ir því við yfirstandandi meðferð fjárlaga, að ætlaðar verði kr. 100. 000.00 — eitt hundrað þúsund kr. — til kaupa á bókum er verði til afnota í sumardvalarlheimilum verkalýðsfélaga innan Alþýðusam bands íslands. Það er einlæg ósk og von ríkis stjórnarinnar, að gjöf þessi stuðli að enn aukinni alþýðumennt er Framliald á 15. síðu. 0 22. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÖIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.