Alþýðublaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 8
s 18. desember 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kæliskápar — Frystiskápar — Frystikistur 14 GERÐIR - STÆRÐIR VIÐ ALLRA HÆFI • ATLAS kæ!i- og frystitækin eru glæsileg útlits, stílhrein og sígild. • ATLAS býður fullkomnustu tækni, svo sem nýja einangrun, þynnri en betri, sem veitir aukið geymslurými og meiri styrk. • ATLAS full- nýtir rýmið með markvissri, vandaðri innréttingu, og hefur m.a. lausar, fseranlegar draghillur og flöskustoðir, sem einnig auðveldar hreinsun. • ATLAS kæliskóparnir hafa nýtt, lokað ★ ★ ★ djúpfrystihólf með nýrri gerð af hinni snjöllu, einkaleyfisvernduðu 3ja þrepa froststill- ingu. • ATLAS býður einnig sambyggða kæli- og frystiskópa með sér hurð og kuldastillingu fyrir hvorn hluta, alsjólfvirka þíðingu og raka þlósturskælingu. • ATLAS hefur hljóða, létta og þétta segullokun og möguleika ó fótopnun. • ATLAS skóparnir hafa allir færanlega hurð fyrir hægri eða vinstri opnun, • ATLAS hefur stöðluð mól og inn- byggingarmöguleika með þar iil gerðum búnaði, listum og loft- ristum. • ATLAS býður 5 óra óbyrgð ó kerfi og trausta þjónustu. • ATLAS býður hagstætf verð. • ATLAS er afbragð. KÆLISKÁPAR .... — 4 STÆRÐIR SAMBYGGÐIR KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR . — 2 STÆRÐIR FRYSTISKÁPAR .... — 3 STÆRÐIR FRYSTIKISTUR .... — 3 STÆRÐIR ViÐAR-KÆLISKÁPAR — 2 STÆRÐIR me<5 og ón vín- og tóbaksskóps. Val um viSarlegundir. FYRSTA FLOKKS FRÁ.... SlMl 24420 - SUÐURGÖTU Lögfræðingafélag íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn á morg- un mánudag kl. 17.30 í fyrstu kennslustofu Háskóla íslands. DAGSKRÁ: Aðalfundarstörf samkvæmt 9. grein félagslaga. STJÓRNIN. ✓ Odýrar bækur til jólagjafa Bókinf Skólavörðustíg 6. FÖNIX 10 - REYKJAVÍK HEIMSOKNIHUÖMPLÖTUVE Við hittum fyrst að máli for- stjóra Fálkans h.f., Harald Ólafs- son, og leitum fregna af íhljóm- plötuútgáfu fyrirtækisins. Hann seigir, að Fálkinn hafi fyrst hafið hljómplötuútgáfu lárið 1930 og gefið út alls um það bil 350 plötur fyrst hraðgengar plötur, en nú eftir að hin nýja tækni í hljómplötugerð kom tii sögunnar gefið út bæði meðal- og hæggeng- ar plötur. Af þeim mætti helztar nefna upplestrarplötur með próf. Sigurði Nordal og próf. Jóni Helga syni, Halldóri Laxriess og Davíð, Vilhjálmi frá Skáholti og söng- plötur með Stefano íslandi, Karla- kór Reykjavíkur-og Fóstbræðrum, Söngfélaginu Heklu svo og safn- útgáfuna Gullöld íslenzkra söngv- ara endurupptökur af gömlum plötum, Rímnalög og fleira, alls um 20 12 þuml. hæggengar plötur og 6Q 7 þumlunga meðalgengar plötur. Stöðug sala er í þessum plötum bæði til einstaklinga og skóla, sem fá 15% afslátt af öll- um plötum verzlunarinnar. Væntanlegar eru kaflar úr Fjallkirkjunni með Gunnari Gunn arssyni, ljóð Tómasar Guðmunds- sonar, Sönglög með Stefáni ís- landi og söngur Karlakórsins Vís- is á Siglfirði og nú er íslands- klukkan nýkomin. Ennfremur hefur Fálkinn umboð fyrir heimsfræg útgáfufyrirtæki svo sem brezka fyrirtækið EMI (Electric and Musical Industries) en á vegum þess eru t.d. His Mas- ters Voice með sínu heimsþekkta vörumerki, hundinum sem hlýðir á rödd húsbónda síns af grammó- fóni. Aðalútgáfa þess er Angel- fl«kkur*nn með gullenglinum sem einkennismerki, Capitol, Colum- bia, Parlophone, MGM, Encore (ó- dýr) og Emper (ódýr). Ennfremur Decca, sem er enskt, ásamt RCA (Radio Corporation of America) hinu ameríska Teldeck, sem er þýzkt og Philips með aðal- stöðvar í Hollandi. Enn má geta CBS (Columbia Broadcasting System) enskt fyrir- tæki í samvinnu við ameríska Co- lumbia. Merkin Concert Classic, Encore og Emper eru mun ódýrari en hin merkin, vegna þess að hér er um að ræða plötur af frumupptöku, en eintakafjöldinn orðinn það mik- ill, að ágóðahlutur listamannanna sem flytja verkin er óverulegur oig í sumum tilvikum enginn orð- inn. Sama fyrirkomulag og tíðkast um útgáfu vasabrotsbóka. Gæðin eru því í flestum tilfellum þau sömu og í venjulegum plötum, en verðið mun lægra. Concert Clas- sics kostar t.d. kr. 240 en verð á plötum er yfirleitt rúmar þrjú hundruð krónur og eru þær þá orðnar mun ódýrari en bækur. Tollur á erlendum plötum er 80 prósent. Niðri í verzluninni hittum við verzlunarstjórann, Sigríði Sigur- bjarnardóttur og spyrjum hana um sölu á hljómplötum. — Salan með sígildum verkum er alltaf nokkuð stöðug, jöfn sala í symfóníum ok konsertum, fólk biður oft um verk sem flytja ó á tórileikum til að kynnast verkun- um. Requiem Brahms hefur til að mynda selzt mjög vel síðan í fyrra, að spurðist að flytja ætti verkið nú í vetur, kórfólkið sjálft kaup- ir líka mjög þessar plötur. Missa Solemnis er farin að seljast núna, við höfum hana með Klemperer. Við tónleika Kempffs í fyrra jókst sala mjög á verkum, sem hann leikur. — Af hljómsveitarstjórum, sem nú ber hæst meðal annarra, eru ef til vill Klemperer, Solti og Karajan og svo ungur maður, Lo- ren Maazel, sem hefur nýlokið við að stjórna öllum symfóníum Tjækovskís og hlotið mjög góða dóma fyrir. — Ungt fólk kaupir mjög mikið af klassík, það er á-berandi skóla- fólk úr Tónlistarskólanum og Menntaskólanum, þar eru svo- nefnd tónlistarkvöld, 'þá eru leik- in klassísk verk. Við seljum mik- ið þangað, en skólar fá afslátt 15 % frá útsöluverði. — Óperur í stereoupptöku eru mjög keyptar til gjafa, yfirleitt má segja að við seljum tvær mono • á móti sex stereo. Óperurnar eru mjög mislangar, allt frá einni plötu ,svo sem Kastali Bláskeggs konungs eftir Bela Bartok, að 5 plötum eins og Tristan oig ísold Wagners. — Óperettur seljast alltaf mjög vel, bæði þýzkir og amerískir söng leikir. — Sú ópera sem ef til vill hefur selzt bezt er Carmen með svert- ingjakonunni Leontyne Price stjórnað af Herbert von Karajan. — Ég held, að unga fólkið, sem leggur peninga sína í plötur stilli sig um aðrar skemmtanir. Ekki svo að skilja að eldra fólk kaupi ekki plötur. Tónlistin á leið að eyrum fólks á öllum aldri. Áber- andi er, að fólkið, sem sækir sym- fóníutónleikana er fastakaupend- ur að plötum. Þarna eru í sýningarbkápum plötur með jjjóðlögum frá ýmsum löndum. Flamengo frá Spáni og Bouzoukilöig frá Grikklandi. Enn- fremur endurupptökur af hrað- gengum plötum með heimsfræg- um listamönnum, sem stóðu í blóma á fyrri hluta aldarinnar svo sem Maggi Teyte, Titta Ruffo, John McCormack, Chaljapin Arthur Schnabel Beethov- enssónötur, en fyrir túlkun sína á þeim er hann annálaður. — Nú eru jólaplöturnar að / V // V / SV/.V< > V Vr hljómplötuverzlun Fálkans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.