Skjöldur - 16.06.1924, Page 2

Skjöldur - 16.06.1924, Page 2
SKjOLDUR Simskeyti frá Frjettastofunni. F.ak klantí. 7. júní. Millerand hefir skoraö á Herriot að mynda raðuneyti en hann neitað. Míllerand tilkynti því næst að hann muni ekki beygja sig undir kröfur Herriot og ekki segja af sjer forsetaem- bætti, en þvert á móti halda uppi landslögum. 10. júní. Frakkaforseti hefir árangurslaust skorað á ýmsa leið- toga frjálslyndu flokkanna að mynda stjórn, eii þeir neita allir. 11. júní. Fyrverandi fjármálaráðherra Ftancois Marsal hefir myndað ráðuneyti í Frakklandi, hiutverk þess er einungis að upp- losa boðskap forseta, þar sem hann tjáist aðeins vilja samvinnu viÖ þingiö á stjórnskipulegum grundvelli Gangi atkvæðagreiðsla neðri- deildar á móti forseta segir hann af sjer, og kallar þá forseti öld- ungadeildarinnar saman þjóðþing í Versailles 13. júní til að kjósa forseta. 12. júní. Umræðum umdoðskap forsetans var frestað í öldunga- deildinni með 154 atkv. gegn 144, en neitað að ræða um hann f neðri deildinni með 329 utkv. gegn 214. Forseti tilkynti þvínæst að hann segði af sjer og Marsallstjórnin sagði einnig af sjer. 13. júní. þjóðtundur kom saman í dag til þess aö kjósa for- seta, Paul Painleve fyrv. forsætisráðherra er einn í kjöri. Millerand er fluttur burtu úr forsetabústaðnum. Bretland. 7. júní. Heilbrigðismálaráðherrann enski lagði fram í þinginu í fyrradag húsabyggingaáætlun stjórnarinnar. Er þar ráðgert að byggja 2,500,000 hús. Kostnaðurinn er áætlaður 1400 milj. sterlingspunda. Bein útgjöld ríkisins verða þannig 34 milj. ár ega næstu 15 ár. Neðri málstofan samþykti frumvarpið samdægurs. 10. júní. Járnbrautarverkamenn í London hafa gert verkfall og eru því samgöngur mikið til stöðvaðar. Noregur. 7. júní. Norskir kaupmenn hafa ákveðiö að senda sjerstakan verslunarfróðan mann til íslands Þýskaiand. 10. júní. Kommúnistar hafa gert róstur i landdögunum í Thú- ringen, Mecklenburg, Sachsen og Svood. Lögreglan varð að skakka leikinn. Albanfa 11. júní. Uppreisn i Albaníu, ríkísstjórnin flúin. Rúmenfa 11, júní. Fregnin frá Rúmeníu um yfirgang hersins er borintil baka. Olympfulelkarnlr 12. júní. Uruguay vann knattspyrnuna á Olympíuleikunum. Japan. 12. júní. Gremja Japana til Bandaríkjanna út af fólksinnflutn- ingsbanninu fer stvaxandi, kaupbann hefir verið lagt á vörur frá Bandaríkjunum. Innlendar frjettlr. 7. júní. Ritstjöraskifti urðu að ,Vísi“ í dag. Páll Steingríms- son tekur við ritstjórninni og verður jafnframt eigandi ásamt Möller og Jóni Sigurpálssyni afgreiðslumaani. 11. júnf. Góð fjenaðarhöld en þurkatíð á Suðurlandi. Fjögur mislingatilfelli hafa komið fyrir í Reykjavík. 13. júní. Reikningur Eimskjpafjelagsins þetta ár sýnir hreinan arð 43,820 kr. Jóhann þorkelsson dómkirkjuprestur hefir sagt af sjer. Síra þorsteinn Benediktsson á Lundi er nýdáinn. Samningar eru komnir á milli útgerðarmanna og sjómanna á sílbveiðunum. Lágmatk hásetakaups er 250 kr. og 5 aura á tunnu matsveinakaup 330 kr., æfðra kyndara 324 og óæfðra 290. Mislingarnir breiðast út en hægt, stöðum, sem auk þess var lóðs, skotttilæknir og formaðnr. Um hann orti Jón skáld Torfabróðir: þá er hann Bjarni á Búastöðum bátsformaður, Lóðs í menntum listafróður, Liðsemdari í nauðum góður. — Heilu sveitar hann rná játa höfuðprýðí, Uppbygging í alla staði, Að honum látnum verður skaði. - í sklpstjóra- stúkunni áttu þeir um skeið sæti Morten, fyrrt niaður Jóhönnu Rod í Frydendal, Anders As- mundsen og Lars Tranberg (fað- ír Jakobs Tranberg). Niðri í kirkjunni var hurð fyr- ir hverjum stóli og kerta pípa á hverjum. Salir svonefndir, með miklum útskurði, voru tveir niðri sinn hvoru megin milli kórs og kirkju, milli tveggja glugga. Átti fjölskylda prestsins sæti í syðri salnum, en sýslumaðúr og versl- unarstjóri áttu sæti í salnum norðanmegin. Tvær stúkur voru sín hvoru megin altaris. Sat klerkur í þeirri syðri, en sú nyrðri notuð til geymslu fyrir kirkjuáhöld t. d skírnarfoniinn. Ræðustó'linn stóð í kórdyrum þar sem skírnarfonturinn er nú. I kórnum, sinn hvoru megin, voru myndir af postulunum útskorn- um eftir Ámunda Sigurðsson snikkara á Tjörnum. Síðast muna men« til þeirra, að þeir hrökl- uðust úr kórnum og voru á hrakningi á haustmannaloftinu, og er talið víst að sumir afþeim hafi verið á báli brendir ein- hverntíma á hinum *ldsneytis- lausu dögum Vestmannaeyja. Af munutn kirkjunnar skal sjer- staklega getið aunarrar klukk- unnar, sem þar er nú. í presta- sögum Jóns prófasts Halldórsson- ar í Hítardal segir svo: „.. hið fyrra ránið í Eyjunum, sem sá eng- elski sjóreifari Jón Gentilmann gerði anno 1614. Sá Jon rænti stóru klukkunni frá Landakirkju og flutti fram á England; en eft- ir dráp hans og hans fylgjara, ljet Englands konungur (Jakob) senda hingað klukkuna til Landakirkju aftur þrem árum síðar, því á henni stóð hverrí kirkju á íslandi hún tilheyrði á íslandi.* — Eftir þessu að dæma átti það að vera sama klukkan, sem send var hingað aftur, en svo er þó ekki. heldur hefir konungur lát- ið gera aðra klukku þrem árum síðar eða 1617 og sent hana hingað. Getur hver sem vill sannfærst um þetta, með því að ganga upp í turninn á kirkjunni, því að á annari er einmitt enska nafnið á Vestmannaeyjum (West- mannoe) og ártalið 1617. En hitt er dálítið elnkennilegt hvernig klukkan hefír sloppið fram hjá ránshöndum Tyrkja er þeir brendu Landakirkju 1627. — Er tvent til þess, aö annaðhvort hafl Tyrkir ekki hirt um að höggva hana niður af ramböldunum, og klukkan þolað hitann af því kirkjan hafi vcriö lítil, eða þáað Eyjabúar hafi af heilagri vand- lætingu bjargað klukkunni úr kirkjunni og falið í jörðu, því að þess eru dæmi hjer á Iandi þeg- ar kirkjur hafa komist í háska hafa menn teflt á hið ýtrasta að bjarga skrúða þeirra og klukk- um. — Umhverfis kirkjuna var jafnvel (grindverk) girðing úr trje í fyrstu. Og þótt undarlegt megi virðast, og næsta ósenni- legt, Ijet Abel sýslumaður eitt sinn klæða austurgafl kirkjunnar með timbri utan á steininn. Var það liggjandi klæðning og átti að vera til hlífðar fyrir sjódrifl og rigningu. — Sá sem ljet breyta A’-nl Jónsson trjesmiður Ný'endugötu 21 — Reykjavík Selur allskonar hurðir og giugga og margt tleira til húsagerðar ásamt húsgögnuin —- eí'tir pöntun. Síml 917 kirkjunni og koma henni að mestu í það snið, sem hún heflr nú, var Kohl sýslumaður. um 1860. Hanri Ijet færa gluggann upp á austurstafninum, rífa trjeklæðn- inguna af gaflinum og setja turn á kirkjuna. Hann ljet taka loft- ið burtu úr henni og setja hvelf- inguna « staðinn, einnig ljet hann gera svalina uppi. þeir voru nokkru mjórri en nú, þá aðeins einsett sætaröð. Ræðustólinn setti hann yfir altarið þar sem hann er nú, en setti skírnarfont- inn á þann stað, sem ræðustóll- inn stóð, og stendur hann þar enn. Ræðustólinn flutt hann nið- ur í þinghús, og muna eflaust margir eftir honum þar. Síðasta póst seglskipið „Sæljónið“, sem fórst undir Svörtuloftum, flutti hingað viðinn í kirkjuna erKohl ljet endurbæta hana. Hvað prestaköllunum hjer við- víkur þá voru þau ætið tvö elt- ir að kirkjurnar voru orðnar tvær. það fyrirkomulag hjelst við þang- að til árið 1837 er prestaköllin voru sameinuð í tíð síra Jóns Austmanns. Var síra Páll skáldi síðastur tvíprestur hjer. En frá 1573 notuðu báðar sóknir og báðir prestar sömu kirkjuna, Landakirkju, sem svo var nefnd Á Heimaey eru 5 kirkjugarðs- stæði. 1. Undir Litiu-Löngu. 2. Á Ofanleiti. 3. Á Kirkjubæ. 4. Á Fornulöndum. 5. Austur af núv. Landkirkju. Sjúkrahússmálið Eitt af áhyggjuefnum fiyjabúa undanfarin ár, hefir verið sjúkra- húsleysið. — það er reyndar ekki hægt að segja að hjer hafi verið sjúkrahúslaust, en það sjúkrahús, sem hjer hefir verið og er, er í fyrsta lagi lítið, og að ýmsu leyti ekki fullkomið, og í öðru lagi er það eign útlendinga (Frakka) og bygt með það fyrir augum að veita hjálp útlendum sjómönnum, sem stunda fiskveið- ar og aðra sjómensku hjer við iand og eiga þelr því eðlilega forgangsrjett að sjúkrahúsÉtu. Hinsvegar er það kunnugt að ís- lendingar hafa haft mikil not af þvi, og má þar um mikið þakka einstakri lipurð hjeraðslæknisins og hinni duglegu og samvisku- aömu hjúkrunarkonu, sem veitt hefir sjúkrahúsinu forstöðu, að það hefir orðið að meira liði út- lendum og innlendum en ella. í stríðsbyrjun var málið kom- ið svo lan^t á leið að hr. kon- súll G J. Johnsen var búinn að útvega uppdrátt og gera tilraun-

x

Skjöldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skjöldur
https://timarit.is/publication/243

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.