Austanfari - 16.12.1922, Page 3
3
AUSTANFARI
26. tbl.
SKOSMIÐAVINNUSTOFA
Sigurgísla Jónssonar Seyðisfirði.
Hefur á boðssíólum ÚTLENDAN SKÓFATNAÐ, sérlega vandaðan
og smekklegan.
— — LÆGST VERÐ í BÆNUM — —
Leysir fljótt og vel af hendi allar viðgerðir á skófatnaði.
Býr til nýjan skófatnað eftir máli
Afsláttur tíl jóla.
Aðeins notuð beztu efni
Út af skeyti því, sem hér er um
að ræða, kallaði bæjarfógeti
bæjarstjórn saman á fund —
og var samþykt að hafa þegar vörð
um skip þau, er hingað kæmu. Var
sóttvarnarnefnd falið að útvega mann
til starfans.
Svartidauði (pest) er kunnari af
fyrri afspurnum hér á landi en frá
þurfi að segja. Er hann ávalt hin
mesta manndrápsfarsótt, en þó mis-
munandi eftir því hvaða tegund hans
er um að ræða. Stundum kemur
hann fram sem kýlapest, þar sem
allur líkaminn verður þakinn sárum,
stundum grefur að eins í kirtlum og
stundum er hann lungnaveiki og þá
v skaölegastur og skjótvirkástur á að
stytta mönnurn aldur. Deyja menn
þá á 1. og 2. degi. Eftir því hvaða
tegund hans er um að ræða, munu
deyja um 60 og upp í 90afhundraði
þeirra er veikjast. Hefur hann haft
einskonar fast aðsetur í Asíu, en
hefur gert vart við sig mörgum sinn-
um í Evrópu, svo sem á 6. 14,
16. og 17. öld. Síðan hefur
hann drepið fjölda manns í Rússr
landi og Tyrklandi og stungið sér
öðruhvoru niður í hafnarborgum, svo
sem Qlasgow árið 1900, Hamborg
skömmu fyrir stríðið og víðar. Um
aldamótin kvað mikið að honum á
Indlandi og í Mandschuríu, í Kína
1910. Þá hefur hann ,gert mikið
manntjón í Afríku, San Francisco og
ýmsuni hafnarborgum í Ástralíu.
Hann er því ekkert einsdæmi og
ekki ástæða til að fólk fyllist ótta,
þó að af honum fréttist, enda munu
öll nærliggjandi lönd telja skyldu
sína að sporna gegn útbreiðslu hans
af fylsta megni. Aftur á móti eru
ráðstafanir stjórnarinnar sjálfsagðar
og rétt að hafa við alla varúð. Þess
skal loks getið, að í Mandschuriu í
Kína er murmeldýrategund, sem ber
í sér pestarbakteríur og menn veiða
sakir skinnsins, sem er mjög dýrt.
Er altítt að þeir menn, er veiða
þessi dýr, sýkist og deyi af svarta-
dauða. Er og talið víst, að frá þess-
um dýrum hafi veikin stafað, er hún
gekk í Mandschúríu og var hin
skæðasta 1910.
Tjáð hefur.
ritstj. blaðs þessa Jón E. Waage
verzlunarstjóri, að hann hafi sótt um
leyfi til að reka kvikmyndahús hér í
bænum. Hefur hann vélar og myndir
til sýninga og hyggst að reisa hús
á vori komanda. Heyrst hefur, að
ætlaður sé samkomuhúsinu væntan-
lega rétturinn til kvikmyndasýninga
hér í bænum, en setja mætti þau
skilyrði, að ekkert yrði það til fyrir-
stöðu, þótt veitt væri nú öðrum
slíkt leyfi. Qæti og bæjarstjórn lagt
einhvern skatt á kvikmyndasýning-
arnar, og ef henni sýndist svo, látið
hann renna í samkomuhússjóð. En
á því er enginn vafi, að kvikmynda-
sýningar eru menningarbót, sé vel
á haldið,
Um hid
látna stórmenni, Hannes Hafstein,
verður grein í næsta blaði.
Vegna þrengsla
verður margt að bíða næsta blaðs,
meðal annars listi yfir aukaútsvör hér
í bænum, kr. 50 og þar yfir.
Símfréttir.
Erlent:
Bæjarstjórnarkosningar hafa farið
fram í Kristjaníu. Lauk þeim þannig,
að hægri menn fengu 39 fulltrúa,
kommúnistar 34 og aðrir fokkar 11.
Stórþing Norömanna hefur veitt Frið-
þjófi Nansen friðarverðlaun Nobels
Lloyd George er tekinn að gefa
út endurminningar sínar. Poincare
segir að ekki sé rétt sagt frá öllu
og hefur gert athugasemdir. Brezka
stjórnin hefur sent samninganefnd til
Ameríku.til þess að semja um greiðslu
á skuldum, Er fjármálaráðherrann
Ágætlega skorið
N eftóbak
fæst hjá
Jörgen Þorsteinssyni.
Skiftafundur
í dánarbúi Sigurðar Sveinssonar, frá Breiðuvík í Borgarfjatðar
breppi verður haldinn hér á skrifstofunni miðvikudaginn 27. þ. m.
kl. 12 á hádegi.
Skrifstofa Norður-Múlasýslu 16- desember 1922.
Ari Arnalds.
\
J o 1 a v i n d 1 a n a
kaupa hyggnir menn hjá
Sveini Árnasyni
Skiftafundur
í dánarbúi Þórarins Jörgenssen, frá Seyðisfirði, verður haldinn
hér á skrifstofunni, fimtudaginn 28. þ. m. kl. 12 á hádegi.
Skrifstofa bæjarfógeta Seyðisfjarðar 16. desember 1922.
Ari Arnalds.
Til sölu á Ijósmyndasíoíunni:
LJÓSMYNDAVÉL ódýr mjög hentug
JÓLAGJÖF. — Plötur og filmpakkar 9x12
o fl. teg. svo og allsk. ljósmyndaefni
MAGNEUMSBLYS og fl.
Verzlun Imslands erí.
hefur eftirfarandi vörur nýkomnar í meira
úrvali en annarsstaðar er kostur á.
Leirvörur, allskonar. Glervörur, margar tegundir. Postulíns-
vörur, svo sem: Bolfapör með samstæðum diskum. Kaffistell
og fleira. Pletvörur, fallegar og ódýrar. Leikföng. Jólatrésskraut.
Jólatré og fjölda margtannað,
ormaður nefndarinnar. Englandsbanki
hefur kvatt á fund fulltrúa frá öllum
löndum til þess að ræða um að koma
einhverri reglu á myntgengið í heim-
inum. Ulsterþingið hefur samþykt að
héraðið Ulster skuli ekki sameinast
írska fríríkinu.
Afvopnunarráðstefnunni í Moskva
er slitið án alls árangurs. Friðarfund-
inum í Frakklandi er frestað fram
yfir jól.
Óöld mikil er í Grikklandi, mann-
dráp og upphlaup.
Spánverjar hafa rieitað að semja
við Finna utn verzlun og viðskifti,
nema þeir nemi úr gildi bannlögin.
Innlent:
Hæstiréttur hefur staðfest dóm
HV(T LÉREFT
ýmsai' teguitdir fást í verslun
\
Jörgens Þorsteinssonar
sem of langt yrði upp að telja
Margar tegundir af afbragðs
góðu sætu K-E-X-I, íást í
verzlun JÖRöENS ÞORSTEINSS.
Gosdrykkjaverksmiðja
Seyðisfjarðar hefur fyrirliggjandi á
lager nfi fyrir jólin allskonar
iimonaði, sódavatn og sæta saft
undirréttar í skaðabótamáli íslands
banka gegn Ólafi Friðrikssyni. Ólafur
greiði 20 þús. króna skaðabætur,
málskostnað allan og 300 króna sekt
eða sæti 60 daga einföldu fangelsi.
Qóður afli á togarana og bærileg
sala. Þorvaldur Bjamason stórbóndi
á Þorvaldseyri, fyrrum þingmaður
Rangvellinga er dáinn. Látinn er og
Jóhannes Jóhannesson, bóndi á Úti-
bieiksstöðum í Húnavatnssýslu, faðir
Björns Líndal.
Jafnað var niður á Akureyri 101,
595 kr. Hæstu útsvör, Hofnersvnrzl-
un 5200,00 kr., Samein. ísl. 4800,00
kr. og Snorri Jónsson 4000,00 kr.