Alþýðublaðið - 27.01.1967, Page 6

Alþýðublaðið - 27.01.1967, Page 6
Lét frysta sig í riíius 220 gráður 73 ára gemall bandarískur próf- essor var samkvæmt eigin ósk fryslur niðitr í mínus 220 gráður á ceisius. .Þetta hefur vakið at- hygii um ailan heim. Margir læknar álíta að enn sem komið er sé ekki. tímabært að frysta fólk og lífga það síðar við með líffærin heil. Tilraunir hafa verið gerðar með einfrumunga, en þeir hafa ekki getað iifað eftir að hafa verið frystir í marga daga. Nokkr- ir vlsindamenn í Suður-Kaliforníu sem hafa gert tilraunir með að frysta lífverur, trúa því, að hinn 73 ára gamii prófessor, sem þjáð- ist j af ólæknandi krabbameini, Námskeið í túlk- un Ijóðasöngs SÆNSKA. Ríkisútvarpið gengst fyrir námskeiði í túlkun ljóða- söngs 3.—21. júlí n.k. Námskeiðið verður haldið í Edsbergs-höll rétt utan Stokkhólms. Kennari verður Eri'k Werba frá'Vín. — Söngvarar þeir og píanóleikarar sem hyggja á þátttöku í námskeiði þessu mega ekki vera fæddir fyrir 1933, og verða að tilkynna þátttöku fyrir 7. marz n.k. Kennsluigjöld á námskeið inu eru kr. 100 sænskar. Hámarkstala þátttakenda er 5 söngvarar og 3 píanóleikarar, er valdir verða héðan úr hópi um- sækjenda eftir að þeir hafa sung- ið og leikið inn á segulband í Ríkisútvarpinu hér. Nánari upplýsingar og umsókn- areyðublöð fást, ef skrifað er til: Sveriges Radio, Musikavdelingen, Box 955, Stockholm 1, Sverige. (Frá Ríkisútvarpinu). geti lifnað við, þegar fundizt hef- ur lækning við sjúkdómnum. — Prófessorinn, sem sjálfur hafði óskað eftir að verða tilraunadýr, var á banabeðnum frystur hægt, og um leið fékk hann gerviöndun og hjartahnoð til að blóðstraum urinn til heilans héldist. Hann var svo settur frosinn í sérstakt stálhylki á spítala í Phoenix í Arizona. En enn er óvíst, hve lengi gráður. En enn er óvíst, hve lengi tilraunin stendur. í Danmörku hefur verið notuð sú aðferð að kæla líkama sjúkl- inga við lækningar. Lítil stúlka, setn við sprengingu skar í sundur slagæðina í öðrum fætinum, var kæld niður í tuttugu gráður úr 37 í heilan mánuð. Þetta hjálpaði og stúlkan er við beztu heilsu. Þegar líkaminn er kældur niður, notar sjúklingurinn mun minna súrefni. 25 ára Þjóðverji, Wilfred Laur- ig, hefur boðið sig fram sem til- raunadýr fyrir vísindamennina í Arizona. Laurig er mótmælenda- söngvari 1 Frankfurt að starfi. — Hann vill láta frysta sig, þó að læknarnir geti ekki tryggt það, að liann lifni nokkurn tíma við aft- ur. En Wilfred Laurig segir: Það sem virðist óraunverulegt í dag, verður að raunveruleika á morg- un. Ég vil láta frysta mig í 50 ár. Eftir 50 ár verður mannkynið kannski eitthvað betra. Þjóðverj- inn hefur snúið sér tii trygginga- félags til að tryggja sig fyrir hálfri milljón. Hann hefur þó ekki fengið neinn til að samþykkja hina áhættusömu tilraun sína. Og lögfræðingur Frankfurt segir, að þar sem vísindin geti ekki sannað, að tilraunin heppnist, verði að líta á hana sem mann- dráp. MYND: í þessu stálhylki er prófessorinn frystur. ■ ■ -.V * 'xZ’ty f- 1 . ' * F > ■ ~ » *V: \ ÞEGAR finnski tónsnillingur- inn Jean Síbelíus dó 1957, eða fyrir tíu árum, misstu ekki að- eins Finnar, heldur og öll Norð- urlönd konung í ríki tónlistarinn- ar. , Síðan Edvard Grieg dó fyrir rúmri hálfri öld, hefur stjarna Si- belíusar skinið skærast á himni þessarar listar, sem kemst næst því himneska af öllu því, sem mannlegur andi fær skapað. Ætla má með vissu, að líkt fari um verk Siebiíusar og verk Griegs, þau munu lifa og lofa meistarann um ókomnar aldir, þrátt fyrir ó- löstuð ný verk nýrra meistara, — þrátt fyrir bítlatónlist og tízku- breytingar, sem ganga yfir heim- inn. Verk þessara tveggja meist- ara eru frægari í dag en þau voru, er þeir dóu. Hér á íslandi hafa frægustu verk Síbelíusar verið lítið kunn og einkum vegna þess, að það er tiltölulega stutt síðan íslendingar fengu Sinfóníuhljómsveit, hljóm- sveit, sem gat ráðið við að flytja þau verk tónskáldsins, sem víð- frægust hafa orðið úti um víða veröld, en það eru sínfóníur hans. Margir dómbærir menn hafa talið hann mesta sinfóníuskiáld þessarar aldar. Síbelíus samdi sína fyrstu sin- fóníu árið 1899, en alls urðu þær sjö talsins, sú síðasta kom árið 1924. Þær eru nú leiknar úti um heim allan, þar sem til eru hljóm- sveitir, sem ráða við flutning þeirra. Finnar elska Síbelíus bæði sem þjóðlegan listamann og alþjóð- legan. .Þegar Finni minnist á tón- skáldið, minnist hann um leið fyrst og fremst á „Finnlan'dia”, hið magnaða tónverk, sem túlkar náttúru landsins sjálfs og eðli þjóðarinnar, sem byggir þúsund vatna landið og land hinna miklu skóga, þjóðarinnar, sem öldum saman hefur orðið að berjast gegn erlendri áþján fyrir frelsi sínu. Jean Sibelíús varð langlífur. Þegar hann dó, skorti hann aðeins 2 mánuði í 92 ár. Hann var fædd- ur í Tavastekus og var faðir hans læknir. Þegar á barnsaldri hneigð- ist hugur hans mjög að tónlist. Hann þótti einrænn nokkuð i skapi og þótti honum gott að reika um skógana einn og hlusta á nið vatnanna. Öll hljóð urðu að tón- um í eyrum hans. Hann tók stúd- entspróf og var um tíma að hugsa um að leggja fyrir sig lögfræði. Ekki líkaði honum þó sú fræði- grein og 21 árs að aldri hætti hann námi í þeirri grein og tók nú af alhug að helga sig tónlist- inni. Ekki er rúm né tími til að rekja langa ævisögu Síbelíusar, eða telja upp tónsmíðar hans. — Landar hans, Finnar, hafa þriveg- is heiðrað hann með frímerkja- útgáfu. Fyrst var það árið 1945, 8. desember,' á áttræðisafmæli tón- skáldsins. Þá kom út 5 marka merki, ólívu-grænt að lit og ötkk- un 14. — Þetta merki, sem gefið var út í 5 milljóna upplagi, bar Framhald á 10. síðu. £ 27. janúar 1967 -- ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.