Austanfari - 05.08.1922, Side 4

Austanfari - 05.08.1922, Side 4
AUSTANFARl 7. tbl. Nýkomið í verzlun Jörgens Þorsteinssona: Ytri fatnaðir, karla og unglinga, kvenkápur, nærfatnaðir, karla, kvenna og barna, telpukjólar. — Gaflar, hnífar og skeiðar úr nikkeli og silfri, ansjósur, Agra margarine ódýrara en áður, kartöflur, Libbys-mjólk ogm. fl. -Allir geta komist að afbragðs kaupum Kennarastaða Eiðahrepps er laus. Umsóknir sendist fræðslunefnd fyrir 15. ágúst VERZLUN E. J. WAAGE hefur nú fengið Sultutau i bollum, glösum o. s. frv. Kamgarnspeysur, brúnar og bláar Ullarnærfatnað á 13,00 kr. settið Kjólatau. Káputau. Fataefni Gummisólaskór. hvítir & brúnir Lax Sardínur Döðiur Gráffkjur Perur Ananas Gummistígvél hálf og fullhá koma nú með Goðafoss. Byssur og rifflar, sömu teg. og fyr, með fyrstu ferð. Margt fæst í Stefánsbdð. Nú með síðustu skipum komu bollapör, tepott- ar, rjómakönnur, sykurker, vatnsglös o. fl., og eru öll þessi áhöld full af indælli jarðarberjasultu og þessháttar góðgæti. Hér má slá tvær flugur í einu höggi, fá góð ílát og ódýr og gott sultutau — — þess utan mikið af öðru ávaxtamauki. — Hf. Hinar samein. ísl. verslanir Seyðisfirði selja ýmsar vðrur í heildsSlu, svo sem: Kaffi, óbrent Exportkaffi Melís í tunnum og kössum Sáldsykur Hafragrjón Hveiti. Rúgmjöl Margarine Kol — Salt Kaupa allar íslenzkar afurðir „AUSTANFARI “ kemur út vikulega. Verð 5 kr. ár- gangurinn, ef borgað er í haust- kauptíð í haust, annars 6 kr. — Afgreiðslu og innheimtu annast Guðm. G. Hagalín Sími 54 Tvö stór samliggjandi her- bergi til leigu frá 1. okt. fyr- ir einhleypa. Ritstj. v. á. S k o n r o k er betra, heilnæmara og ódýrara en útlent kex. Fæst ætíð nýbakað hjá Sveini Árnasyni. Ágætur úrgangsfiskur fæst hjá Imslands erf. Símfréttir. Rvík 4/s. Bayern hefur neitað að viður- kenna ráðstafanir þýzku stjórnar- innar t'l verndunar lýðveldinu. Nokkur önnur smáríki hafa sam- þykt að styðja Bayern í baráttunni. Málið er talið uppreistartilraun og bíður úrskurðar ríkísréttar. Þjóð- verjar hafa beðið Bandamenn um að færa næstu skaðabótagreiðslu niður úr 2 milliónum í hálfa milli- ón sterlingspunda. Bandamenn hafa neitað. Poincare hefur hótað þvingunarráðstöfunum, ef ekki verði full trygging sett fyrir greiðslunni, þegar í stað. Franska lögreglan hefur uppgötvað þýzkt keisara- sinnasamsæri gegn Poincare. Bandamenn hafa árangurslaust reynt að miðla málum með Tyrkj- um og Grikkjum. Grikkir vígbúast og hafa haldið með 70,000 manna her til Tchatchaldcha. Grikkja stjórn hefur skipað hernum að hætta framsókninni í bráð, vegna mótmæla Bandamanna. Banda- menn tilkynna að Konstantinopel sé hlutlaus. Grikkir mótmæla. Gunaris forsætisráðherra, kveður ásetning Grikkja að taka borgina. Grikkir hafa lýst þvíyfir.að Smyrna sé sjálfstæð. Facta hefur endurnýj- að ráðuneyti Ítalíu. Landið er í hershöndum vegna styrjaldar milli jafnaðarmanna og facista (þjóð- ernissinna). Til mótmæla þeirri styrjöld er verkfall um land alt. Ámundsen hefur frestað flugferð sinni yfir norðurpólinn. Norðmenn hafa samþykt með 104 atkv. gegn 47 samninga við Spán. Verða að drekka 500 þús. lítra af heitum vínum á ári. Síra Magnús Andrésson á Gils- bakka andaðist á mánudag. Björn Kristjánsson, alþingismaður, hefur fundið koparnámu í Hornafirði. Skemtidagur verzlunarmanna var haldinn hátíðlegur í fyrradag uppi á Árbæ. Varð bifreiðaslys á heim- leiðinni. Lenti bifreiðin í skurðinn á hraðri ferð. Bifreiðastjórinn og tvær stúlkur, er voru farþegar, stórmeiddust: Stórriddarar hafa orðið af fálkaorðunni Pétur Beyer, Halldór Danielsson, Guðm. Björns- son. Riddarar. Sighvatur Bjarnason, Scheele og Hede. Svipall. Hitt og þetta. Leiðrétting. í síðasta blaði í frásögninnj um Vigfús Eiríksson hefur misprent- ast vinur fyrir vinir. Kirkjan hér er nú fullbúin, prýðilega máluð og vel frá henni gengið að öllu. Verður hún vígð á morg- un af Jóni Guðmundssyni, pró- fasti á Nesi í Norðfirði. Er sagt að 5 prestar muni verða viðstadd- ir vígsluna. Verzlunarmannafélagið hér heldur hinn 14. þ. m. há- tíðlegan frídag sinn frammi í dal og hér í skólanum. Verða þar ræðuhöld, matur og drykkur og annað, sem hugann má kæta. Knattspyrna milli Hjaltastaðaþinghármanna og íþróttafélagsins „Huginn" verð- ur hér háð á morgun. Verður nánar auglýst á götunum um leik- tímann. Er aéskilegt að fólk fjöl- menni og styðji með því íþrótta- líf bæjarins og Héraðsins. Er von- andi að hvorttveggju félögin dugi vel og skal engu spáð um það, hvoru í skaut fellur sigurinn, og að lokum bæði látin sannmælis njóta. En hjá almenningi eiga þau að njóta áhuga síns — og eiga menn að sýna í verkinu, að hann sé metinn að verðleikum. Aflabrögö hafa verið ágæt síðustu dagana, Síld hefur fiskast nokkuð, bæði hér og suður á fjörðum. Ms. Óð- inn, sem stundar hringnótaveiði, kom inn með 80 tunnur nýlega. Nótin hafði rifnað og skipið mist um 300—400 tunnur. Er vonandi að Óðinn komi inn fullur næst — því að eigi væri lítið undir því komið, að tækist að sýna, að enn hefði eigi öll síldargæfa yfir- gefið Austfirði. Hjónaband. Gefin voru nýlega saman í Hofteigi ungfrú Arnbjörg Sveins- dóttir, systir Jóns Sveinssonar, bæjarstjóra á Akureyri, og Guð- mundur Jónsson frá Fossvöllum. Bæði til heimilis á Hvanná. — „Austanfari" óskar heilla. „Anna Ho“ kom hér í gærkvöld og „Guð- rún“ aukaskip Bergenska kom hingað fyrrihluta dagsins í gær. „Goðafoss" er væntanlegur annað kvöld. Vilhelm Knudsen skrifstofustjóri hjá Nathan & Olsen er hér nú á ferð eystra. Þessa dagana dvelur hann hér í bænum. Margt af ýmsu tægi verður að bíða næsta blaðs sökum rúmleysis. Prentsmiðja Austurlands

x

Austanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.