Ársrit Heilsuhælisfélagsins - 01.03.1913, Blaðsíða 8

Ársrit Heilsuhælisfélagsins - 01.03.1913, Blaðsíða 8
12 getur komið til mála að spara: Við höfum látið það sitja fyrir öllu, að vel færi um sjúklingana, og að þeir fengju allan þann sama viðurgerning sem tíðkast í öðrum lönd- um í heilsuhælum þar. Það mátti sannarlega búast við því, að reksturs- kostnaðurinn yrði hér nokkru meiri en annarsstaðar. Ýms matvæii eru dýr hér, að ég ekki tali um kolin, þau eru bæði dýr og eðlilega þarf mikið af þeim í þessu kalda landi. En reynslan er sú, að kostnaðurinn heíir ekki orðið meiri á mann hér en í alþýðuhælum erlendis, meira að segja: hann hefir orðið minni en i mörgum útlenduin hælum af sömu gerð. Það sannast hér sem oftar, að hægra er um að tala en í að komast. Það sannast á fjárlaganefndinni. Ég veit það ekki, en ég efast um, að öðrum sé það meira áhugamál að spara fé landsins en okkur, sem nú stjórnum Heilsuhælisfélaginu. Ég læt mér á litlu standa, hvað sagt er í minn garð; ég ætlast ekki til, að minn starfsreikningur sé gerður upp fyr en æfi mín er á enda. En mér stendur ekki á sama, hvað sagt er um sam- verkamenn mína hér á þessum stað, þar sem þeir eiga ekki kost á að bera hönd fyrir höfuð sér. Einkurn tel ég þetta álas koma ómaklega niður á lir. bankastjóra Sighvati Bjarnasyni. Hann hefir frá upphafi verið gjald- keri Heilsuhælisfélagsins og haft með höndum alla reikn- inga þess; hann hefir annast alla byggingarreikninga hæl- isins og alla rekstursreikninga þess. Þeir, sem vit hafa á reikningshaldi, skilja efaiaust, hve geysimikil fyrirhöfn það hefur verið, og alt þetta vandaverk hefur hann unnið með sífeldum lifandi áhuga, ráðdeild og sparnaði. Hvað hefir hann svo fengið að launum? Ekki einn eyri. Jú, nú er farið að bóla á laununum. Og hver eru þau? Amœli! — ámæli fyrir það að hafa ekki unnið af nógu miklu kappi, ekki hugsað nóg um sparnaðinn! Ef hann hefði verið skáld og ort læsileg ljóð í frístundum sínum, þá mundi

x

Ársrit Heilsuhælisfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Heilsuhælisfélagsins
https://timarit.is/publication/248

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.