Austanfari


Austanfari - 05.08.1922, Qupperneq 1

Austanfari - 05.08.1922, Qupperneq 1
AUSTANFARI RITSTJÖRI 06 EIGANDI: GUÐM. G. HAGALfN 7. tbl. Seyöisfiröi, 5. ágúst 1922 1. árg. Flokkaskiftingin og næstu kosningar. Áöur var það, að þjóðin ís- lenzka skiftist í flokka um sjálf- stæðismálin. Flokkatakmörkin voru þá skýr og greinileg og menn vissu hvað þeir vildu. Síðan var sambandsmálinu ráðið til lykta í bráð — og var þar um leið horf- inn grundvöllur sá öllum almenn- ingi, er flokkaskiftingin hafði staðið á. Auðvitað á það að vera sjálfsögð skylda hvers stjórnmála- flokks í landi hér að hafa efst á stefnuskrá sinni að standa fast um réttindi vor og sóma út á við og halda þjóðinni vakandi, unz hún á nýjan leik á að greiða um það atkvæði sitt, hvort hún vill halda áfram sambandinu við Dani eða ráða sér og sínum málum að öllu leyti sjálf. Um þetta atriði ættu allir stjórnmálaflokkar að geta verið sammála, jafnvel Tíma- klíkan, sem hefur gert afar mikið að því, að sporna gegn sjálfsögð- um ráðstöfunum í sjálfstæðisáttina. Þetta mun því varla nægilegt til að halda almenningi saman í flokka. Menn þurfa að skifta sér í flokka um það, hversu þjóðar- búskapnum skuli háttað. Upp hafa risið tveir flokkar, er báðir hafa notað sér flokksleysi það, er ríkt hefur síðan sambands- lögin gengu í gildi. Annar flokk- urinn er jafnaðarmenn, nú síðast Bolsivikkar, óeirða og ærslaflokk- ur, er notað hefur sér neyð og vandræði stríðsáranna á hinn sví- virðilegasta hátt, svo sem Syndi- kalistar og Bolsivikkar í öðrum löndum. Flokkur þessi gæti auð- vitað átt rót sína að rekja til heil- brigðs grundvallar, sem sé sam- eignarstefnunnar, ef hann skorti eigi skynsama og ósérplægna menn, er eigi létu æsingar og úlfúð öllu ráða um gerðir sínar. Annar er Tíma-klíkan, sem grund- vallast á því, að ala á úlfúð í viðskiftalífi landsins. Allir sann- gjarnir menn halda því fram, að samvinnuféfögin eigi að sýna lífs- gilði sitt og tilverurétt í frjálsri samkepni við kaupmenn. Þau eiga með batnandi viðskiftum að ná undir sig verzluninni, því að auð- vitað er það, að menn skifta helzt þar, sem bezt bjóðast viðskifta- kjörin. Samvinnufélögin eiga því alls ekki að þurfa á neinni póli- tískri baráttu að halda. Engum dettur í hug að veita kaupmönn- um nein sérréttindi í viðskiftalíf- inu, heldur að eins þau, að þeir standi jafnt að vígi og samvinnu- félögin. Að eins ineð því móti getur komið fram réttur saman- burður á lífsskilyrðum einstaklings- verzlunar og samvinnuverzlunar. En allir vita að samvinnufélags- skapurinn hefur verið notaður að grundvelli undir pólitiskan æsinga- flokk. Vissir menn hafa séð, að samábyrgð samvinnufélaganna hef- ur haldið mönnum í þeirri hnapp- heldu, sem hægur leikur er eigi að losna úr. Kaupfélagsstjórarnir munu vera þægir ljáir í þúfu til pólitiskrar agitationar og eftirlits um sannfæringu manna. Eða finst mönnum ekki ástæða til að ætla, að unt sé að þrengja að sannfær- ingu manna, er standa í ábyrgð fyrir svo eða svo miklum skuld- um eða skulda stórar upphæðir sjálfir. Kaupfélagsstjórarnir eru og oft og tíðum valdir þannig, að þeir eru með öllu ókunnir verzl- unarstörfum og stíga sumir hver- ir ekki í vitið. Og er þá varla von, að vel gangi samkepnin og eigi undarlegt að á löghjálp þurfi að halda. Slíkum flokk sem þessum þarf að ryðja úr vegi, svo að heilbrigt stjórnmálalíf geti þrifist í landi hér og samvinnufélagsskapurinn þróast á réttlátum og skynsamleg- um grundvelli, eins og áður en „Tíminn“ og klíka hans kom til skjalanna. Og það verður eigi með öðru gert, en að allir and- stæðingar hans skipi sér saman í ákveðinn flokk, er geri sér þegar grein fyrir hvað hann vill. „Tíma- klíkan“ hefur þegar tekið að búa sig undir kosningar þær, sem eiga að fara fram að rúmu ári liðnu. Hún hefur þegar fastákveðið ýmis þingmannsefni nú til næstu kosn- inga. Allir þeir, sem á móti standa, verða að vera vakandi og ekki láta alt fljóta sofandi að feigðarósi. Bráðum mun koma fram í dags- Ijósið eitt það afrek Tímaklíkunn- ar, sem mun einsdæmi meðal allra þjóða. Það mun í einu sýna ósvífni hennar og ofríki. Það sem óháðir kjósendur eiga að gera, er að safna sér saman og safna áskorunum um þingframboð til þeirra manna, er þeir vita að eru fastir fyrir og ósérplægnir, hafa aldrei unnið fyrir sjálfa sig og hafa andstygð á sérgæðis- og of- stækis-pólitík Tímans. Sumir þess- ara manna munu ekki vilja gefa kost á sér eins og stjórnmála- ástandið er nú, nema þeir fái að vita, að menn eru enn þá eigi orðnir svo blindaðir af aurkasti Tímaklíkunnar, að eigi kjósi þeir heldursem fulltrúa sína ósérplægna og sjálfstæða fulltrúa, en alilömb og sníkjudýr Timaklíkunnar. Eigi dugir að segja það, að nægur sé tíminn til næstu kosninga. Þess stærri verður ósigur sérgæðing- anna, sem baráttan er fyr hafin. Alfaravegir og viðhald þeirra. Eitt af því, sem er nauðsyn hverri þjóð, er að samgöngurnar séu sem beztar, bæði á sjó og landi. Er það jafn nauðsynlegt sakir vöru- og fólks-flutninga. Vegagerð hér er öll erfið viðfangs og í sumum sveitum hagar svo til, að akvegir svara alls eigi kostn- aði og betra að leggja þar áherzlu á samgöngurnar á sjó. En að því verður að stefna, að allar þær sveitir, er flytja þurfa nauðsynjar sínar landveg, fái hið bráðasta akvegi. Einnig er alls ekki vor- kennandi sakir kostnaðar að hafa hvar sem vera skal sæmilega reið- vegi. Brautir hafa verið búnar til og brýr smíðaðar á ár og má segja að talsverð rækt hafi verið lögð við að halda akvegum og akfærum brúm í sæmilegu standi. En þó verða all-miklir misbrestir á slíku og má í því sambandi benda á Lagarfljótsbrúna, sem er lengsta brú Iandsins. Er hún orð- in svo léleg, að eigi að eins eru slitborðin orðin ónýt, heldur einn- ig sjálfir plankarnir. Kveður svo ramt að þessu, að gat er í einum stað ofan úr öllu saman. Er þetta ófyrirgefanlegt hirðuleysi. Póstveg- ir hér eystra eru og þannig, að ófærir mega teljast ríðandi manni, margir hverjir. Jafnvel þar sem ekkert þarf annað en ryðja göt- una versta lausagrjótinu, má telja al ófært. Aðalpóstvegirnir eru þann- ig víða, að lífsháski má að teljast hestum og mönnum, sundurgrafn- ar brautir með djúpum skorning- um og mjóum hryggjum ogsökkv- andi feni utan við. Enn má telja brautir sem svo liggur í, að ekk- ert verður áfram komist. Svo þá er í óefni er komið ogviðgerðunum hefur veriö frestað fram úr öllu lagi, hefur vegamálsstjórnin tek- ið á sig rögg og látið aka stór- grýti í verstu fenin, án þess svo að fylla holurnar ofaníburði. Má undarleg þykja slík vegamálastjórn í menningarlandi. Væri æskilegt að vegamálastjóri hefði fulltrúa á hverju svæði, svo að hann fengi fljótat og áreiðanlegar fregnir um hvar við þarf að gera og hve mikið, áður en viðgerðin er vax- in getu ríkissjóðs yfir höfuð. Þyrftu slíkir fulltrúar ekki að vera laun- aðir menn, heldur býst ég við að fá mætti menn, sem eigi er sama um hvernig alt gengur, til að hafa eftirlitið á hendi fyrir enga borg- un, eða þá borgun samkvæmt fyrirhafnarkostnaði. Áðúr en hér verður hætt að tala um landssjóðsvegina, þykir rétt að geta þess, að slys varð í vetur af því, hversu sparað hefur verið efni til grindanna utan með Lagarfljótsbrúnni Er talíð víst að hesturinn hafi fælst með mann- inn og hann stungist af baki og yfir grindurnar, sem eru alt of lágar. Mundi litlu hafa munað á kostnaði, þegar við smíði brúar- innar, þó að grindurnar hefðu verið svo háar, að eigi væri lífs- hætta að brúnni. Fyrir skömmu var lauslega á hana minst hér í blaðinu, og nú hefur tjáð ritstjór- anum Jón ísleifsson, vegagerðar- stjóri, aö hann eigi að gera við brúna. Ritstjóri „Austanfara" benti honum e]nnig á verstu torfærurn- ar á veginum frá Bót til Fossvalla, og mun hann ætla að gera þar færan veginn. En þótt undarlegt sé, kvað hann engan hafa minst á málið við sig. Ættu menn þó að beita sér fyrir því, að bætt yrði úr skák, og hefur slíkum af- skiftum eins manns úr Jökuidals- hreppi verið sint af vegamála- stjórninni — og má nú Jökul- dalspóstleiðin heita sæmileg, þótt fjárveitingin væri raunar langt of lítil. Þá eru sýsluvegirnir. Eru þeir raunar í litlu verra ástandi en landssjóðsvegir, enda eigi gerandi kröfur til betra af sýslunum en landssjóði. En ástand alfaravega í sveitum er hörmulegt, alt látið skeika að sköpuðu — og sýnir það bezt hirðuleysið, að sumstað- ar gæti verið bezti vegur hesti og gangandi mönnum, ef að eins væri tekin sú rögg á sig, að ryðja lausagrjóti úr götunum. Er slíkt ófyrirgefanlegt hirðu- og kæru- leysi, sem eigi má líðast til lengd- ar í siðuðu landi. Er það áskor- un „Austanfara", að menn taki nú rögg á sig og láti ekki við sama standa, heldur geri þær um- bætur, sem eru til mikilla þæg-

x

Austanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.