Alþýðublaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 6
$ 18. desember 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ j Við vorrtn bara tveir í strætisvagnin- iim, sá seœ sat við hliðina á mér og ég. Dg okkur vlauðleiddist, að minnsta kosti jiauðlei dist mér. Og ekki var hverfið sem yið fóri-m um upplífgandi, það var eitt af þessum ömurlegu, órómantísku úthverf- pm þar sem aðeins búa skýjaiglópar og dag ílraumamenn. Samferðamaður minn var einn af þess- m ver. jUiegu mönnum sem eru allstaðar bg vek.ia aldrei neina athygli. Hann var meðalhár, meðalbreiður, meðalgreindur og miðaldra. Hann líktist mér dálítið — og eg tók hann sem eina af þessum mahn- gerðum sem ég hef engan áhuga á. En eg skipti strax um skoðun þegar ihann srgði allt í einu: — Nú er ég búinn að finna út hvernig ég get orðið heims- frægur. Ég hrökk við, ekki vegna þess að hann talaði til mín án þess að kynna sig, ekki heldur vegna þess að ég hélt að hann væri geðveikur — þó eru margir vinir mínir geðveikir. Nei, mér brá vegna þess að — Nei ann- ars þaö skiptir ekki neinu máli, ég á of marga óvini til þess að ég fari að opin- bera mínar leyndustu hugsanir. Ég huigsaði mig um og sagði síðan: — Það var gaman, hvernig ætlið þér annars aó fara að því? i — Jú, svaraði hann. — Ég ætla að út- búa sirkusnúmer, stór sirkusnúmer verða alltaf heimsfræg. Ég kinkaði kolli. — Crock, Rivels bræðurnir, Baggesen bg fleiri urðu frægir fyrir stór sirkus- númer. Samf-'rðamaður minn hélt áfram: — Ég er með eitt sérstakt í huganum, sagði hann. — Ég er búinn að þaulhugsa það allt, og ef þú vilt þá skal óg .. . . | — Já, endilega, sagði ég. — Já, en þér megið ekki... .ekki... . ekki nota það. — Nei, nei, alls ekki, ég stel aldrei töfrabrögðum. — Sjáðu, fyrst koma tveir þjónar með útbúnaðinn inn á sviðið. Hann á að vera hulinn dúk. Ég hef verið í vafa um hvort ég á að láta dúkinn vera rauðan eða græn- an, og ég hef komizt að þeirri niðurstöðu að hafa hann grænan. Með dökkgrænum blæbrigðum og igullborðalagðan. — Stílhreint, sagði ég, svona til að sýna að ég fylgdist með. — Útbúnaðurinn, hélt hann áfram, út- búnaðurinn er eitt borð, fiskaker, fimmtíu gullfiskar, fimmtíu eðlur. Gullfiskamir og eðlurnar eru í fiskakerinu. Kerið verð ég að hafa úr plasti, svo að það brotni ekki. Ég er víst neyddur til að láta búa það til í Ameríku. , Þegar þjónarnir feoma fram hafa þeir borðið á milli sín, og fiskakerið er á borð- inu, og fiskamir og eðlurnar eru niðri í kerinu. Þjónarnir láta borðið á mitt sviðið — svo fara þeir. Ég veit ekki hvort ég hef sagt nokkuð um það, en auðvitað á að vera vatn í ker- inu, en þú vissir það kannski? Ég kinkaði kolli, það vissi ég. — Svo kem ÉG. Ég er nú ekki alveg ákveðinn í því, hvort ég á að nota kjól og hvítt, eða bara venjuleg jakkaföt. Ég held nú samt að ég noti jakkaföt — kannski svolítið skárri en þessi — Hann leit niður á krumpuð jakkafötin sem hann var í. — En heldur ekki of. á- berandi. Ég held að það verði áhrifaniest ef fötin sem ég verð í bera ekki nein merki þess hvað ég hef miklar tekjur eða það að ég sé heimsfrægur. Samferðamaður minn þaigði meðan vagn inn stoppaði til að taka upp farþega. Kannski var hann hræddur við að farmiða salinn fengi nasasjón af þessu stóra, mikla atriði. Einn farþegi steig upp í vagninn og svo héldum við áfram. — Ég hneigi mig, hélt hann áfram. — Ekki djúpt, en heldur ekki ókurteislega, Og svo, svo þagnar hljómsveitin. Þér skilj ið: það verður ekkert leikið meðan ég er á sviðinu, þá sér fólk hvað atriðið er stór- kostlegt. Ég sting hendinni niður í kerið oig tek eina eðlu, htla saklausa eðlu, og kasta henni upp í loftið. Hún hverfur. — Hverfur? sagði ég með ekta undrun- arhreim í rómnum. — Já. Hverfur, verður ósýnileg. Á leið- intö-jjiþþ»íídbÍjÉt^hvfirfab,^riÍB-iallt~i-ehiu.- Getið þér séð hvernig fólkið glápir? — Já, sagði ég. Af eigin reynslu þekki ég svolítið viðbrögð áhorfenda, þeir munu allir ppna munninn til að sjá betur. — Svo aðra eðlu, siðan einn gullfisk, og enn eina eðlu, og enn einn gullfisk. Og svo koll af kolli þar til öll dýrin eru horf- in upp í loftið. Ég tautaði’- — Er þetta ekki hópdáleiðsla, sem þér ætlið að nota? En hann hélt áfram án þess að svara mér: — Svo kemur röðin að fiskakerinu. Ég tek utan um það með báðum höndum og lyfti því, kasta því svo hátt upp í loftið - og það er horfið. Smásaga eftir ZOYA — Líka fiskakerið? — Líka fiskakerið. — Já, en hvernig??? — Að lokum tek ég borðið og kasta því líka upp í loftið, það hverfur, gufar upp. Og fólkið starir bara á meðan borðið hverf ur — pst — það er horfið. — Ja hvér skollinn. — Svo hneigi ég mig, kurteislega, en ekki djúpt heldur, og fer. - Ferðu??? — Já, á bak við. Hljómsveitin byrjar strax að leika, eitthvað áhrifamikið lag, óg get vel hugsað mér að hafa það „Stars and Stripes" eftir Sousa. Það gengur ekk ert til þó að hljómsveitin leiki svolítið lengi, til að gera fólkið svolítið spennt, lokaatriðið verður bara áhrifameira. Þeg- ar hljómsveitin er að ljúka við lagið, koma þjónarnir aftur inn á sviðið og eru með bala á milli sín, stórt kringlótt baðker. Baðkerið láta þeir á nákvæmlega sama stað og borðið var. Þegar baðkerið er komið á sinn stað, fylla þeir það með vatni, ég held að það sé bezt að nota slöngu við að fylla það, þeir yrðu of lengi ef þeir notuðu fötur. Svo fara þeir, tónlistin þagnar, ég geng inn á sviðið, hneigi mig, kurteislega, en ekki of djúpt. Kynnirinn gengur fram. Hann tilkynnir áhorfendum — á fjórum tungumálum — að nú munu áhorfendur fá að sjá með eigin augum mesta stór- viðburð sem fram hefur komið í sögu sirk- .jassins.Hvéraig-.íbitth„ Héimgfrægi ilista- maður fer að þessu er hans leyndarmál, og enginn hefur treyst sér til að sanna hvort þetta er blekking eða feraftaverk. Kynnirinn fer.-út 'af sviðinu. Ég bíð að- ...... eins — alveg þangað til að það er orðin grafarþögn í salnum. Svo geng ég að bað- kerinu, lít upp, klappa létt saman hönd- unum og ein eðla dettur niður í baðkarið. Áhorfendur sitja agndofa, og trúa varla sínum eigin augum. Ég klappa aftur létt saman höndunum, og einn gullfiskur dett- ur niður. Oig svona held ég áfram að klappa niður, einn gullfisk, eina eðlu, al- veg þangað til að allar skepnumar eru komnar niður í karið. Að lokum klappa ég tvisvar og þá kemur fiskakerið niður, þrisvar, þá kemur borðið. Ég hneigi mig. Getið þér heyrt fagnaðarlætin? — Það verður stórkostlegt. — Haldið þér ekki að ég verði heims- frægur fyrir þetta? — Örugglega, það er enginn vafi á því. Sjálfur Chaplin fölnar. En segið mér hvernig þér ætlið að fara að þessu. — Ja, sagði hann hugsandi á svipinn, — það er nefnilega það, sem ég hef ver- ið að velta fyrir mér undanfarið . . . En svo Ijómaði hann þegar hann sagði: Mér varð svo mikið um að ég náði varla andanum. Þetta var alveg það sama og . . . Nei, ég læt alveg vera að segja frá því. Ég reikaði út úr vagninum á næsta — En strax þegar ég veit það, verð ég heimsfrægur. T homi. Nákvæmlega tveimur viðkomustöð- um of fljótt. Afleiðingin: Ég varð að þramma góðan spöl í gegnum þetta ömur- lega, órómantíska hverfi, þar sem aðeins eru skýjaglópar og dagdraumamenn. Saga mannsins hafði gert mig ruglaðan, eins og þegar maður mætir tvífara sínum. Skammdegisnótt er skuggalöng ÞEGAR SNJÓR er á jörð og vindudinn gnauðar á þajkinu verðiu- mér oft hugsað til þeiiTa tíma hér á landi þegar fólk bjó við vetur. Nú er aldrei vetur, því að er hægrt að kalla veturinn vetur og skammdegið skammdegi þegar allar kompur eru upphitaðar og upplýstar, meira að segja bílskúramir, alls staðar sími, alls staðar vegir, og völ á farartækjum í lofti á láði og legi? Við sjá- um veturinn bara tilsýndar. Vetur forfeðra okkar í dreifðum byggöum landsins var allt önnur tilvera. Húsin voru iágreistir mold- arkofar og íveruhúsið varla annað en baðstofan. Þar sváfu tveir í hverju rúmi og stund- um fleiri, og fengust ekki um þrengsli. Ekki var um að tala neina upphitun, en Ijós var jafnaðarlega á einum stað í baðstofunni. Þegar illviðri gengu var stundum ekkert samband haft við aðra bæi langtímum sam- an. Menn hirtu skepnurnar og sinntu um önnur störf heíma fyrir, og látu hverjum degi nægja sína þjáning ef nóg var hey, matur og eldiviður á bæn- um. En ,,nóg“ þýddi að með ýtrnstu hagsýni var hægt að láta þessar nauðsynjar endast til vors þó að ekki voraði sér- staklega vel. Þetta voru samt engir villi- menn eða menningarsnauðir aumingjar, Það kom fyrir að menn höfðu ekki í sig, en það kom líka fyrir að þeir sem ekki höfðu í sig voru meiri háttar snillingar á ýmsa andlega mennt. Um alda raðir höfðu listir sögumanns, kvæðamanns og ljóðskálds verið í hávegum hafðar. Menn urðu hér almennt læsir og skrifandi fyrr en ann- ars staðar. Og í fásinninu við almenn störf, kannski í fjós flómum, við fjárhúsgarðann eða er staðið' var yfir fé til fjalla, æfðu menn hug sinn og tungutak við erfitt form ís- lenzkra bragarhátta. Lífsbaráttan var hörð, land- ið óblítt, og agaði menn „strangt meff sín ísköldu él“. Fólk var óbrotið, barnslegt og auðvitað dálítið hjátrúarfullt, og það vænti þess annars heims sem á skorti þessa tilveru. Og svo var öllu tekið' nieð' seiglu og æðrulausri ró. Menn guldu guði það sem guðs var og kóngi það sem kóngs var, og stundum meira, báðu fyrir sér þegar þeir hnerruffu og bölvuðu þeg- ar þeir ráku sig á. Og áður þeir gengu til náðjt signdu þcir fyrir dyr og glugga. Þaff var vissara. Fólk bugaðist ekki jafnvcl þótt norðan stórhríð'ar gengju dag eftir dag, a.m.k. ef ekki var séð fram á skort. Og þa'ó Framhald á 14. sxðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.